Morgunblaðið - 28.12.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
Ómissandi á
veisluborðið
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland búðir, Samkaup Kjörbúðir,
Samkaup Krambúðir,Melabúðin, Nettó verslanir út um land allt.
Reyktur
og grafinn
lax
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stytting vinnuvikunnar án launa-
skerðingar er meðal stærstu úr-
lausnarefna yfirstandandi kjaravið-
ræðna og er áberandi í kröfugerð
verkalýðsfélaganna. VR og iðnaðar-
mannafélögin vilja stytta vinnuvik-
una í 35 stundir án skerðingar launa.
Krafa er um að þak verði sett á
fjölda yfirvinnustunda til að tryggja
raunstyttingu vinnuvikunnar. Félög-
in í Starfsgreinasambandinu ganga
lengra og vilja stytta dagvinnutím-
ann um sem nemur einum átta
stunda vinnudegi í viku, þ.e. að
markvisst verði stefnt að styttingu
úr 40 stundum í 32 á samningstím-
anum.
Samtök atvinnulífsins hafa líka
lagt áherslu á að samkomulag um
sveigjanlegri vinnutíma geti skilað
stórum ávinningi í kjarasamningum
ef tekst að færa launakostnað vegna
yfirvinnu inn í dagvinnugrunninn.
Ljóst er að brúa þarf stóra gjá milli
viðsemjenda ef takast á að tryggja
raunverulega styttingu vinnuvik-
unnar enda langur vinnutími og yfir-
vinna með því lengsta sem þekkist í
OECD-löndum.
47 ár eru liðin frá því að vinnuvik-
an var stytt í 40 stundir með lögum
árið 1971. Reyndin varð þó sú að
raunverulegur vinnutími launafólks
styttist lítið, launahlutföllin breytt-
ust og stærri hluti vinnunnar færðist
yfir í yfirvinnu. Nýjar og nýlegar
launakannanir stéttarfélaganna
meðal félagsmanna sýna að stór
hluti launafólks vinnur enn langan
vinnudag. Hjá Eflingu, næststærsta
stéttarfélagi landsins, hefur vinnu-
tíminn lengst milli ára um tæplega
eina klukkustund á viku skv. nýrri
launakönnun félagsins. Að meðaltali
vinna Eflingarfélagar 46,8 stundir á
viku og karlar vinna fimm klukku-
stundum lengur en konur. Þar er
vinnutíminn hvað lengstur hjá bíl-
stjórum eða 54,2 stundir.
Þróunin hefur þó verið önnur með-
al verslunar- og skrifstofufólks í VR,
stærsta stéttarfélaginu, en þar hefur
vinnutíminn styst á þessu ári og er
kominn undir 43 stundir á viku að
meðaltali í fyrsta skipti frá því að fé-
lagið lét fyrst gera launakannanir
meðal félagsmanna.
Langur vinnutími á hótelum og
gististöðum skv. könnun Matvís
Iðnaðarmenn leggja mikla áherslu
á styttingu vinnutímans í kröfugerð
sinni og ekki að tilefnislausu. Í
launakönnun Rafiðnaðarsambands-
ins kom t.a.m. í ljós að 15,5% rafiðn-
aðarmanna unnu fleiri en 200
klukkustundir í einum mánuði sl.
haust og þriðjungur þeirra var 176
til 200 stundir í vinnunni í mánuðin-
um sem könnunin var gerð.
Vinnutími launafólks er mislangur
eftir starfsstéttum og greinum. Ef
rýnt er t.a.m. í launakönnun sem
Matvís lét gera, en félagsmenn þess
eru iðnaðarmenn í matvæla- og veit-
ingagreinum, kemur í ljós að meðal-
vinnutími þeirra er rúmar 48 stundir
á viku. Lengstur er hann á hótelum
og gististöðum þar sem félagsmenn
unnu að jafnaði rúmlega 50 klukku-
stundir í hverri viku. 14% fé-
lagsmanna í Matvís sem starfa á hót-
elum og gististöðum unnu 61 eða
fleiri tíma á viku og vinnuvika ríflega
fjórðungs félagsmanna er á bilinu 51
til 60 stundir. 44% félagsmanna sem
eru í námi eða á námssamningi í mat-
vælagreinum eru í vinnunni í 51 tíma
eða lengur í viku hverri.
Eining-Iðja á Akureyri er þriðja
stærsta stéttarfélagið innan vébanda
ASÍ. Meðalvinnutími félagsmanna
þess er 44,8 stundir í viku og að jafn-
aði vinna félagsmenn í Einingu-Iðju
tíu tíma til viðbótar í yfirvinnu í
hverri viku skv. könnun félagsins.
Ráðist til atlögu við langan vinnudag
Morgunblaðið/Eggert
Byggingarvinna Vinnutími margra launþega er langur hér á landi.
Kröfur um styttingu vinnutímans án launaskerðingar og meiri sveigjanleika eru meðal flóknustu
viðfangsefna kjaraviðræðnanna Stórir hópar launafóks vinna í meira en 50 stundir í hverri viku
Ekki er reiknað með stórum tíðind-
um á fyrsta sáttafundinum í kjara-
deilu Eflingar, VR og Verkalýðs-
félags Akraness
með Samtökum
atvinnulífsins hjá
ríkissáttasemjara
kl. 11 í dag. Þar
verður lagt mat á
stöðuna, lögð
fram gögn vegna
yfirstandandi við-
ræðna og samn-
inganefndirnar
kynna ríkissátta-
semjara kröfu-
gerðir. Er búist við um klukkustund-
ar löngum fundi. Kjaraviðræður á
almenna vinnumarkaðinum fara að
öllum líkindum í fullan gang upp úr
áramótum en alls losna 82 samning-
ar í lok ársins og framundan eru
annasamir mánuðir. Í lok mars
renna út 152 samningar, aðallega
meðal opinberra starfsmanna.
Önnur félög sem eru með lausa
samninga frá áramótum hafa ekki
vísað kjaradeilum sínum til sátta-
meðferðar en geta fengið aðstöðu hjá
sáttasemjara eftir því sem húsrúm
leyfir samkvæmt upplýsingum
Bryndísar Hlöðversdóttur ríkis-
sáttasemjara en embættið hefur
undirbúið sig fyrir stíf fundarhöld á
komandi ári. Bryndís segir að föstu
starfsfólki embættisins verði ekki
fjölgað en hún hefur tekið upp það
fyrirkomulag að fá til liðs við sig um
tíu manna verktakahóp sem verður
henni til aðstoðar við sáttamiðlun í
kjaradeilum og verða skipaðir í ein-
stök mál til að tryggja virkari sátta-
miðlun. Fyrirmyndir að þessu er að
finna í Noregi og Danmörku.
Þegar samningalotur standa sem
hæst eru oft tugir jafnvel yfir hundr-
að samningamenn á fundum í öllum
fundarsölum embættisins. ,,Ég hef
verið að byggja þennan hóp sem
verður vonandi kynntur til sögunnar
í byrjun nýs árs og geri ráð fyrir að
halda stutt námskeið fyrir þá í jan-
úar og febrúar,“ segir hún.
omfr@mbl.is
Tíu verktakar munu
aðstoða við sáttamiðlun
82 samningar að losna Búist við annríki hjá sáttasemjara
Bryndís
Hlöðversdóttir
Fram kom á samráðsfundi ríkis-
stjórnarinnar, aðila vinnumarkaðar-
ins og fulltrúa launþega í Ráðherra-
bústaðnum fyrir jól að byggja þyrfti
5-8 þúsund íbúðir til að anna eftir-
spurn tekjulægri hópa. Verkefnið er
á hugmyndastigi.
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
Landsbankanum, segir könnun
Capacent í haust benda til að rúm-
lega helmingur aðspurðra leigjenda
eigi minna en 5 milljónir í eigin fé.
Miðað við lánareglur dugi það til að
kaupa íbúð á 25 milljónir. Slíkar
íbúðir séu hins vegar ekki til.
Árangurinn verið lítill
Síðustu ár hafi verið reynt að
stuðla að meira framboði ódýrari
nýrra íbúða en með takmörkuðum
árangri. Til að dæmið gangi upp
þurfi milligjöf einhvers staðar frá,
svo sem húsnæðisstyrki. Þá sé stór
hluti nýrra íbúða sem eru að koma á
markað stórar og dýrar íbúðir.
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
rifjar upp þá spá Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu að íbú-
um á höfuðborgarsvæðinu muni
fjölga um 30-38 þúsund til 2025. Búið
sé að skipuleggja um 7.300 íbúðir.
Það sé hvergi nærri nóg. Því þurfi að
auka lóðaframboð.
„Burtséð frá stöðunni núna þarf
að byggja íbúðir til að mæta aukinni
eftirspurn frá nýjum íbúum,“ segir
Sigurður sem telur aðspurður að
fyrir vikið verði mikil umsvif í íbúða-
byggingum á næstu árum.
Spurður hvers vegna ekki hafi
meira áunnist í því að stuðla að
meira framboði á hagkvæmu hús-
næði á síðustu árum segir Sigurður
skýringuna fyrst og fremst mikla
áherslu borgaryfirvalda í Reykjavík
á þéttingu byggðar. Þéttingin sé sem
slík góðra gjalda verð. Með hliðsjón
af íbúðaskortinum hefði hins vegar
mátt fara hægar í sakirnar í þéttingu
byggðar. Takmarkað lóðaframboð
hafi ýtt undir fasteignaverð.
Milligjöf stuðli að
ódýrum íbúðum
Sérfræðingur
bendir á skort
Ari
Skúlason
Sigurður
Hannesson