Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að veita heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni um 560 milljóna króna viðbótarfjár- veitingu fyrir rekstrarárið 2018. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá velferðarráðuneytinu. Þar segir að aukafjárveitingunni sé fyrst og fremst ætlað að mæta halla á rekstri stofnananna sem að ein- hverju leyti stafi af veikleika í rekstri en megi einnig rekja til ófyr- irséðra útgjalda, t.d. vegna mönnun- arvanda og veikinda starfsfólks sem kalli á meiri yfirvinnu og þar með aukinn kostnað. Viðbótarfjárveiting- in nemur að jafnaði um 3% af heild- arfjárveitingu stofnananna á árinu. Aukin framlög til heilbrigðisstofn- ana skiptast á átta heilbrigðisstofn- anir. Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær 98,8 m.kr., Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fær 80 m.kr., Heilbrigð- isstofnun Norðurlands fær 130 m.kr., Heilbrigðisstofnun Austur- lands fær 70 m.kr., Heilbrigðisstofn- un Suðurlands fær 110 m.kr. og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 71,1 m.kr. Í fréttatilkynningu velferðarráðu- neytisins segir að ákveðnar breyt- ingar séu fyrirhugaðar á fjármögnun heilbrigðisstofnana til lengri tíma lit- ið þar sem framlög verða í auknum mæli tengd árangri. Stefnt sé að því að innleiða sambærilegt fjármögn- unarkerfi fyrir heilsugæslusvið stofnananna og notað hefur verið í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu frá 2017. Einnig er áformað að breyta fjármögnun á hjúkrunarsvið- um stofnananna og taka upp dag- gjaldagreiðslur líkt og á hjúkrunar- heimilum þar sem fjárhæðirnar taka mið af hjúkrunarþyngd íbúanna. Stuðningur við landsbyggðina  Sex heilbrigðis- stofnanir fá viðbótar- fjárveitingu 2018 Morgunblaðið/Eggert Heilbrigðisráðherra Svandís Svav- arsdóttir hefur í mörg horn að líta. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Um þrjú þúsund bílar fóru um Vaðlaheiðargöng fyrsta sólarhring- inn eftir opnun. „Við kíktum á tölur fyrsta daginn úr þeim gjaldtöku- myndavélum sem við erum búin að setja upp og þá voru sirka þrjú þúsund sem fóru fyrsta sólarhring- inn. Það er að segja frá klukkan 18 til 18,“ segir Valgeir Berg- mann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðar- ganga. „Síðan þá hafa menn verið í jólafríi og svona þannig að við höfum ekki verið að leita í tölunum. En það hefur verið mikil umferð þarna og mun meiri en er á þessum árstíma um Víkurskarðið þannig að klárlega er fólk að ferðast og skoða og kynna sér göngin.“ Hann bætir við að ekki verði hægt að fá almennilega mynd af umferð um göngin fyrr en gjaldtaka hefst. „Aðalprófsteinninn verður nátt- úrulega þegar við hefjum gjaldtök- una og þá verður það náttúrulega sú umferð sem í rauninni fer um göngin.“ Gjöld rukkuð á eiganda bíls Gjaldtakan hefst 2. janúar og munu myndavélar skanna bílnúmer og senda eiganda bílsins reikning ef ökumaður hefur ekki greitt með sér- stöku appi innan þriggja klukku- stunda. Þúsund krónur bætast þá við 1.500 króna gjaldið. Bílaleigur eru meðal þeirra sem hafa kvartað yfir því að ekki var haft samráð við þær um gjaldtökuna þar sem gjaldið leggst á eiganda bílsins. Valgeir seg- ir að um misskilning sé að ræða og að það hafi verið rætt við Samtök ferðaþjónustuaðila (SAF). „Já, það var talað við SAF og þar eru nokkr- ar bílaleigur. Þetta er allt í ferli og í góðu tómi. Það eru ekkert allir frá bílaleigunum þar inni [SAF] en þær þurfa þá að sækja upplýsingar frá sínum manni sem er þar inni.“ Hann segir að samtal sé í gangi við bílaleigur um þessar mundir. „Við erum að tala saman og það er alveg ljóst að þeir vilja fá smá samtöl og slíkt. Það verður áfram og allt unnið í góðu tómi.“ Formleg opn- unarathöfn Vaðlaheiðarganga verð- ur 12. janúar. Verður unnið við lokafrágang ganganna fram að þeim tíma, segir Valgeir. Vaðlaheiðargöng Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri ganganna, segir ljóst að margir hafi verið að kynna sér göngin áður en gjaldtaka hæfist. Þúsundir fóru um göngin fyrsta daginn  Viðræður í gangi við bílaleigur Valgeir Bergmann Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is ÚTSALAOkkar frábæra 50% AFSLÁTTUR af öllum vörum Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.