Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.12.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Iðnnám opnar fólki margamöguleika. Þegar verkefnineru næg eru launin líka góð,verkefnin eru líka fjölbreytt og svo má alltaf skapa sér fleiri tækifæri með frekara námi,“ segir Örn Viljar Kjartansson. „Eftir stúd- entspróf af náttúrufræðibraut fór ég í verkfræðinám í háskóla, en fann mig þar ekki. Því fór ég að spá í iðnnám og góður vinur fjölskyld- unnar sem er pípulagningamaður sagði mér frá sínu starfi. Það vakti áhuga minn og þegar ég fékk svo vinnu í faginu varð ekki aftur snúið.“ Aukin sókn í iðnnám Við brautskráningu frá Tækni- skólanum – skóla atvinnulífsins rétt fyrir jól varð Örn Viljar Kjartans- son dúx; en hann útskrifaðist af pípulagningabraut Byggingatækni- skólans með einkunnina 9,17. Ágúst Örn Jónsson semídúx útskrifaðist af sömu braut með einkunnina 9,05 en aðsókn í pípulagnanám í skólanum hefur aldrei verið jafnmikil og nú. Alls voru níu nemendur í pípu- lögnunum brautskráðir frá Tækni- skólanum nú fyrir jólin. Helst það í hendur við almenna stóraukna að- sókn í iðnnám, að sögn Hildar Ingvarsdóttur skólameistara. Tók nám og starf skipulega „Ég byrjaði að vinna við pípu- lagnir í febrúar 2016 og tók bæði nám og starf mjög skipulega. Komst fljótt á samning og fór í skólann með það fyrir augum að geta lokið öllu á sama tíma, eins og gekk upp,“ segir Örn Viljar. „Alls þurfti ég að skila 96 vinnuvikum og náði því leik- andi. Í bóklega sveinsprófinu sem ég tók hjá Iðunni var farið í ýmis tæknileg atriði, efnistöku út frá teikningum og svo þurfti ég að hanna snjóbræðslukerfi með þeim stjórnbúnaði sem slíku fylgir. Verk- lega prófið var síðan þriggja daga dæmi, þar sem menn voru prófaðir í ýmsu handverki, logsuðu og því að setja upp smækkað lagnakerfi mið- að við litla íbúð.“ Flóknar lagnir Frá upphafi ferilsins hefur Örn Viljar unnið hjá Kraftlögnum í Mos- fellsbæ undir leiðsögn Sigurðar H. Leifssonar pípulagningameistara. Verkefnin þar hafa verið af ýmsum toga en síðasta hálfa árið hefur allur krafturinn farið í lagnavinnu við Helgafellsskóla í Mosfellsbæ sem nú er í byggingu. „Skólinn er bygging með flókn- um lögnum og ólíkum kerfum, svo sem fyrir ofna, neysluvatn, frá- rennsli, slökkvibúnað, snjóbræðslu og svo mætti áfram telja. Í stóru húsi má segja að reyni á allt sem pípulagningamenn þurfa að hafa á hreinu. Bæði eru það handverkið og síðan ýmis tæknileg atriði; hvernig fær maður þrýsting á kerfi, losar um tappa í lögnunum og svo fram- vegis. Í Helgafellsskóla er stór tækjaklefi þar sem öllum helstu lögnum og rennsli er stýrt. Það væri góð hugmynd að bjóða nýliða í fag- inu að skoða þetta stjórnrými; því þar sést í hnotskurn hvernig lagna- kerfi virka og snúast,“ segir Örn Viljar, sem á unglingsárum var öfl- ugur sundmaður. Keppti með liðum Akraness og Keflavíkur og var einn- ig í unglingalandsliðinu í sundi. Buslaði löngum stundum í vatninu og átti þar mikið undir að pípulagn- ingamenn stæðu sína plikt. Annríki í kulda Einhverju sinni var sagt að raf- magnsleysi væri eins konar sýnis- horn af heimsendi. Ef enginn er straumurinn stoppar allt. Og sama má segja um lagnaverk ýmiss kon- ar; allt fer í tóm vandræði ef ekki kemur vatn úr krananum, ef sturtan á baðherberginu virkar ekki eða ekki næst hiti á ofnana. „Já, pípu- lagningamenn þekkja að þegar kalt er í veðri er mikið að gera. Þegar kólnar að ég tali nú ekki um að frjósi úti skrúfar fólk eðlilega frá hitakerfinu á heimilinu – sem eng- inn hefur kannski litið á lengi Og ef eitthvað er bilað eða virkar ekki sem skyldi er hringt og allt þarf að gera og græja í hvelli. Að því leyti eru píparar alveg ómissandi menn,“ segir Örn Viljar að síðustu. Pípulagningamenn eru ómissandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fagmaður Í stóru húsi má segja að reyni á allt sem pípulagningamenn þurfa að hafa á hreinu, segir Örn Viljar Kjartansson. Hann var í gær við störf í stjórnrými hins nýja Helgafellsskóla í Mosfellsbæ sem er að komast í gagnið. Brautskráning Frá vinstri Guðrún Randalín Lárusdóttir aðstoðarskóla- meistari, Dýrleif Birna Sveinsdóttir nýstúdent, Elísabet Rut Haraldsdóttir, sem útskrifaðist af hársnyrtibraut og fékk önnur af tvennum bjartsýnis- verðlaunum skólans, Ásrún Stefánsdóttir, sem flutti ræðu nemenda, Örn Viljar, Ágúst Örn Jónsson semídúx, Salómon Ernir B. Kjartansson, hinn handhafi bjartsýnisverðlauna, og Hildur Ingvarsdóttir skólameistari. Dúxinn er duglegur! Píp- arar brautskráðir frá Tækniskólanum og næg verkefni fram undan. Vatn úr krana, hiti á ofna og snjóbræðsla. Starfið opnar mikla möguleika fyrir ungt fólk. Trukk Þrýstingur á lagnakerfinu þarf að vera jafn og öruggur. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upp- hafi níunda áratugar síðustu aldar? Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á öllum aldri að spreyta sig á upphaflega ten- ingnum (Rubik’s Cube 3x3) og ótrú- legri flóru annara sambærilegra ten- inga af öllum stærðum og gerðum. Dagana 4. og 5. janúar næstkom- andi verður haldin keppni í töfraten- ingnum, (Lights of Reykjavík 2019 í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þrjátíu keppendur frá sjö löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verð- ur í fjórtán mismunandi greinum. Mótið er alþjóðlega viðurkennt og undir verndarvæng alþjóðlega töfra- teningssambandsins World Cube Association. Búast má við spennandi keppni og að bæði Íslandsmet og jafnvel Evr- ópumet verði slegin en öflugir kepp- endur eru skráðir til leiks. Fjölbreytt dagskrá er báða dagana frá 9-18 og er m.a. keppt í því að leysa 3x3 kubba blindandi. Mótinu lýkur undir kvöld laugardaginn 5. janúar með verð- launaafhendingu. Vinsældir töfrateningsins eru vax- andi og má búast við skemmtilegri keppni. Stjórnendur mótsins eru: Rúnar Gauti Gunnarsson, Clément Cherblanc og Danival Heide Sævars- son. Þrjátíu keppendur í fjórtán greinum Töfrateningar í Flensborg Spil Í teningnum eru tækifæri og hægt að spila á ýmsa ólíka vegu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.