Morgunblaðið - 28.12.2018, Side 20

Morgunblaðið - 28.12.2018, Side 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld í Indónesíu juku öryggisvið- búnað sinn vegna hættu á fleiri sprengingum á eldeyjunni Anak Krakatá eftir að eldgos olli flóð- bylgju sem kostaði hundruð manna lífið um helgina. Almannavarnastofnun Indónesíu sagði að hætta væri á fleiri flóðbylgj- um vegna vaxandi eldvirkni á eyj- unni. „Fólk nálægt eyjunni gæti orð- ið fyrir heitu grjóti, gjóskuryki og þykkri ösku,“ sagði talsmaður stofn- unarinnar. Yfirvöldin stækkuðu bannsvæði umhverfis Anak Krakatá og er það nú í fimm kílómetra radíus frá eyj- unni í stað tveggja áður. Flug far- þegavéla var einnig bannað yfir eyj- unni sem er í Súndasundi, milli Súmötru og Jövu. Íbúum bæja beggja vegna sundsins var sagt að halda sig um 500 til 1.000 metra frá ströndinni vegna hættu á flóðbylgj- um. Varð til eftir mikið eldgos Eldeyjan Anak Krakatá, eða „Barn“ Krakatá, varð til árið 1928 þegar eldgos varð í gríðarstórum öskjugíg sem myndaðist neðan- sjávar í ágúst 1883 þegar eyjan Krakatá sprakk í miklu eldgosi og stór hluti hennar hrundi í sjóinn. Sprengingarnar heyrðust þá í Ástr- alíu og í nær 4.500 kílómetra fjar- lægð nálægt eyjunni Máritíus á Ind- landshafi. Að minnsta kosti 36.000 manns létu lífið af völdum eldgossins og flóðbylgju sem fylgdi því. Myrkur var á svæðinu í tvo sólarhringa eftir gosið og fínt gjóskuryk í loftinu hafði áhrif á veðurfar í Indónesíu og víðar næstu árin, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir sérfræðingum. Mikil eldvirkni hefur verið á Anak Krakatá frá því í sumar og eldgos sem varð á laugardaginn var olli því að um tveggja ferkílómetra svæði á eyjunni hrundi í sjóinn. Við það myndaðist flóðbylgja sem kostaði að minnsta kosti 430 manns lífið. Nær 160 manns til viðbótar er enn saknað og vitað er um 1.495 manns sem slös- uðust. Hundruð húsa eyðilögðust í flóðbylgjunni. Um 22.000 manns voru flutt frá heimkynnum sínum og flestir þeirra hafast við í skólum, moskum og opinberum byggingum. Ausandi rigning hefur valdið aur- skriðum á nokkrum svæðum sem urðu fyrir flóðbylgjunni og það hefur tafið björgunarstarfið. Læknar sögðu að sjúkrahús og neyðarskýli væru að verða uppiskroppa með lyf og hreint drykkjarvatn. Skjálftar og eldgos algeng Jarðhræringar og eldgos eru al- geng á Indónesíu. Landið er á svæði sem nefnt hefur verið „Eldhringur- inn“ og liggur umhverfis Kyrrahaf, meðfram Suður- og Norður-Amer- íku, suður yfir Japan, Indónesíu, Fil- ippseyjar og til Nýja-Sjálands. Á Eldhringnum eru meira en 75% eld- fjalla heimsins og þar verða um það bil 90% af öllum jarðskjálftum heims. Þúsundir manna hafa látið lífið af völdum náttúruhamfara í Indónesíu á síðustu sex mánuðum. A.m.k. 565 manns fórust í jarðskjálftum á eyj- unni Lombok í júlí og ágúst og minnst 2.200 í jarðskálfta og flóð- bylgju á Sulewesi í september. Þús- unda annarra er saknað eftir nátt- úruhamfarirnar. Almannavarna- stofnun Indónesíu sagðist hafa komið upp nýjum nemum og mæli- tækjum til að fylgjast betur með jarðhræringum og eldvirkni í land- inu. Stofnunin hafði sagt á laugar- daginn var að ekki væri hætta á flóð- bylgju, jafnvel eftir að hún hafði myndast. Stofnunin baðst síðar af- sökunar á því að hafa ekki varað fyrr við hamförunum. Flestir þeirra sem létu lífið voru indónesískir ferðamenn sem hugðust dvelja í strandbæjum við Súnda- sund yfir jólin. Flóðbylgjan skall meðal annars á ströndinni Tanjung Lesung sem er á lista ríkisstjórnar Indónesíu yfir tíu staði þar sem hún hyggst hraða uppbyggingu í ferða- þjónustu til að fjölga erlendum ferðamönnum. Hætta talin á fleiri flóðbylgjum  Aukinn öryggisviðbúnaður í Indónesíu eftir að varað var við fleiri sprengingum á lítilli eldeyju  „Barn“ Krakatá varð til eftir gríðarlegar náttúruhamfarir sem kostuðu minnst 36.000 manns lífið Anak Krakatá Lítil eldvirk eyja Hæð yfir sjávarmáli: 300 m INDLANDS- HAF Heimildir: Geoportail, International Tsunami Society, maps4news.com/©HERE Fyrir 1883 Eldfjallið Rakata á Krakatá Eld- gígur 1883 Sprenging kostaði 36.000 manns lífið. Gígur myndaðist neðansjávar INDÓNESÍA „Barn “ Krakatá í Indónesíu myndaðist um 45 árum eftir að eldeyjan Krakatá sprakk árið 1883 Anak Krakatá 2 km Anak Krakatá varð til í gosi í öskjugíg semmyndaðist þegar stór hluti Krakatá hrundi árið 1883 Árið 1928 AFP Flúðu Mæðgur í tjaldi fyrir fólk sem flúði heimili sitt vegna flóðbylgjunnar. Næstskæðasta eldgosið » Talið er að eldgosið á Kraka- tá árið 1883 hafi kostað rúm- lega 36.000 manns lífið og sé það næstmannskæðasta í sög- unni. » Mannskæðasta eldgosið varð í Tambora-fjalli í Indó- nesíu árið 1815 þegar um 92.000 manns fórust, sam- kvæmt upplýsingum í bókinni Volcanic Hazards: A Source- book on the Effects of Erupt- ions eftir Russell J. Blong. 71 árs gamall Frakki, Jean-Jacques Savin, hefur lagt af stað frá Kan- aríeyjum í tunnulaga hylki sem hann vonar að reki með haf- straumum yfir Atlantshafið til ein- hverrar af eyjum Karíbahafsins. Hann vonast til þess að komast þannig um 4.500 km leið yfir Atl- antshafið á þremur mánuðum. „Veðrið er frábært og ég færist um tvo eða þrjá kílómetra á klukkustund,“ sagði Savin í síma- viðtali við fréttamann AFP eftir að hafa lagt af stað frá eyjunni El Hierro á Kanarí í fyrradag. Hann bætti við að samkvæmt veðurspám væri útlit fyrir hagstæðan vind að minnsta kosti þar til á sunnudaginn kemur. Savin smíðaði tunnufleyið á þremur mánuðum í bænum Arès í Frakklandi. Það er þriggja metra langt og 2,10 metra breitt. Hann hefst við í sex fermetra rými með koju, eldunaraðstöðu og geymslu. Á gólfi tunnunnar er kýrauga sem gerir honum kleift að fylgjast með fiskum á leiðinni. AFP Tunnufley Jean-Jacques Savin leggur lokahönd á farkostinn. Ætlar að ferðast í tunnu yfir Atlantshafið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.