Morgunblaðið - 28.12.2018, Side 33

Morgunblaðið - 28.12.2018, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2018 33 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Félagsmenn í Félagi skipstjórnar- manna Almennur félagsfundur verður í dag föstudaginn 28. desember kl. 14.00 að Hvammi, sal á jarðhæð Grand Hótels. Léttar veitingar Félagar fjölmennið Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðb. kl. 9-14 Opið hús kl. 9:30- 14, Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S 535-2700. Gullsmári Handavinna kl 9.00 Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 9-13, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 9 -10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Seltjarnarnes Starfsfólk félags og tómstundastarfs eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi óskar ykkur öllum gleðiegrar hátíðar og farsældar á nýju ári og þakkar samstarf og samverustundir á liðnu ári. Athugið að hellt er uppá í kaffkrók í félagsaðstöðunni á Skólabraut alla virka daga kl. 10.30. Almenn dagskrá hefst aftur 3. janúar 2019 skv. eldra dagskrárblaði. Félagsvist verður í salnum 3. jan. kl. 13.30. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 831-8682. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Smá- og raðauglýsingar Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu um stefnumótun, hópa- starf og skylda hluti og kom það í hlut Hrafnhildar að vinna þess- um hugmyndum brautargengi meðal starfsmanna. Við á þessari starfsstöð áttum síður von á því, að hjúkrunar- fræðingurinn úr Mosfellsbæ yrði fyrir valinu til þessara verkefna og var því nokkur spenna og eft- irvænting meðal starfsmanna, þegar Hrafnhildur hóf störf hjá okkur. Starfsfólkið var þó samhent í því að hún fengi fljúgandi start og var frá byrjun einlægt í við- leitni sinn við að taka þátt í verkefninu með Hrafnhildi. Hafi einhverjir efast um getu og færni hins nýja yfirmanns til að koma á breytingum og til- einka sér ný sjónarmið með starfsfólkinu, þá kom strax í ljós, að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Hrafnhildur var frá byrjun staðföst og skipulögð en um leið alúðleg og gætti að vel- ferð starfsmanna. Jafnframt sinnti hún sjúkling- um í sínu erilsama stjórnunar- starfi og sýndi við það bæði leikni og áhuga á mannlegum samskiptum. Það var því beygður hópur, sem tók við fréttum af því sl. vor, að Hrafnhildur hefði veikst að nýju af erfiðum sjúkdómi og ætti ekki afturkvæmt fyrr en að ári. Það var okkur nokkur bót, að Elsa Margrét læknanemi á síðasta ári og dóttir hennar var hjá okkur í vinnu sl. sumar og reyndist ekki eftirbátur mömmu sinnar í hlýlegri framkomu og samviskusemi. En við gerðum alltaf ráð fyrir að batinn kæmi í rás tímans og því var það algerlega óvænt áfall, þegar við fréttum af and- láti Hrafnhildar á dögunum. Við erum þakklát fyrir þann tíma, sem hún var á meðal okkar á Heilsugæslunni í Mjódd og sendum ástvinum og sérstaklega eiginmanni og börnum samúðar- kveðjur okkar. Starfsmenn Heilsugæslunnar í Mjódd, Sigurbjörn Sveinsson. Tvær fimm ára hnátur í Hafnarfirði kynnast í gegnum feður sína sem dvöldu við nám í Bandaríkjunum. Þegar önnur fjölskyldan ákveður að flytja alfarið til Bandaríkjanna þótti tilvalið að hnátan í Ameríku myndi skrifa þeirri á Íslandi reglulega bréf til að halda við íslenskunni. Þessi ákvörðun foreldranna lagði grunn að yfir 50 ára vináttu- sambandi á milli okkar Hrafn- hildar. Að fara á milli heimsálfa var auðvelt því feðurnir störfuðu í fluginu, það voru þess vegna ófáar ferðir á milli okkar sem styrkti enn frekar vináttuna. Við fylgdumst að alla barnæskuna, hér á Íslandi í útilegum eða veiðiferðum, í Ameríku úti að veiða eldflugur eða að busla í sundlauginni í garðinum. Við urðum unglingar, urðum skotn- ar í strákum. Fórum saman á Rauðhettu um verslunarmanna- helgar, þvældumst um Manhatt- an, fórum á tónleika, drukkum Strawberry daiquiri, þvílíkir heimsborgarar. Svo auðvitað urðum við fullorðnar, ég skutl- aðist eftir Habbý í Nóatúnið til Elsu ömmu og Sigurðar afa á appelsínugula Mininum okkar Hjartar þegar hún kom til landsins, við héldum matarboð með vinum og fórum á tjúttið, Habbý féll vel inn í vinahópinn og þegar hún kynntist Hilla og fluttist alfarið til Íslands varð enn meiri samgangur. Við byggðum okkur hús í Setberg- inu í Hafnarfirði á sama tíma, áttum börnin okkar á svipuðum tíma og við Habbý fórum báðar í heilbrigðistengt nám. Leiðir okkar áttu líka eftir að liggja saman í vinnu, fyrst á Hrafnistu og svo á Heilsugæslunni, en eftir að við urðum báðar stjórn- endur í oft á tíðum þungum störfum var á báða bóga gott að geta hringt í vin, speglað og fengið góð ráð. Við fylgdumst með börnum okkar beggja í blíðu og stríðu, fórum saman í gegnum margt gott og líka erfitt eins og við er að búast í heilu lífi. Eftir að Habbý og Bensi kynntust og fóru að búa fluttu þau enn nær okkur og við feng- um að fylgjast með Sigurði litla sem Habbý var svo stolt af. Eins og oft vill verða í erli dags- ins hittumst við sjaldnar seinni árin, en þó höfum við haft það fyrir fastan sið síðustu 11 árin nokkrar vinkonur af heilsugæsl- unni að hittast í jólalok í minn- ingu móður minnar, sem vann einnig með okkur þar, það verð- ur tómlegt hjá Súpuhóp Sissu núna, en minningarnar verða okkur Siggu, Gyðu og Fjólu dýr- mætar. Elsku vinkona, það verður ótrúlega skrýtið fyrir okkur Hjört að fá ekki lengur símtöl frá þér sem gátu varað í nokkra klukkutíma, fara ekki meira yfir málin, hittast ekki meira, hlæja ekki meira saman og gráta ekki meira saman. Góða ferð, við vitum að Elsa amma og Sigurður afi hafa tekið vel á móti þér. Hrönn Ljótsdóttir og Hjörtur Geir Björnsson. Með sorg í hjarta kveðjum við kæran samstarfsmann og vin, Hrafnhildi Halldórsdóttur. Hrafnhildur hóf störf á heilsugæslunni sem hjúkrunar- fræðingur árið 1995. Starfsfer- ilinn byrjaði hún sem hjúkrun- arfræðingur á heilsugæslunni í Sólvangi þar sem hún meðal annars sinnti heilsuvernd skóla- barna og vann ákveðið frum- kvöðlastarf í heilsuvernd í fram- haldsskólum. Árið 2007 lá leið hennar yfir í heilsugæsluna í Mosfellsbæ þar sem hún tók við stöðu yfirhjúkrunarfræðings. Árið 2015 tók hún síðan við stöðu svæðisstjóra við heilsu- gæsluna í Mjódd. Hrafnhildur var mikill fag- maður, réttsýn á þarfir skjól- stæðinga og úrræðagóð við lausn vandamála. Hún tók virk- an þátt í gæða- og þróunarstarfi og lagði sitt af mörkum til að gera þjónustu heilsugæslunnar sem besta. Hrafnhildur sýndi bæði hug- rekki og dug í nýju stjórnskipu- lagi heilsugæslunnar og leiddi heilsugæslustöðina í Mjódd í fararbroddi í átt að bættri þjón- ustu. Hrafnhildur kom einnig að þróun sérnáms í heilsugæslu- hjúkrun og sem lærimeistari átti hún stóran þátt í að handleiða og styrkja heilsugæsluhjúkrun- arfræðinga framtíðarinnar. Hrafnhildur var hrókur alls fagnaðar þegar kom að sam- verustundum meðal félaga, þar náði hún með einstakri frásagn- argleði og kímnigáfu að gæða lífi hversdagslega hluti þannig að úr varð hin mesta skemmtun fyrir okkur hin. Hrafnhildur var tvímælalaust einn af lykilstarfsmönnum heilsugæslunnar. Hugur okkar er hjá fjölskyldunni um leið og við minnumst hennar með hlý- hug í hjarta. Fyrir hönd samstarfsfólks Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri, Þórunn Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ragnheiður Ósk Erlends- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í dag kveðjum við Hrafnhildi, góðan vinnufélaga, sem starfaði með okkur á heilsugæslunni í Mosfellsumdæmi í 9 ár, lengst af sem yfirhjúkrunarfræðingur en síðar sem svæðisstjóri og fagstjóri hjúkrunar. Það kom fljótlega í ljós að Hrafnhildur var kraftmikill og öflugur stjórnandi sem fyrst og fremst hafði velferð og vellíðan skjól- stæðinga sinna að leiðarljósi. Hrafnhildur var skipulögð, ákveðin og fylgin sér sem nýtt- ist henni vel í starfi og með út- sjónarsemi og hugmyndum lagði hún grunn að fjölmörgum þátt- um til úrbóta í starfsemi heilsu- gæslunnar. Hrafnhildur bar hag sam- starfsfólks fyrir brjósti og lagði áherslu á góð og fagleg sam- skipti manna á milli. Hún var einnig virk og áhugasöm í að skipuleggja við- burði og taka þátt í afþreyingu starfsmanna. Menntun og endurmenntun var henni hug- leikin og var hún ötul í að hvetja samstarfsfólk sitt til að afla sér aukinnar menntunar. Hún var ein þeirra sem tók þátt í að koma á fót klínísku námi heilsu- gæsluhjúkrunarfræðinga á veg- um Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins í samvinnu við Háskólann á Akureyri og kenndi hún þar fyrstu nemendum sem fóru í námið. Þetta var mikið framfaraskref fyrir hjúkrun inn- an heilsugæslunnar. Hrafnhildur var samstarfs- fólki góð fyrirmynd, hún var lífsglöð, jákvæð og ósérhlífin í störfum sínum, hún var svo sannarlega hjúkrunarfræðingur af lífi og sál og hennar er sárt saknað af samstarfsmönnum. Við minnumst Hrafnhildar með hlýhug og virðingu og send- um fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. samstarfsfólks heilsu- gæslunnar í Mosfellsumdæmi, Svanhildur Þengilsdóttir. Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.