Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 41 milli aðalmeðferða var notað LSD-próf (e. Fisher´s Least Significant Difference tests) til að skoða mun milli einstakra meðferðarliða (þ.e. mismunandi dag- setninga eða mismunandi styrkleika eiturs innan aðalmeðferðar). NIÐURSTÖÐUR Skógarkerfill í vegköntum: Talning skógarkerfilsbrúska í vegköntum með- fram stofnbrautum í fimm sveitarfé- lögum í Eyjafirði sýndi að á sex ára tímabili frá 2005 til 2011 hafði brúsk- unum fjölgað um 62%, eða úr 2,1 upp í 3,4 á hvern ekinn kílómetra að meðal- tali. Þegar horft var sérstaklega til tveggja landmestu sveitarfélaganna, Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar, mátti sjá að á þessu sex ára tímabili hafði skógarkerfli fjölgað um 19% í Eyja- fjarðarsveit og um 55% í Hörgársveit. Gróðurgreining og þekjumat í út- tektarreitum: Úttekt á gróðurþekju skógarkerfilsreita víðsvegar um Eyja- fjörð sýndi að endurtekin úðun með glýfosati í 3–4 ár í röð, áður en matið fór fram virtist skila árangri. Þekja skógar- kerfils haustið 2011 var minni (12%) en í reitum sem einungis höfðu verið úð- aðir í eitt eða tvö ár (1. tafla). Í reitum sem höfðu verið úðaðir tvisvar áður en matið fór fram var þekja skógarkerf- ils um 55% en um 85% í reitum sem einungis höfðu verið úðaðir einu sinni. Endurtekna úðunin virtist því skila ár- angri á þann hátt að skógarkerfill hop- aði, að minnsta kosti tímabundið, og 5. mynd. Ljósmyndir og gróðurgreining á gróðurþekju reita sem úðaðir höfðu verið annars vegar 1x og hins vegar 3-4 sinnum í jafnmörg ár fyrir úttekt. Úttekt var gerð 4 sinnum yfir vaxtartímabilið á árinu 2011. Photos showing the vegetation cover of plots where herbicide had been sprayed once and 3-4 times. The evaluation was made during the growing season of year 2011. 1. tafla. Meðaltal af hlufallslegri þekju gróðurs í reitum (n=4) víðsvegar um Eyjafjörð sem höfðu fengið eina, tvær eða 3-4 úðanir á jafnmörgum árum. Byggt á úttekt sem fram fór 26. júlí 2011. – The average cover of vegetation plots (n=4) in Eyjafjördur after one, two or 3-4 times app- lication of herbicide. Data from 26th of July 2011. 2. maí 2011 1x ú ðu n / he rb ic id e 3- 4x ú ðu n / he rb ic id e 22. júní 2011 26. júlí 2011 9. september 2011 Skógarkerfill / Anthriscus sylvestris Klóelfting / Equisetum arvense Njóli / Rumex longifolius Túnfífill / Taraxacum spp. Engjamunablóm / Myosotis scorpioides Ætihvönn / Angelica archangelica Varparsveifgras / Poa annua Akurarfi / Stellaria graminea Lokasjóður / Rhinanthus minor Túnsúra / Rumex acetosa Vallhumall / Achillea millefolium Lindadúnurt / Epilobium alsinifolium Blóðarfi / Polygonum aviculare Hófsóley / Caltha palustris Haugarfi / Stellaria media Sina og mold / litter and soil *Þekja minni en 5% / Cover less than 5% 100 85 15 55 20 * * * * 20 12 17 12 * * 16 15 * * 7 * * * * 12 Án úðunar Control Ein úðun 1x herbicide Tvær úðanir 2x herbicide 3-4 úðanir 3-4x herbicide Gróðurþekja / Cover (%)

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.