Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 36

Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 36
Það hefur verið mjög spenn-andi upplifun að vera nemi hjá Ístaki, dagarnir eru fjölbreyttir, vinnan skemmtileg, maður fær góða hreyfingu og er aldrei að gera það sama,“ segir Lárus Helgi Þorsteinsson, húsa- smíðanemi hjá Ístaki. Lárus Helgi vinnur þessa dagana við nýbyggingu Sorpu á Álfsnesi. „Það er gaman að sjá húsið rísa og árangur af verkum sínum. Hér læri ég réttu handtökin af reyndum húsasmiðum sem segja mér fyrir verkum og leiðbeina mér í hví- vetna. Í skólanum fékk ég góða reynslu af hvers kyns vinnu með verkfæri og vinnuvélar en þegar maður fer á vinnusvæði til að nýta sér allt sem maður lærði í skól- anum öðlast maður meiri skilning á því hvað maður var að læra og hvers vegna,“ segir Lárus sem unir hag sínum vel hjá Ístaki. „Ég er afskaplega ánægður, hér er vel tekið á móti nemum, maður fær að vinna með reyndum mönnum sem kunna fagið upp á tíu og vel er hlúð að iðnnemum,“ segir Lárus sem ákvað að söðla um og fara í húsasmíði eftir tveggja ára nám á náttúrubraut í Flensborg. „Eftir að hafa komist í að smíða geymslur hjá vinafólki fann ég hvað smíðin var þúsund sinnum skemmtilegri en bóknámsbrautin. Ofan á allt er svo pabbi smiður svo ætli ég sé ekki með húsasmíðina í genunum,“ segir Lárus sem útskrifast sem sveinn um næstu jól. Ánægjuleg fylgd út í lífið Árni Geir Sveinsson, húsasmíða- meistari og byggingariðnfræðing- ur, er meistari Lárusar hjá Ístaki. „Mín reynsla er að iðnnemar skili sínu vel og Lárus er áhugasam- ur og duglegur og nýtist vel í þau verk sem fyrir hann eru lögð,“ segir Árni Geir um Lárus sem verður í þjálfun hjá Ístaki í átján mánuði. „Á starfssamningi læra iðnnem- ar rétt handtök á vinnusvæðum bygginga og standa eftir sem góðir iðnaðarmenn í lok samningsins. Á vinnusvæðum steyptra nýbygg- inga og við byggingu timburhúsa lærast ólík vinnubrögð við hús- byggingar og nemarnir komast í vinnuumhverfi ólíkt því sem þeir áttu að venjast í verknámi sínu í skólanum þar sem þeir lærðu að umgangast vélar, tól og tæki,“ segir Árni Geir sem nýtur þess að geta leiðbeint iðnnemum sínum hjá Ístaki. „Upp til hópa eru iðnnemar áhugasamir og vinnusamir. Það er ánægjulegt að geta boðið þeim starfssamning svo þeir fái lokið sveinsprófi og geti haldið út í atvinnulífið sem fullgildir iðnaðar- menn. Ég hvet því fyrirtæki til að taka til sín iðnnema, ekki síst ef þau vilja stuðla að því að enn fleiri ungmenni sæki um iðnnám.“ Flottustu starfsgreinarnar Ístak leggur mikið upp úr því að fá til sín iðnnema. „Við teljum lífsnauðsynlegt fyrir okkur og samfélagið að fá góða iðnmenntaða einstaklinga út á vinnumarkaðinn og höfum tekið við nemum í vélvirkjun, járnsmíði, rafvirkjun, múraraiðn og meira að segja námusvein frá Grænlandi, en þar eru jarðvegsiðnaðarmenn sérmenntaðir fyrir námuiðnaðinn. Menntun námusveinsins hefur nýst okkur vel og hann hefur notið þess að koma til Íslands á starfssamning þar sem við höfum kennt honum margt hvað varðar vegavinnu og almenna jarðvinnu,“ upplýsir Bjarki Þór Iversen, mann- auðsstjóri hjá Ístaki. „Við viljum fá til okkar iðnnema því við teljum að þeir læri mikið af því að starfa við hlið reyndra iðnaðarmanna. Að auki erum við stórt fyrirtæki með dreifð verkefni og getum boðið upp á fjölbreytni sem við teljum mikinn kost fyrir nemana.“ Bjarki segir Ístak leggja sig fram við að taka á móti öllum iðnnem- um sem sækjast eftir því að fara á starfssamning hjá fyrirtækinu þótt það geti eðlilega ekki tekið við öllum. „En almennt viljum við vera með rétt hlutfall af iðnnemum, einfald- lega vegna þess að við getum það en líka vegna þess að faggreinar iðnaðarmanna eru okkar lifibrauð og samfélagsins. Það er frábær menntun að vera iðnaðarmaður og ég á erfitt með að sjá fyrir mér flottari starfsgreinar en iðnaðar- fólk. Það er enginn hægðarleikur að verða góður iðnaðarmaður og það er handverk sem verður ekki af manni tekið. Við viljum því fá iðnnema í öllum tilvikum því það er okkar hagur. Því segi ég: Áfram iðnnemar!“ Áfram iðnnemar! Ístak sér mikinn hag í því að taka sem flesta iðnnema á samning, enda sé lífsnauðsynlegt fyrir fyrirtækið og íslenskt samfélag að fá góða iðnmenntaða einstaklinga á vinnumarkaðinn. Lárus og Árni Geir við nýbyggingu Sorpu í Álfsnesi. MYND/ANTON BRINK 10 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RVERKIÐN Styðjum við bakið á íslenskum iðnnemum Við óskum keppendum góðs gengis og vonum að ekkert fari múrskeiðis RAFMENNT – fræðslusetur rafiðnaðarins annast verkefni er varða menntamál rafiðnaðarmanna, allt frá upphafi náms til loka meistara- skóla, og endurmenntun þeirra sömuleiðis. RAFMENNT varð til árið 2018 við sameiningu Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins í því skyni að auka þjónustu við félagsmenn  og gera framboð menntunar og fræðslu enn fjöl- breyttara og markvissara. Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka eiga og reka RAFMENNT í sameiningu. Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • rafmennt.is • sími 540 0160 RAFMENNT er máttur Dagbjört Elín Ármannsdóttir, nemi í rafv irkjun, og Helgi Már Valdimarsson rafiðnfræðingur a ð störfum. 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -8 6 4 8 2 2 8 E -8 5 0 C 2 2 8 E -8 3 D 0 2 2 8 E -8 2 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.