Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 12
Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Lýsing Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 8. apríl 2019. Lýsingin er aðgengileg á landsskipulag.is. Nálgast má prentað eintak hjá Skipulagsstofnun. Allir eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum um nálgun og efnistök til Skipulagsstofnunar. Frestur til að koma á framfæri ábendingum er til 8. apríl 2019. Ábendingar þurfa að vera skriflegar og geta borist bréfleiðis, með tölvupósti á landsskipulag@skipulag.is, eða á athugasemdagátt á landsskipulag.is. Kynningar- og samráðsfundir Öllum sem áhuga hafa er jafnframt boðið til kynningar- og samráðsfunda á eftirtöldum tímum. Þar gefst tækifæri til að kynna sér hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu og taka þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Borgarnesi Ísafirði Selfossi Reykjavík Akureyri Egilsstöðum Blönduósi 18. mars 19. mars 20. mars 21. mars 25. mars 27. mars 2. apríl kl 15-17 kl 14-16 kl 15-17 kl 15-17.30 kl 15-17 kl 15-17 kl 15-17 Hjálmakletti Hótel Ísafirði Tryggvaskála Nauthóli Hofi Hótel Héraði Hótel Blöndu Hús opnar 15 mín. fyrir upphaf fundar á hverjum stað Fundinum í Reykjavík verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar Nánari upplýsingar á landsskipulag.is Allir velkomnir Lýsing er kynnt samkvæmt 11. gr. skipulagslaga og 16. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu. SKIPULAG UM LOFTSLAG, LANDSLAG OG LÝÐHEILSU Skipulagsstofnun - Borgartúni 7b - 105 Reykjavík Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is lakaðu á eð lök g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, ki pir og spe na g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartslá tur g Kvíði g Streita g Pi ringur Einke i agnesí skorts i t.i Ófremdarástand og réttaróvissa í kjölfar dóma 1990 Aðskilnaðarmál Þeir sem Fréttablaðið ræddi við um eftirmál sáttar Jóns Kristjáns- sonar við ríkið muna ekki til þess að Hæstiréttur hafi tekið til við að ómerkja dóma eftir sáttina í Strassborg. Né heldur hafi verið fallist á endurupptöku mála með vísan til þessa máls. Á þessum tíma hafði Mann- réttindasáttmáli Evrópu hvorki verið lögfestur, né var búið að endurskoða mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Borgararnir voru því ef til vill ekki að velta réttindum sínum gagnvart ríkis- valdinu jafn mikið fyrir sér. 1995 Dómarafulltrúamál Í kjölfar dómarafulltrúadómsins ómerkti Hæstiréttur hins vegar alla dóma sem dæmdir höfðu verið af dómarafulltrúa og vísaði þeim aftur heim í hérað til lög- legrar meðferðar. Þau mál sem voru undir áfrýjun og höfðu verið dæmd af full- trúum voru ómerkt og vísað aftur heim í hérað til nýrrar meðferðar. Hins vegar var ekki hróflað við þeim málum sem þegar höfðu verið dæmd í Hæstarétti. 2019 Landsréttarmál Þeir fjórir dómarar sem dómur MDE tekur til hafa kveðið upp 506 dóma og úrskurði frá því rétturinn tók til starfa. Í flestum tilvikum er um úrskurði að ræða en dæmd einkamál eru 110 og sakamál 82 talsins. Í 75 þeirra var hinn ákærði sakfelldur. Búist er við að Hæstiréttur þurfi að ómerkja fjölda dóma og vísa þeim aftur til Landsréttar til nýrrar meðferðar í kjölfar dóms MDE. Þar verði málin tekin aftur fyrir og dæmd af öðrum en þeim fjórum dómurum sem dómurinn tekur til. Gera má ráð fyrir því að fjöldi beiðna um endurupptöku mála verði sendur endurupptöku- nefnd en skilyrði til endurupp- töku hafa verið rýmkuð og taka nú til mála ef verulegur ágalli er talinn hafa verið á málsmeðferð. DÓMSMÁL Það hefur ekki verið fyrir- hafnarlaust fyrir íslenska ríkið að koma málum þannig fyrir í réttar- kerfinu að mál séu flutt í samræmi við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Í þriðja skiptið verða umferðarlaga- brot til þess að kollvarpa íslenska dómskerfinu. Sami maður – sitthvor hattur Árið 1986 lagði maður að nafni Jón Kristjánsson fram kæru til Mann- réttindanefndar Evrópu sem þá hét, á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir sjálf- stæðum og óvilhöllum dómstól. Hann hafði hlotið dóm fyrir að aka yfir gatnamót á rauðu ljósi. Jón vís- aði í kæru sinni til þess að mál hans hefði verið rannsakað af lögreglu- stjóranum á Akureyri og dæmt af sakadómaranum á Akureyri en um einn og sama embættismann var að ræða. Mannréttindanefndin komst ein- róma að þeirri niðurstöðu að þessi skipan samræmdist ekki ákvæði 6. gr. sáttmálans og vísaði málinu til Mannréttindadómstólsins. Alþingi Íslendinga rauk til í kjölfar niðurstöðu nefndarinnar og réðst í heilmiklar kerfisbreytingar og vorið 1989 voru lög um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði sam- þykkt. Ríkið leitaði í kjölfarið sátta við Jón og lauk máli hans í Strass- borg þar með. Lögfræðingar í dómaraþjálfun Með lögunum sem sett voru 1989 voru átta héraðsdómstólar settir á laggirnar og 38 dómarar skipaðir. Flestir við Héraðsdóm Reykjavíkur. Auk dómaranna voru ráðnir þrettán dómarafulltrúar. Í greinargerð með lögunum kom fram að nauðsynlegt væri að við- halda dómarafulltrúastöðunum vegna mikilvægis þess að þjálfa lög- fræðinga í dómaraverkum. Var nú kyrrt um hríð og Hæsti- réttur gerði ekki athugasemdir við hina nýju skipan mála í bili. Vorið 1995 skipti rétturinn hins vegar snögglega um gír. Og aftur var það umferðarlagabrot sem skók kerfið. Maður var dæmdur fyrir brot á reglum um hámarksöxulþunga bifreiða. Það var dómarafulltrúi við Héraðsdóm Austfjarða sem kvað upp dóminn yfir manninum. Hann vildi ekki una því að fulltrúi í stað skipaðs dómara dæmdi sig til refsingar. Hæstiréttur féllst á málsástæður mannsins, sem voru meðal annars þær að ráðningarkjör dómarafull- trúa sem ekki voru æviráðnir, eins og skipaðir dómarar, fælu það í sér að dómsmálaráðherra gæti afturkallað löggildingu þeirra og vikið þeim úr starfi án þess að bera það undir dómstóla. Framkvæmdarvaldið gæti því með áhrifum sínum og ráð- stöfunum bundið enda á ráðningu þeirra með skömmum fyrirvara. Af þessum sökum væri ekki tryggt að dómarafulltrúi væri óvilhallur eins og ákvæði stjórnarskrár og Mann- réttindasáttmálans áskilja. Dómurinn kom ýmsum á óvart enda hafði Hæstiréttur ekki gert athugasemdir við dóma fulltrúanna fram að þessu. Á það er hins vegar að líta að þegar þessi dómur gekk var ár liðið frá lögfestingu Mannrétt- indasáttmálans og samþykkt nýrra mannréttindaákvæða í stjórnarskrá handan við hornið. Ekki er ólíklegt það hafi haft áhrif. Í kjölfar dómsins þurfi að taka upp aðskilnaðarlögin og binda enda á dómaraþjálfun lögfræðingastétt- arinnar og skipa þá dómara, enda talið eftir nýja dóminn að dómara- fulltrúarnir gætu ekki að óbreyttum lögum sinnt neins konar dómstörf- um. Þegar dómur féll var ný löggjöf um framtíðarskipan dómsmála í undirbúningi hjá réttarfarsnefnd en dómsmálaráðherra taldi nauð- synlegt að bregðast strax við, „til að koma í veg fyrir að ófremdarástand skapist hjá héraðsdómstólunum þar til tími vinnst til að gera endanlegar tillögur um dómstólaskipan“. Með lögunum var samþykkt að dómsmálaráðherra gæti skipað dómarafulltrúa til að framkvæma dómsathafnir í umboði dómara og að um brottvikningu þeirra giltu sömu ákvæði og um skipaða dóma. Vildu auka verndina enn Og var nú kyrrt lengi eða allt þar til menn fóru að huga að rétti manna til að fá dóma endurskoðaða að öllu leyti á æðra dómstigi, en allt þar til Landsrétti var komið á var ekki unnt að fá sönnunarfærslu í hér- aði endurskoðaða fyrir Hæstarétti. Markmið millidómstigsins var ekki síst að uppfylla skilyrði Mannrétt- indasáttmálans um þessa endur- skoðun. Það tókst þó ekki betur en svo að skipun þeirra dómara sem úr þessu áttu að bæta hefur verið dæmd ólögmæt og í andstöðu við 6. gr. sáttmálans. Það er ef til vill óþarft að taka það fram en enn og aftur var það umferðarlagabrot sem varð kerfinu að falli. adalheidur@frettabladid.is Þrjú umferðarlagabrot sem skekið hafa kerfið Í þriðja skiptið hefur umferðarlagabrot valdið usla í réttarkerfinu. Aðskiln- aðarmálið og dómarafulltrúamálið leiddu af sér betri dómstólavernd fyrir borgarana í tímans rás. Lærdómar Landsdómsmálsins eiga eftir að koma í ljós. — M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —6 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . M A R S 2 0 1 9 Mmm ... bestur núna! 269 kr.kg Ananas ferskur Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. DÓM S M ÁL Dómsmálaráðherra sýndi gildandi reglum algjört skeytingarleysi við val á dóm- araefnum við Landsrétt  sam- kvæmt  dómi  Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Ofan á brot ráðherra kom svo hin gallaða málsmeðferð á Alþingi og brot á þeirri málsmeðferð sem löggjafinn setti sjálfur upp til að sporna við áhrifum framkvæmd- arvaldsins og f lokkspólitískum áhrifum á skipan dómsvaldsins. Brot ráðherra við meðferð máls- ins og alvarlegir  gallar á máls- meðferð Alþingis brutu í bága við kjarna þeirrar grunnreglu réttarrík- isins að skipan dómstóla sé ákveðin með lögum. Hinir alvarlegu gallar á málsmeðferðinni  voru að mati dómsins  til þess fallnir að skaða það traust sem dómstólar í lýð- ræðislegu samfélagi þurfa að njóta meðal almennra borgara. Hæstiréttur er líka gagnrýndur í dóminum fyrir  niðurstöðu sína í máli kærandans. Þar sem skipun dómsins var ekki í samræmi við lög hafi brot gegn 6. gr. um rétt- láta málsmeðferð legið fyrir og því óþarft að leggja mat á hvort kærandinn hafi fengið réttláta málsmeðferð, þrátt fyrir galla á málsmeðferðinni. Það brást hjá Hæstirétti við meðferð málsins að mati MDE. – aá / sjá síðu 6 Skellur frá Strassborg Allar greinar ríkis- valdsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mann- réttindadómstóls Evr- ópu. Brotið gegn kjarna grundvallarreglna réttarríkisins. Í húfi er trúnaðartraust borgara á dómstólum í lýðræðis- legu samfélagi. BRETLAND Bretland Samningur ríkisstjórnar Theresu May, breska forsætisráðherrans, við ESB um útgöngu Breta úr sambandinu var felldur öðru sinni á breska þing- inu í gærkvöldi. Alls greiddi 391 atkvæði gegn samningnum en 242 með. Fyrir um tveimur mánuðum felldi þingið samninginn með 230 atkvæða mun. Eftir að hafa átt í viðræðum við ESB í millitíðinni náði May vissulega að sannfæra tugi þingmanna. Komst þó hvergi nærri því að sannfæra nógu marga. Íhaldsf lokkurinn var sem fyrr klofinn í málinu. Þá greiddi Lýð- ræðislegi sambandsf lokkurinn, sem ver minnihlutastjórn Íhalds- f lokksins vantrausti, atkvæði gegn samningnum á ný. Eftir að niðurstöður lágu fyrir tók May til máls og sagði að rétt eins og hún hefði lofað f yrir tveimur vikum myndi fara fram umræða og atkvæðagreiðsla um að yfirgefa ESB án samnings í dag. Afstaða ríkis stjórnarinnar væri sú að samningslaus útganga væri sjálfgefin nema þingið samþykki samning. Ef breska þingið samþykkir samningslausa útgöngu í dag verður það formlega að stef nu bresk a ríkisins, samkvæmt því sem May sagði í gær. Ef ekki munu þi ng men n g reiða a t k v æ ð i á fimmtudag um að hef ja við- ræður við ESB um að fresta útgöng udeg i, 29. mars, að öllu óbreyttu. – þea Samningur felldur á ný LÍFIÐ „Ég verð fimmtug eftir mánuð og fyrir ári síðan ákvað ég að ná þremur markmiðum fyrir afmælið. Í fyrsta lagi ætlaði ég að safna hári. Það hefur tekist. Ég ætlaði líka að koma mér í form og það gengur ágætlega,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrr- verandi borgarfulltrúi. Guðfinna ætlar að léttast um tíu kíló fyrir fimmtugt. Þegar mán- uður er til stefnu er hún viss um að tak- markið náist. Með ketó-lífsstílnum.  „Þetta er svo mikil fita sem ég borða, aðallega lax, ost a r, eg g, majónes og rjóma.“ – þþ / sjá síðu 22 Safnar hári og tapar kílóum MARKAÐURINN Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira sem er í dag sölu- hæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra króna. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segir það stóran áfanga fyrir fyrirtækið að hefja klínískar rannsóknir. – hae / sjá Markaðinn Fyrsta lyfið hjá Alvotech er nú til rannsóknar 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 2 -9 F 8 0 2 2 9 2 -9 E 4 4 2 2 9 2 -9 D 0 8 2 2 9 2 -9 B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.