Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 34
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Edda Heildverslun var stofnuð árið 1932 og hefur því þjónustað fyrirtæki með lín og
aðra vefnaðarvöru í 86 ár. Undan
farna áratugi hefur Eddan verið
leiðandi í sölu á hótellíni og þjón
ustar í dag stærstu hótel landsins.
Árið 2005 varð Eddan hluti af Rún
Heildverslun, sem hefur sérhæft
sig í innflutningi og sölu á fatnaði.
Undanfarin ár hefur mikil aukning
orðið í sölu á starfsmannafatnaði
inn í hótel og veitingageirann en
viðtökur markaðarins hafa verið
frábærar.
Allt lín fyrir hótelherbergið
Helga Ragnarsdóttir, sölu og inn
kaupastjóri hjá Eddu Heildverslun,
segir fyrirtækið bjóða upp á flest
það sem hótelherbergið þarfnast
þegar kemur að líni. „Stærstu
vöruflokkarnir okkar eru rúmföt,
lök og handklæði en einnig seljum
við mikið af sængum, koddum,
sloppum og ýmsa fylgihluti eins og
púðum og teppum.“
Stærsta vörumerkið sem Edda
selur er Dibella en það er þýskt
framleiðslufyrirtæki sem sér
hæfir sig í framleiðslu á hótellíni
og hefur verið starfandi í áratugi
að sögn Helgu. „Dibella á verk
smiðjur víðs vegar um heiminn og
vörurnar þeirra má finna á ýmsum
hótelum víðsvegar um Evrópu.“
Mikil áhersla er lögð á góða
þjónustu við viðskiptavini enda
þarfir þeirra mjög mismunandi,
segir Helga. „Við leggjum mikla
áherslu á að aðstoða hóteleigendur
við val á rúmfatnaði. Hér ber að
hafa í huga gæðastandard, með
höndlun, endingu og kostnað við
umhirðu. Það er langur vegur frá
því að ein gerð af rúmfötum henti
öllum rekstrareiningum.“
Helga segir heildverslunina hafa
verið duglega síðustu misseri að
bæta inn í alla vöruflokka og geti
því sennilega boðið upp á mesta
úrvalið hérlendis af hótellíni.
„Meðal nýjunga sem við erum að
taka inn á lager má nefna nýjan lit í
straufríu SeerSucker rúmfötunum
sem eru ein vinsælustu settin
okkar, sérstaklega hjá hótelum og
gististöðum sem sjá sjálf um þvott
inn. Þessi sett hafa þann undra
verða eiginleika að krumpast ekki
þótt þau gleymist í þurrkaranum
tímunum saman.“
Samfara miklum vexti í
hótelbransanum undanfarin ár
hafa sérþarfirnar aukist, segir
Helga. „Við erum mjög vel sett
með úrval á allri lagervöru okkar
en við höfum lagt mikla áherslu
á að þjónusta stærri hótelin með
vörur sem eru sérsniðnar að þeirra
þörfum og skapar þeim sérstöðu
um leið. Sérpantanir eru því klár
lega eitthvað sem er að aukast
hratt.“
Starfsmannafatnaður í úrvali
Rún Heildverslun býður upp á
starfsmannafatnað fyrir f lest fyrir
tæki á íslenskum atvinnumarkaði
að sögn Þórhildar Vilhjálmsdóttur,
sölu og innkaupastjóra starfs
mannafatnaðar. „Við erum með
marga stóra birgja þannig að það
er fátt sem við getum ekki leyst eða
útvegað. Stærsti viðskiptamanna
hópur okkar eru hótel og veitinga
hús en auk þess sinnum við aðilum
úr viðskiptalífinu, t.d. bílaleigum,
fasteignasölum, bönkum sem og
starfsfólki hins opinbera. Í raun
má segja að við sinnum öllum
þeim sem eru í framlínu fyrirtækja
og þurfa að koma vel fyrir.“
Þjóna og móttökufatnaðurinn
er vinsælasti starfsmannafatnaður
en hann samanstendur af skyrt
um, jakkafötum, eða drögtum og
oft vesti innan undir. „Við eigum
þessar vörur á lager í fjórum til
fimm litum og öllum stærðum
og sniðum. Allir, jafnt smáir sem
stórir, ættu að geta fundið eitthvað
hjá okkur.“
Þórhildur segir enga kröfu um
lágmarksmagn í pöntunum og
viðskiptavinir þurfi ekki að skuld
Þórhildur Vilhjálmsdóttir, sölu- og innkaupastjóri starfsmannafatnaðar (t.v.), ásamt Helgu Ragnarsdóttur, sölu- og innkaupastjóra Eddu Heildverslunar.
Rúmföt, handklæði, sængur og koddar eru vinsælustu hótelvörurnar.
binda sig til margra ára. „Markmið
okkar er fyrst og fremst að veita
það góða þjónustu að fyrirtækin
kjósi að halda tryggð við okkur.
Við bjóðum upp á mjög stuttan
afgreiðslutíma, oftast samdægurs,
þar sem við eigum flestar vörur á
lager. Klæðskerameistari og klæð
skeri okkar sjá um allar máltökur
og mátanir ásamt því að ráðleggja
um samsetningu og heildarútlit
fyrir starfsfólk. Einnig bjóðum við
upp á allar nauðsynlegar fata
breytingar, merkingar og annað
sem til fellur. Sé þörf á að mæta á
staðinn gerum við það að sjálf
sögðu.“
Meðal nýlegra vara má nefna
J. Harvest & Frost skyrtumerkið
Við leggjum mikla
áherslu á að
aðstoða hóteleigendur
við val á rúmfatnaði. Hér
ber að hafa í huga gæða-
standard, meðhöndlun,
endingu og kostnað við
umhirðu.
Helga Ragnarsdóttir
sem Rún er nýbúin að taka í
sölu. „Skyrturnar eru sérhann
aðar fyrir atvinnulífið og koma
með mörgum skemmtilegum
smáatriðum. Þær eru straufríar og
allir elska straufríar skyrtur, er það
ekki? Birgjarnir okkar eru mjög
duglegir við að uppfæra línurnar
sínar og koma með nýjungar.
Má þar t.d. nefna sænska merkið
Segers sem er framarlega í f lokki
fyrir nýtískulegan og spennandi
kokka og þjónafatnað,“ segir Þór
hildur að lokum.
Til vinstri má fjá
flottan kokka-
og þjónafatnað
frá Segers.
Fyrir neðan er
sýnishorn af
fínni starfs-
mannafatnaði
fyrir starfsfólk
í framlínu fyrir-
tækja.
2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RALLT FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS
1
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
2
-C
B
F
0
2
2
9
2
-C
A
B
4
2
2
9
2
-C
9
7
8
2
2
9
2
-C
8
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K