Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 36
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Mikið úrval af matvöru, sérvöru og fatnaði fyrir hótel og veitingahús. Kynnið ykkur úrvalið í vefverslun á heimasíðu okkar, www.asbjorn.is. Ásbjörn Ólafsson ehf. - Köllunarklettsvegi 6 - 104 Reykjavík - Sími: 414-1100 - www.asbjorn.is Þótt aukist hafi að fólk dvelji í leiguíbúðum (Airbnb) á ferðalögum þá kjósa flestir að dvelja á hótelum eða gistiheim- ilum. Sumir velja lúxus og greiða meira fyrir dvölina á meðan aðrir vilja spara í hótelkostnaði. Það eru þó allir sammála um nokkra nauðsynlega hluti sem þurfa að vera í lagi á hótelum. Samkvæmt könnun sem hotels.com gerði eru fimm hlutir sem skipta fólk mestu máli þegar hótel er valið. Hreinlæti er þar í fyrsta sæti og gott viðmót starfsfólks. Því meira sem fólk ferðast, þeim mun frekar gerir það kröfur um góðan aðbúnað á hótelum eða gististöðum. Þráðlaust internet er nauðsynlegt hjá flestum og sömu- leiðis góður morgunverður. Það eru þó ekki þessi tvö atriði sem reyndust mikilvægust í könnun hotels.com. Fólk vill koma að hreinu her- bergi með góðu baðherbergi. Sturtan þarf að vera hrein og sömuleiðis salernið. Það vill eng- inn sjá raka í veggjum, sveppi eða jafnvel lifandi pöddur í hótelher- bergjum. Vingjarnlegt starfsfólk virðist skipta miklu máli hjá ferðamönn- um. Þegar tekið er á móti fólki með brosi á vör hefur það mikið að segja. Þá skiptir rúmið verulega miklu máli. Gott rúm með þægi- legum rúmfötum er númer þrjú á listanum. Fólk vill góða hvíld á ferðalögum. Staðsetningin er sömuleiðis mikilvæg. Það getur verið dýrt að fara á milli staða. Best er að hafa áhugaverða staði í göngufæri eða að minnsta kosti í nálægð við strætisvagna eða neðanjarðar- lestir. Allir ættu að lesa umsagnir á netinu um hótelið áður en það er bókað. Enginn vill borga of mikið fyrir hótelherbergi. Verðið skiptir miklu máli. Dýrari hótel eru ekki alltaf betri kostur því lítil, vinaleg og ódýr hótel geta verið mjög góð. Ef hótelið býður upp á frítt net er það stór bónus. Þá er bent á að hótelherbergi þurfi að hafa góðar innstungur til að hlaða tölvur, myndavélar og síma. Helst þarf slík innstunga að vera nálægt rúminu þar sem marg- ir liggja uppi í því með símann eða nota hann sem vekjaraklukku. Þá vilja þeir hafa símann við höndina þótt hann þurfi hleðslu. Mörgum finnst nauðsynlegt að hafa kaffivél á hótelherbergi, til dæmis Nespresso-vél sem lagar kaffi fyrir einn bolla í einu. Sumir vakna snemma og vilja fá sér einn kaffibolla á meðan kíkt er á tölvu- póstinn. Þá vilja margir að boðið sé upp á tannbursta og tannkrem. Fólk gleymir nefnilega oft þessum hlutum. Frítt vatn er líka á lista yfir þá hluti sem fólk nefnir þegar spurt er hvað sé nauðsynlegt á hótelherbergjum. Flestum gremst að þurfa að borga mikið fyrir vatnsflösku. Enginn þarf að hafa áhyggjur af slíkum hlutum hér á landi þar sem vatnið í krananum er ókeypis. Hins vegar væri ágætt að láta fólk vita af því þegar það bókar sig inn. Eitt enn sem fólk nefnir eru myrkvunartjöld ef það vill til dæmis leggja sig að deginum eftir næturflug. Einnig nefnir fólk að hótel ættu eingöngu að vera með púða sem hægt er að þvo. Oft eru skrautpúðar á hótelherbergj- um sem aldrei eru þvegnir. Það sama gildir auðvitað um rúmteppi. Þá ættu að vera næg herðatré í fataskápum á hótelum. Fólk sem er í viðskiptaferð er oft með mismun- andi klæðnað með sér og þarf að hengja betri fötin upp. Þá er einnig nauðsynlegt að hafa góðan stand fyrir ferðatösku. Eitt af því sem er gagnrýnt eru baðherbergi með glerveggjum. Það hefur verið tíska á nýjum hótelum að í stað veggja er komið gler. Flestir vilja hafa klósett- og sturtuferðir prívat þegar tveir gista saman í herbergi. Á sumum hótelum er iPad í boði fyrir gesti til að panta þjónustu. Þá er til dæmis hægt að panta sér morgunmat á herbergið rafrænt eða biðja um að verða vakinn. Einnig ætti að vera hægt að stýra merkingu á hóteldyrunum, til dæmis merkja „ekki ónáða“, með því að ýta á hnapp. Markaðsrannsókn sem gerð var af Brodeur Partners í Boston fór í gegnum meira en 18 þúsund kom- ment á netinu á sex mánaða tíma- bili til að finna út hvað fólk væri helst að gagnrýna. Mikið var rætt um stærð á herbergjum og tækni sem boðið var upp á. Það sem fólk vildi helst að bætt yrði úr var sturtan. Oftar en ekki var of lítið vatnsrennsli úr sturtuhausnum. Jafnvel á fínum og dýrum hótelum var sturtan vonlaus. Sömuleiðis var kvartað yfir of fáum innstung- um til að hlaða símann. Gott morgunverðarhlaðborð gerir gestina glaða með hóteldvöl- ina. Súkkulaðimoli á koddanum kallar á ánægjubros að ógleymdri hamingjustund „happy hour“ á barnum. Það sem gestir vilja hafa á hótelum Hótel skipta máli þegar fólk ferðast um heiminn. Það eru þó einstaka hlutir sem fólk vill umfram aðra. Frítt internet þykir orðið sjálfsagður hlutur en hreinlæti er í efsta sæti þegar kemur að kröfum gesta. Gestir vilja hafa baðherbergið prívat. Gler sem tíðkast í mörgum nýjum hótelum er ekki vinsælt þegar tveir eru saman, jafnvel þótt um pör sé að ræða. Margir vilja geta hellt upp á kaffi á hótelherberginu og hafa það huggulegt. Þessi fimm atriði skiptu ferða- menn mestu máli þegar valin eru hótel: 1 Þrifnaður 2 Vinalegt starfsfólk 3 Gott og þægilegt rúm 4 Góð staðsetning 5 Hagstætt verð 4 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RALLT FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 2 -D F B 0 2 2 9 2 -D E 7 4 2 2 9 2 -D D 3 8 2 2 9 2 -D B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.