Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 40
hafa líka komist á snoðir um ágæti Feel Iceland-húðvaranna. „Á stelpukvöldi með vinkonum mínum úr leikarahópnum settum við á okkur Feel Iceland-maska og þær voru upprifnar af árangr- inum enda húð þeirra geislandi og fersk á eftir. Karlleikararnir eiga enn eftir að upplifa Feel Iceland en ég er viss um að þeir tækju fagnandi að prófa jafn einstaka, hreina og rammíslenska nátt- úruafurð á hörund sitt,“ segir Ragga. Lífsmottó að brosa Röggu er annt um heilsu sína og útlit. „Ég fer í ræktina á hverjum degi, drekk nóg af vatni og reyni að ná sem bestum nætur- svefni, en tökudagar á Vikings eru langir og ég hef varla tíma í annað en örfáar maga- æfingar og armbeygjur á stofu- gólfinu,“ segir Ragga sem hefur notið þess að vera heima á Íslandi undanfarið. „Ég er þakklát fyrir að geta verið aðeins meira heima og ætla að njóta tímans með syni mínum eins og ég get áður en næstu tarnir taka við. Það er margt spennandi á döfinni en því miður má ekki ljóstra því upp enn sem komið er,“ segir Ragga sem eftir leik sinn í Vikings er orðin þekkt andlit víða um heim og með mikið fylgi á Instagram. „Mitt lífsmottó er að brosa. Ef maður er glaður og fæst við það sem drífur mann áfram er hamingjan vís. Ég reyni alltaf að vera jákvæð og jákvæðnin hefur nýst mér best í afreks íþróttum og leiklistinni. Maður ætti líka að vera glaður með að gera hluti sem maður sjálfur ákvað að gera,“ segir Ragga sem keppir enn í sundi sér til gamans. „Maður þarf að njóta þess sem maður fæst við, hafa úthald og gefast ekki upp. Það fer enginn á Ólympíuleika á einni nóttu né fær hlutverk í stærstu sjónvarpsþátt- um heims. Allt tekur tíma og númer eitt að hafa gaman af. Hefði mér ekki þótt gaman að synda hefði ég aldrei farið á Ólympíu- leikana og hefði ég ekki haft gaman af undirbúningsferli Vikings hefði ég aldrei fengið hlutverkið,“ segir Ragga sem er meðvituð um að vera góð fyrirmynd. „Ég hef alltaf reynt að sýna ungu fólki gott fordæmi, sérstaklega stelpum. Með því að kenna þeim að vera sjálfum sér samkvæmar, trúar sjálfum sér og gera hlutina fyrir sig en ekki aðra. Ég vil líka hvetja fólk til að vera glatt og kátt í lífinu og gott við allt og alla; jörðina, dýr og menn. Að hafa jákvætt viðhorf til lífsins gerir allt auðveldara.“ að bera á mig serum finn ég að eitthvað vantar,“ segir Ragga sem undanfarið hefur tekið til í snyrti- vöruskúffunni og lesið innihalds- lýsingar á hinum ýmsu húð-, hár- og snyrtivörum. „Það er ótrúlegt hversu mikið er af aukefnum í húð- og hárvörum og nú legg ég mig fram um að velja hreinar og eiturefnalausar vörur. Feel Iceland- vörurnar eru því frá- bær kostur og þær hafa einnig áhrif á almenna vellíðan. Því mæli ég hiklaust með þeim fyrir alla sem vilja hugsa vel um heilsuna og öðlast heilbrigða og fallega húð, hár og neglur.“ Berst eins og Gunnhildur Ragga er margfaldur Íslandsmeistari í sundi og keppti með landsliði Íslands á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 og í Peking 2008. „Ég hef alla ævi verið í sundi en var staðráðin í að verða leikkona þegar sundferlinum lauk,“ segir Ragga sem fór í leik- listarnám til Los Angeles þegar sonur hennar var ársgamall. „Þar sá ég sjónvarpsþættina Vik- ings í fyrsta sinn og ákvað undir eins að verða mér úti um hlutverk í þeim. Fólk hló að mér þá, rétt eins og það hló að mér þegar ég sagðist ætla á Ólympíuleikana, en ég hef alltaf haldið mínu striki og sé svo sannarlega ekki eftir því að láta engan draga úr þrótti mínum við að elta drauma mína,“ segir Ragga sem í Vikings leikur víkinga- kvendið Gunnhildi, en margverðlaunuð þáttaröðin byggir á Íslendingasög- unum og víkingnum Ragnari loðbrók. Ragga segist eiga margt sameiginlegt með sögupersón- unni Gunnhildi. „Við erum báðar sterkar, ákveðnar og þrjóskar, og mikið er gert úr hæð Gunn- hildar í þáttunum en sjálf er ég 188 sentimetrar á hæð. Gunnhildur er mikil bardagakona og mér finnst ég líka hafa það innra með mér. Ég slæst ekki við fólk, en ég berst eins og ljón við markmið mín og það sem ég ætla mér; æfði til dæmis látlaust til að komast á Ólympíuleikana, rétt eins og Gunnhildur gerir til að vinna sínar orrustur.“ Meðleikarar Röggu í Vikings Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Mér finnst skipta öllu að bjóða sjálfri mér upp á hreinar, íslenskar húð- vörur. Þess vegna elska ég Feel Iceland. Þá veit ég fyrir víst að ég tek inn af bragðs næringu sem gerir mér gott og ég treysti náttúru- legum og virkum innihaldsefnum þeirra vel fyrir húð minni,“ segir leikkonan og sunddrottningin Ragga Ragnars. Ragga kynntist Feel Iceland- húðvörunum fyrst þegar hún tók að sér stórt hlutverk í sjónvarps- þáttunum Vikings sem slegið hafa í gegn um allan heim. „Þá byrjaði ég að nota kollagen sem hreinlega bjargaði húðinni sem varð fljótt undir miklu álagi við tökur á Vikings og frábær árangurinn leyndi sér ekki,“ segir Ragga sem notar nú daglega Feel Iceland-kollagen í duftformi og ber Feel Iceland-serum á andlit sitt. „Ég set svolítið djús í krukku ásamt tveimur matskeiðum af kollagen-dufti og hristi vel. Þetta drekk ég á hverjum degi og oftast með hádegismatnum, en serum ber ég á mig kvölds og morgna. Eftir að hafa borið á mig serum að morgni leyfi ég því að vera á húðinni í tíu mínútur áður en ég set á mig farða, en vanalega er ég ómáluð ef ég þarf ekki í vinnu, á fundi eða annað. Mér finnst bara best að setja á mig serum og leyfa því að vera yfir daginn,“ segir Ragga sem notar maska frá Feel Iceland eitt kvöld í viku. „Maskinn er svona trít af og til. Ég finn mikinn mun um leið og ég er búin að setja hann á mig. Húðin verður ótrúlega fersk.“ Laus við rósroðann Eftir að hafa eignast son árið 2013 varð húð Röggu hrjúfari og í kulda varð vart við rósroða á kinnum hennar. „Húðin hefur verið misslæm síðustu ár og ég hef af og til fengið bólur, þurrk og roða en þar hafa vörurnar frá Feel Iceland gert gæfumuninn. Húðin er slétt og fín áferðar og roðinn hefur minnkað mikið. Það hvarflar því ekki að mér að hætta,“ segir Ragga alsæl með árangurinn. „Húðin er betri en hún hefur verið í langan tíma og það leynir sér ekki hvað Feel Iceland gerir henni gott. Ég hef alltaf átt erfitt með að halda húðinni góðri yfir vetrartímann og finn stóran mun á því hversu góð hún er nú í kuldanum,“ segir Ragga sem hefur nú notað vörurnar frá Feel Iceland í tvö ár og finnur einnig mikinn mun á hári og nöglum. „Eftir langan sundferil og dag- legar æfingar í klórvatni voru neglur mínar orðnar linar og mjúkar en með kollageni urðu þær aftur sterkar og fallegar. Ég set serum líka á axlir og hnén ef ég fæ þurrkubletti. Ég finn auk þess mikinn mun í liðum eftir að ég fór að taka inn kollagen frá Feel Iceland, þótt ég hafi aldrei verið sérstaklega stirð. Ég varð bara létt- ari á mér og þarf nú ekki að teygja eins lengi og áður.“ Treystir á íslenska náttúru Þegar kemur að hreysti og fegurð treystir Ragga meðal annars á nátt- úrulegar húðvörur Feel Iceland. „Ég er rosalega hrifin af því að nota allar vörurnar saman. Mér hefur alltaf reynst auðvelt að muna að taka inn lýsi og vítamín, og eins og með kollagenduftið sem ég gleymi aldrei í dagsins önn. Hins vegar á ég stundum til að gleyma húðrútínunni á kvöldin en ég tek alltaf af mér allan farða fyrir svefninn. Ég mæli því eindregið með því að nota allar vörurnar saman en þá daga sem ég gleymi Framhald af forsíðu ➛ Ragga drekkur kollagen-duft út í djús á hverjum degi og segir árangurinn ekki láta á sér standa enda veiti Feel Iceland-vör- urnar almenna vellíðan, ljóma og fegurð. MYND/RUT SIGURÐARDÓTTIR Á vinstri myndinni má sjá rósroða í kinnum Röggu og til hægri hvernig húðin lítur út í dag. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 3 -0 7 3 0 2 2 9 3 -0 5 F 4 2 2 9 3 -0 4 B 8 2 2 9 3 -0 3 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.