Fréttablaðið - 16.03.2019, Page 44

Fréttablaðið - 16.03.2019, Page 44
Tvær leirlistakonur, þær Kolbrún Sigurðardóttir og María Kristín Óskarsdóttir, opnuðu Leirbakaríið í desember síðastliðnum. „Við tókum á leigu bakarí á Suðurgötunni og þar sem við höldum áfram að baka, bara við aðeins hærra hitastig, lá nafnið beint við,“ segir Kolbrún. Í Leirbakaríinu eru listakon- urnar með vinnustofu og gallerí. Auk þess er þar námskeiðsaðstaða þar sem hópar geta komið, skemmt sér og lært. Ný sýning, Spáðu í bolla, verður opnuð á Írskum vetrardögum nú um helgina. „Við erum báðar að einbeita okkur að bollum þessa dagana. Bollar eru eins og mann- eskjur. Þeir eru ólíkir í lagi og áferð, háir og lágir, grófir og fínir. Ef þú leggur ólíka bolla á borð er gaman að sjá hver tekur hvaða bolla. Við verðum því á þessari sýningu ekki með spádóma í bolla heldur leyfum við fólki að spá í bollunum sjálfum,“ útskýrir Kol- brún. Allir bollarnir eru úr smiðju listakvennanna tveggja. „Bollarnir eru af öllum stærðum og gerðum en við erum að prófa okkur áfram með ólíkar leirgerðir, meðal ann- ars með leir héðan af Vesturlandi,“ segir Kolbrún en sýningin stendur til 30. mars. Írskir vetrardagar Írskir vetrardagar fara fram á Akranesi um helgina. Dagskráin er fjölbreytt og stemningin verður vafalaust skemmtileg. Meðal þess sem boðið verður upp á eru tón- leikar á bókasafni bæjarins en þar verður einnig hægt að sjá sýningu á verkum nemenda í listgreinum í Brekkubæjarskóla. Á sunnudaginn 17. mars, á degi heilags Patreks, verður Kallabakarí með bakkelsi í írsku fánalitunum. Þá verður fjölskyldutími á Smiðjuloftinu og skylmingafélagið Væringjar sýnir sverðfimi og leyfir öðrum að spreyta sig. Landsmót barna- og unglingakóra verður síðan í sal Grundarskóla en von er á 250 þátt- takendum. Nánari upplýsingar um dagskrá írskra vetrardaga er að finna á www.skagalif.is Spáð í bolla á Írskum dögum Írskir vetrardagar verða haldnir á Akranesi um helgina. Dagskráin er fjölbreytt en meðal annars verður opnuð sýningin Spáðu í bolla í Leirbakaríinu á Suðurgötu þar sem kennir ýmissa grasa. Leirlistakonurnar Kolbrún Sigurðardóttir og María Kristín Óskarsdóttir opnuðu Leirbakaríið á Akranesi í desember síðastliðnum. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Bollar eru eins og manneskjur, segja listakonurnar sem eru með sýninguna á Írskum dögum. Sýningin á bollunum stendur til 30. mars. Bollarnir eru misjafnir að lit og lögun. Hvernig ætli sé að spá í þessa bolla? Kannski viljið þið prófa. Frábærir bollar til að hengja upp eins og hvert annað veggskraut. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins Sími 550 5078 / serblod@frettabladid.is BRÚÐKAUPSBLAÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um brúðkaup kemur út 22. mars nk. Allt sem hugsast getur varðandi brúðkaup. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna da blaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 2 -E E 8 0 2 2 9 2 -E D 4 4 2 2 9 2 -E C 0 8 2 2 9 2 -E A C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.