Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 30
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók við formennsku í Samtökunum ’78 í byrjun mánaðar. Hún stundar doktorsnám í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og er tiltölulega nýflutt heim frá Hollandi þar sem hún lauk MA-prófi í málvísindum frá Leiden University. Þorbjörg er kvænt Silju Ýri S. Leifsdóttur lífeindafræðingi. Þær eiga eina dóttur, Valbjörgu Maríu þriggja ára. Þorbjörg er fyrsti for- maður Samtakanna sem er opin- berlega tvíkynhneigð. „Við Silja giftum okkur frekar ungar, ég var 24 ára og hún 23 ára gömul. Hún starfar sem lífeinda- fræðingur. Við búum í Garðabæ,“ segir Þorbjörg um hagi sína. „Ég sé fyrir mér að halda áfram því góða starfi sem hefur verið í samtökunum. Ég vil byggja á þeim grunni. Samtökin hafa stækkað undanfarið,“ segir Þorbjörg og vill styðja við enn frekari vöxt sam- takanna. „Ég vil auka fræðsluna og þjón- usta f leira fólk, það er mikil eftir- spurn eftir þeirri þjónustu sem samtökin bjóða upp á. „Fólk getur hringt á skrifstofuna og óskað eftir ráðgjöf. Þetta getur verið fólk sem er ekki komið út úr skápnum, eða fólk sem er löngu komið út úr skápnum og vill ræða við ráðgjafa um fjöl- skyldu- eða samskiptavandamál. Eða þarf bara á stuðningi að halda. Hælisleitendur nýta sér ráðgjöfina líka,“ segir Þorbjörg en samtökin veita þessa þjónustu frítt í gegnum samninga við hið opinbera. Sex ráð- gjafar og lögfræðingur eru til taks og hitta skjólstæðinga samtakanna og ræða við þá. Skref í rétta átt Samtökin fagna ýmsum breyting- um á hag hinsegin fólks. Nýverið var tekin til endurskoðunar blóð- gjöf karlmanna sem stunda kynlíf með karlmönnum. Þó lýstu sam- tökin vonbrigðum með tillögur ráð- gjafarnefndar um að þeir megi ekki gefa blóð fyrr en eftir tólf mánaða kynlífsbindindi. Hún nefnir f leiri áríðandi verk- efni á sínu borði sem varða hags- muni hinsegin fólks. Tvö frumvörp liggja nú fyrir Alþingi sem varða hagsmuni hinsegin fólks. Frum- varp til laga um kynrænt sjálfræði og frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum sem tekur til þrengingar ákvæðis um hatursorðræðu. Getur fengið að malla í kerfinu „Frumvarp um kynrænt sjálfræði er mjög mikilvægt en það eru nokkrir gallar á því,“ segir hún. „Það er búið að fjarlægja hluta frumvarpsins sem var í drögum þess áður en það var sett inn á samráðsgáttina. Sá hluti snýr að banni á óafturkræf- um aðgerðum á intersex börnum. Stjórnvöld hafa ekki haft kjark til að setja þetta á dagskrá. Ég tel að þau hafi óttast að þetta mikilvæga ákvæði yrði umdeilt. Og það var ákveðið að kalla til samráðshóp og lækna að borðinu. Sem er gott og blessað en þá hefði ég viljað að þessi inngrip yrðu bönnuð í millitíðinni. Það er líka gagnrýnivert að það er enginn skilafrestur tilgreindur fyrir þennan samráðshóp. Þetta getur því fengið að malla í kerfinu endalaust sem er ömurlegt því það er verið að gera þessar aðgerðir á börnum núna,“ segir Þorbjörg. „Við viljum að þessum aðgerðum verði hætt. Ég fæ bara fyrir hjartað þegar ég hugsa um þetta, enda á ég þriggja ára dóttur. Að vita af börnum jafngömlum henni sem hafa farið í endurteknar aðgerðir á kynfærum til þess að þau líti út eins og fyrirframgefnar hugmyndir um það hvernig kynfæri eigi að líta út,“ segir Þorbjörg. Tvöfaldi skápurinn Þótt Þorbjörg gagnrýni stjórnvöld harðlega fyrir kjarkleysið segir hún mikla réttarbót í frumvarpinu fyrir transfólk. „Við fögnum því að sjálf- sögðu en að sama skapi er frum- varpið vonbrigði þegar kemur að mannréttindum intersex barna. Því frumvarpið hefur verið í smíðum mjög lengi og það var haft samráð við hagsmunahópa hinsegin fólks,“ segir hún. „Réttarbótin fyrir transfólk er mjög mikilvæg vegna þess að þau eru einn viðkvæmasti hópurinn hvað varðar líðan,“ segir Þorbjörg. „Sérstaklega transfólk sem er ekki lesið sem það kyn sem þau eru og losna aldrei við viðbrögð samfélags- ins. Það er alltaf verið að spyrja þau hvaða kyni þau tilheyra. Ég nefni líka þau sem eru kynsegin og öll þau sem hafa stundum kyntján- ingu sem ögrar hugmyndum sam- félagsins,“ segir Þorbjörg um þá hópa innan samtakanna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu hvað varðar fordóma og slæma líðan. „Það sem kemur einnig í ljós í rannsóknum er að tvíkynhneigðar stelpur eru líka í miklum áhættu- hópi hvað varðar slæma líðan. Það hefur oft verið talað um þennan tvöfalda skáp sem tví- og pankyn- hneigt fólk er í. Þau eiga það ekki víst að fá viðurkenningu innan hins egin samfélagsins og ekki heldur innan gagnkynhneigða sam- félagsins,“ segir Þorbjörg. „Þótt ég vilji ekki alhæfa, þá finnst mér ég sjaldan hitta stráka sem eru opinberlega tvíkynhneigð- ir. Ég held að það sé vegna þess að þeir eru svo stimplaðir báðum megin, því miður,“ segir Þorbjörg. Þrenging hatursorðræðu Þorbjörg undirbýr umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra sem felur í sér þrengingu á ákvæði um hatursorðræðu. „Við erum mjög óánægð með þetta frumvarp. Ekk- ert tillit er tekið til sjónarmiða sem snúa að félagslegum þáttum, til að mynda til umsagnar Mannrétt- indaskrifstofu Íslands. Við gáfum út yfirlýsingu nýlega og lýstum okkur eindregið á móti þessu. Í rökstuðningi fyrir þrengingu á ákvæðinu voru teknir sérstak- lega fyrir Hæstaréttardómar sem féllu fyrir ummæli um hinsegin fólk. Það var tekið fram að þeir myndu ekki falla undir breytt lög. Okkur finnst það lítillækkandi, svona eins og þetta hafi bara verið eitthvað væl í hinsegin fólki og dómarnir mistök sem þurfi að leið- rétta. En ég held að það sem þetta frumvarp felur í sér fari gegn því sem meirihluti fólks vill. Í frum- varpinu felst þöggun. Ekki bara fyrir hinsegin fólk heldur alla aðra minnihlutahópa. Þegar hatursorð- ræða fær að grassera óáreitt þá felur það í sér þöggun þeirra hópa sem um er rætt. Fólk veigrar sér við því að taka þátt í opinberri umræðu. Tjáningar- frelsi eins er farið að skerða frelsi annars. Til þess að fá að vera hann sjálfur án þess að eiga á hættu að þola svívirðingar og árásir.“ Stjórnvöld skortir kjark segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, nýr for- maður Samtakanna ’78, og gagnrýnir harð- lega óafturkræfar aðgerðir sem gerðar eru á kynfærum barna á Íslandi. Bann við að- gerðunum var fjarlægt úr drögum að frum- varpi um kynrænt sjálfræði sem lagt var fyrir þingflokka á Alþingi í vikunni. Þegar hatursorðræða fær að grassera óáreitt þá felur það í sér þöggun þeirra hópa sem um er rætt, segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir um þrengingu hatursorðræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Staðreyndir Hvað er að vera intersex? Intersex er hugtak sem, eins og kemur fram á vef samtakanna Intersex Ísland: „nær yfir breitt svið af með- fæddum líkamlegum einkenn- um eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með ein- kenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karl- og kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns. 2-3 börn á hverju ári Á hverju ári má gera ráð fyrir að það fæðist að minnsta kosti tvö til þrjú börn á Íslandi sem eru með ódæmigerð kynein- kenni. Dæmi eru um að skurð- aðgerðir séu framkvæmdar á þessum börnum. Óþarfa aðgerðir Stundum eru gerðar læknisfræðilega nauðsynlegar aðgerðir á börnum, til dæmis ef þarf að opna fyrir þvagrás. En einnig eru gerðar aðgerðir á ungum intersex börnum sem hafa ekki læknisfræðilegan tilgang. Til að mynda skorið í kynfæri þeirra til þess að þau líti út fyrir að vera eins og fyrirframgefnar hug- myndir fólks eru um karlkyns eða kvenkyns kynfæri. Aðgerðir geta leitt til ófrjósemi og haft áhrif á hormónaframleiðslu. Þá er hætta á að „rangt kyn“ sé valið fyrir barn sem fer í slíka aðgerð. Það verði ekki í sam- ræmi við kyngervið sem barn samsamar sig með seinna meir.  Umboðsmaður barna hefur lýst því yfir að hann sé andsnúinn aðgerðunum. Það eru þessar aðgerðir sem baráttusamtök vilja að sé lagt bann við eins og var gert ráð fyrir að yrðu bannaðar í drögum að frumvarpi um kynrænt sjálf- ræði. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 2 -9 5 A 0 2 2 9 2 -9 4 6 4 2 2 9 2 -9 3 2 8 2 2 9 2 -9 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.