Fréttablaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 102
Sko, gítar er ekki sama og gítar
og það er hægt að fá góðan gítar
á 20 þúsund krónur og nánast
upp úr.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Ásbjörn Eggertsson
Höfnum, síðast til heimilis að
Miðgarði 5, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 11. mars. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga.
Fjölskyldan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til
Ólafs Baldurssonar og Þorbjargar Sóleyjar Ingadóttur,
Landspítala, fyrir einstaka umönnun og vinskap.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Jenný Karitas Ingadóttir
Sigríður Ásta Ásbjarnardóttir Edward Morthens
Guðný Sóley Ásbjarnardóttir
Ingi Eggert Ásbjarnarson Anna Tabaszewska
Ásbjörn og Auður Morthens
Okkar ástkæri
Jón Þór Ágústsson
Ásholti 1, Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu 7. mars síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju
miðvikudaginn 20. mars klukkan 13.00.
Jóhanna Gunnarsdóttir
Sigrún Stella Ingvarsdóttir
Kristjana Sif Jónsdóttir Røyseth
Ingvar Jónsson Mathisen
barnabarn og aðrir ástvinir.
Elskuleg dóttir mín, móðir,
tengdamóðir, amma,
systir og mágkona og frænka,
Guðbjörg Ragnarsdóttir
Conner
Fort Lauderdale, USA,
lést á sjúkrahúsi í Fort Lauderdale
þann 10. mars síðastliðinn.
Ingibjörg Þorgrímsdóttir
James D. Conner Susan Lopez
Nathan Conner
Anthony Ragnar Conner
Hagerup Isaksen Guðríður Benediktsdóttir
Guðríður H. Haraldsdóttir Steinþór Haraldsson
Þorgrímur Isaksen Kristín Gústafsdóttir
Margrét Haraldsdóttir Ágúst H. Sigurðsson
Harald Isaksen Jónína S. Pálmadóttir
Jóhanna Stefanía Einarsdóttir
597 f.Kr. Babýloníumenn hertaka Jerúsalem.
1315 Bein Guðmundar góða tekin upp og Gvendardagur gerður
messudagur á Íslandi.
1521 Ferdinand Magellan kemur til Filippseyja.
1621 Indíáninn Samoset kemur í tjaldbúðirnar í Plymouth-nýlend-
unni og heilsar fólkinu á ensku, því til mikillar furðu.
1769 Franski landkönnuðurinn Louis Antoine de Bougainville lýkur
þriggja ára hnattsiglingu. Í föruneyti hans er Jeanne Baré, fyrsta
konan sem vitað er til að hafi siglt umhverfis hnöttinn.
1792 Gústaf 3. Svíakonungur særður til ólífis á grímuballi í óper-
unni. Hann dó þann 29. mars.
1852 Tólf menn drukkna þegar skipi hvolfir í Höfnum.
1867 Joseph Lister birtir grein í The Lancet þar sem í fyrsta sinn er
lýst skurðaðgerðum við dauðhreinsaðar aðstæður.
1942 Fyrsta V-2-flugskeytinu skotið í tilraunaskyni í Þýskalandi.
Það sprakk í flugtaki.
1976 Harold Wilson segir af sér embætti forsætisráðherra Bret-
lands.
1978 Olíuskipið Amoco Cadiz steytirá skerjum í Ermarsundi og
brotnar í tvennt með þeim afleiðingum að úr varð eitt alvarlegasta
umhverfisslys sögunnar.
1980 Fjórða hrina Kröfluelda hefst. Þetta gos var kallað skrautgos
þar sem það stóð stutt en þótti fallegt.
1982 Claus von Bülow dæmdur fyrir tilraun til að myrða eiginkonu
sína í Bandaríkjunum.
Kassagítarinn er alltaf vinsælastur. Það er bara þannig,“ segir Anton Benedikt Kröyer sem fagnar 30 ára afmæli verslunar sinnar, Gítars-
ins, í ár. Verslunin var stofnuð árið 1989
og var til húsa að Laugavegi 45 allt til
ársins 2001 þegar Anton fór upp á Stór-
höfða þar sem hann hefur unað sínum
hag í 18 ár.
„Þegar ég byrjaði á Laugaveginum
þá var það svipað og að eiga hænu sem
verpti gulleggjum. Þá var engin Kringla
og engin Smáralind. Verslunin var á
Laugaveginum. Svo kom pöbbamenn-
ingin og þeir spruttu upp eins og gorkúl-
ur. Þegar ein verslun hvarf á braut kom
pöbb í staðinn. Svona gekk það koll af
kolli og ég færði mig hingað.“ Verslunin
er stórglæsileg og er, eins og nafnið gefur
til kynna, með gífurlegt úrval af gítörum
en í versluninni eru um 200 gítarar og
bassar uppstilltir sem og magnarar og
fylgihlutir. „Ég er í góðu rými og stækk-
aði smátt og smátt.
Sko, gítar er ekki sama og gítar og það
er hægt að fá góðan gítar á 20 þúsund
krónur og nánast upp úr. Masters-línan
hjá Tanglewood, sem eru of boðslega
vandaðir gítarar frá Bretlandi, kostar
nokkur hundruð þúsund.“
Anton segir að hann hafi snemma
fengið tónlistarbakteríuna og bendir
á að það sé miklu meiri afslöppun að
spila lag á gítar en að vera í tölvunni.
„Við vorum alltaf inni í skúr hjá pabba í
gamla daga að hlusta á plötur með Bítl-
unum og horfa á kanasjónvarpið og
stundum að hlusta á kanaútvarpið. Það
var mikið um að strákar væru að spila
saman á þessum tíma í Kópavoginum og
ég er farinn að spila á gítar aðeins 11 ára.
Um 17 ára var ég kominn í hljómsveit-
ina Eilífð með Herbert Guðmundssyni
og við spiluðum í Tónabæ. Svo var ég í
nokkrum hljómsveitum og er enn að.“
Aðspurður um næstu 30 ár segir
Anton að þau verði vonandi jafn blóm-
leg og skemmtileg og fyrri ár.
benediktboas@frettabladid.is
Meiri afslöppun að spila
lag en að sitja í tölvunni
Gítarinn ehf. er 30 ára um þessar mundir. Anton Benedikt Kröyer segir að kassagítar-
inn hafi alltaf verið vinsælastur en hann býður upp á nánast allt sem tengist gítörum. Í
upphafi var verslunarrekstur Gítarsins „eins og að eiga hænu sem verpti gulleggjum.”
Þarna er Anton kóngurinn í ríki sínu, innan um alla gítarana sem eru fjölmargir í búðinni hans á Stórhöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Merkisatburðir
1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
9
2
-A
E
5
0
2
2
9
2
-A
D
1
4
2
2
9
2
-A
B
D
8
2
2
9
2
-A
A
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K