Fréttablaðið - 16.03.2019, Síða 20
KA/Þór - Fram 29-27
KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 10,
Sólveig Lára Kristjánsdóttir 8, Rakel Sara
Elvarsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 2,
Aldís Ásta Heimisdóttir 2, Katrín Vilhjálms-
dóttir 2, Ólöf María Hlynsdóttir 1.
Fram: Steinunn Björnsdóttir 6, Þórey Rósa
Stefánsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 5,
Elva Þóra Arnardóttir 3, Karen Knútsdóttir
3, Unnur Ómarsdóttir 2, Ragnheiður Júlíus-
dóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.
Nýjast
Olís-deild kvenna
Efri
Valur 30
Fram 29
Haukar 23
ÍBV 21
Neðri
KA/Þór 19
Stjarnan 11
HK 9
Selfoss 4
AÐAL-
FUNDUR
BYGGIÐNAR
Aðalfundur Byggiðnar – Félags Byggingamanna
verður haldinn fimmtudaginn 28. MARS NK,
KL. 18:00 Á STÓRHÖFÐA 31, REYKJAVÍK (gengið
inn Grafarvogsmegin) og SKIPAGÖTU 14, AKUREYRI.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða kosnir fulltrúar
félagsins á aðalfundi Birtu, lífeyrissjóðs, Stapa lífeyrissjóðs
og á þing Samiðnar sem haldið verður í byrjun maí.
Eftir aðalfund er boðið upp á kvöldverð.
Stjórnin.
Málsvari byggingamanna | byggidn.is
Félagsmenn á höfuðborgarsvæðinu
athugið að félagið er flutt á Stórhöfða 31.
FÓTBOLTI Dregið var í átta liða úrslit
Meistaradeildar Evrópu í gær þar
sem Manchester United fékk enn
eitt erfiða verkefnið, að reyna að
slá út Lionel Messi og félaga í Barce-
lona. Liðin mættust tvisvar fyrir tíu
og átta árum í úrslitaleik Meistara-
deildarinnar þar sem Barcelona
fór með sigur af hólmi en hafa ekki
mæst síðan.
Blálitir Manchester-menn í
Manchester City fengu kunnuglega
andstæðinga því City mætir Totten-
ham í átta liða úrslitunum. City
hefur einu sinni komist í undan-
úrslit Meistaradeildarinnar en Tot-
tenham hefur aldrei komist lengra
en í átta liða úrslitin.
Þá mætast Liverpool og Porto í
útsláttarkeppninni annað árið í
röð og Ajax sem varð fyrsta liðið í
fjögur ár til að senda Real Madrid
úr keppninni fær Cristiano Ronaldo
og liðsfélaga í ítalska stórveldinu
Juventus. – kpt
Man. United fer
á Nývang
AMERÍSKUR FÓTBOLTI Íslenska ruðn-
ingsliðið Einherjar sem keppir í
amerískum fótbolta mætir banda-
ríska liðinu Empire State Wolfpack
í Kórnum í kvöld. Er þetta ellefti
leikur Einherja en jafnframt sá
fyrsti sem þeir leika gegn banda-
rísku liði.
Empire State Wolfpack er lið frá
New York sem keppir sem hálf-
atvinnumannalið í Bandaríkjun-
um. Þeir léku til úrslita í deildinni
sinni á austurströnd Bandaríkjanna
á síðasta tímabili og er um að ræða
einn sterkasta mótherja sem Ein-
herjar hafa mætt.
Þetta er annar leikur Einherja á
þessu ári eftir 41-13 sigur á þýska
liðinu Hof Jokers í síðasta mánuði.
Íslenska liðið hefur verið á siglingu
og unnið síðustu fjóra leiki sína en
af tíu leikjum liðsins frá upphafi
hafa Einherjar unnið sjö. Tíma-
bilinu lýkur með leik gegn Kuopio
Steelers frá Finnlandi í maí.
„Undirbúningurinn hefur gengið
vel, það eru bara tvær vikur síðan
við spiluðum síðast og við njótum
góðs af undirbúningnum fyrir þann
leik í dag. Í síðasta leik gekk allt upp
á tíu sem gefur okkur mikið fyrir
þennan leik,“ segir Bergþór Pálsson,
leikstjórnandi (e. quarterback) Ein-
herja.
„Við sáum þá á æfingu, þessi
leikur er hluti af undirbúningstíma-
bili þeirra og þetta er gríðarlega
sterkt lið. Maður hefur varla séð
annað eins og það sem þeir sýndu á
æfingunni, hver einasti leikmaður
Mæta gríðarsterkum mótherja í kvöld
Frá leik Einherja á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
var eins og sá besti í liðunum sem
við höfum verið að mæta. Þeir eru
stærri, sterkari og f ljótari en and-
stæðingar okkar til þessa en það
verður gaman að prófa hvar við
stöndum. Okkur hefur gengið vel
að undanförnu og við förum inn í
þetta til að vinna leikinn.“
Shaun Spencer, eigandi Empire
State Wolfpacks, á von á erfiðum
leik eftir að hafa skoðað lið Ein-
herja.
„Við erum búnir að skoða leiki og
fengum að fylgjast með æfingu hjá
Einherja. Þeir eru með sterkt lið.
Við þurfum að passa vel upp á leik-
stjórnandann þeirra, hann getur
hlaupið og kastað og það eru öflugir
varnarmenn innan hópsins,“ sagði
Shaun sem tók því fagnandi að spila
á Íslandi.
„Það hafa nokkrir spilað utan
Bandaríkjanna en þetta er öðruvísi
og spennandi tækifæri.“ – kpt
Þeir eru flestir
stærri, sterkari og
fljótari en andstæðingar
okkar til þessa.
Bergþór Pálsson, leikstjórnandi
Einherja
6
bardaga í röð hefur and-
stæðingur Gunnars unnið.
1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MMA Bardagakappinn Gunnar Nel-
son mætir Bretanum Leon Edwards
inni í búrinu í London um helgina.
Þetta er annar bardagi Gunnars á
síðustu fjórum mánuðum eftir sautj-
án mánaða fjarveru vegna meiðsla
og fær hann verðugan andstæðing í
Edwards og það í heimalandi hans.
Leon er í tíunda sæti styrkleikalist-
ans í veltivigt, þremur sætum fyrir
ofan Gunnar og kemur inn í þennan
bardaga fullur sjálfstrausts eftir sex
sigra í röð undanfarin þrjú ár.
Bardagi Gunnars er einn af aðal-
bardögum kvöldsins (e. co-main
event) ásamt bardaga Darrens Till og
Jorge Masvidal og fer fram í O2-höll-
inni í London. Bardagakvöldið hefst
klukkan 17.00 að íslenskum tíma og
má áætla að Gunnar stígi inn í búrið
fyrir bardagann um tíuleytið.
Edwards, sem er 27 ára, er fæddur
á Jamaíku en fluttist ungur að árum
til Birmingham á Englandi. Hann
byrjaði snemma að æfa bardaga-
listir og barðist í fyrsta sinn innan
UFC 23 ára gamall og tapaði tveimur
af fyrstu fjórum bardögum ferilsins.
Annar bardagi hans innan UFC
vakti athygli enda stöðvaði dómar-
inn bardagann eftir átta sekúndur
þegar Edwards var búinn að slá Seth
Baczynski í gólfið og láta höggin
dynja þar til hann var stöðvaður.
Hefur aðeins einn bardagi innan
veltivigtarinnar tekið skemmri tíma
en þessar átta sekúndur sem það
tók Edwards að leggja hinn pólska
Baczynski á heimavelli hans í Pól-
landi.
Í tíu bardögum Edwards innan
UFC hafa sjö ráðist af dómaraúr-
skurði sem gefur til kynna að hann
sé ekki fljótur að þreytast og af síð-
ustu sex sigrum hans unnust fjórir
þeirra á dómaraúrskurði eftir að
ekki tókst að útkljá sigurvegara í til-
ætluðum lotum.
Gunnar færðist upp um tvö sæti
á styrkleikalista UFC þegar hann
vann öruggan sigur á Alex Oliveira
í Toronto. Sviðsljósið var á Íslend-
ingnum fyrir bardagann gegn Oli-
veira eftir langa fjarveru vegna
meiðsla og stóðst hann prófið með
hæstu einkunn þegar hann sigraði
Oliveira með hengingartaki. Það
skilaði honum í tólfta sætið á sínum
tíma en með sigri í kvöld gæti Gunn-
ar blandað sér í hóp þeirra tíu efstu á
styrkleikalista UFC. Með því ættu að
opnast möguleikarnir á stærri bar-
dögum í framtíðinni fyrir íslenska
bardagakappann.
kristinnpall@frettabladid.is
SPORT
Gunnar mætir Leon í kvöld
Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Bretanum Leon Edwards inni í búrinu í London um helgina.
Edwards er á heimavelli og mætir fullur sjálfstrausts enda hefur hann unnið síðustu sex bardaga sína.
Það fór vel á með Leon Edwards og Gunnari á fjölmiðlaviðburðum í aðdraganda bardagans . NORDICPHOTOS/GETTY
1
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
2
-9
A
9
0
2
2
9
2
-9
9
5
4
2
2
9
2
-9
8
1
8
2
2
9
2
-9
6
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K