Fréttablaðið - 16.03.2019, Page 103

Fréttablaðið - 16.03.2019, Page 103
Maður getur unnið að jafnrétti í grasrótinni endalaust en ef það skilar sér aldrei upp þá eru völdin alltaf á sama stað. Bróðir okkar, Hilmar Jónsson frá Mýlaugsstöðum, Aðaldal, lést 6. mars á öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hermann Jónsson Fjóla Jónsdóttir Friðfinna Jónsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir minn og afi, Guðjón Valdimarsson Fjósakambi, Egilsstöðum, lést fimmtudaginn 7. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka hlýhug og stuðning. María Svava Alma Emilsdóttir Valdimar Örn Emilsson Elskuleg móðir mín, systir, mágkona og frænka, Anna Jóhannsdóttir frá Steinum, Kleppsvegi 58, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 19. mars klukkan 11. Jóhann Elí Guðmunda Jóhannsdóttir Sigurður Gunnsteinsson Jóna M.R. Jóhannsdóttir Ólafur Haraldsson og systrabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samkennd, hlýhug og vináttu við andlát og útför yndislegu mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu, langömmu og vinkonu okkar allra, Grétu Finnbogadóttur Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum á hjúkrunarheimilunum Mörk og Roðasölum fyrir frábæra umönnun. Þórunn Traustadóttir Stefán Már Halldórsson Gunnar Albert Traustason Ásta Birna Stefánsdóttir Ólafur Árni Traustason Auður Bergsteinsdóttir Jón Grétar Traustason Erla Bryndís Ingadóttir Sesselja Traustadóttir Kjartan Guðnason barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkær systir, mágkona og frænka, Guðrún Hilmarsdóttir Skálatúni, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum þann 11. mars. Jarðarför fer fram þann 20. mars kl. 13.00 frá Lágafellskirkju. Jón Hilmarsson Guðrún H. Theodórsdóttir Berglind Hilmarsdóttir Svanur P. Hilmarsson Dagbjört B. Hilmarsdóttir Hjálmar Diego og frændsystkini. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Jónsdóttur áður til heimilis á Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2N á hjúkrunarheimilinu Eir. Jóna Helgadóttir Eysteinn Helgason Kristín Rútsdóttir Matthildur Helgadóttir Tómas Óli Jónsson Guðleif Helgadóttir Haraldur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Lilja Jóhannsdóttir Boðahlein 9, andaðist mánudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. mars kl. 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim er vildu minnast hennar er bent á Rauða krossinn. Jóhann Hauksson Ingibjörg Lára Harðardóttir Halldóra Hauksdóttir Ófeigur Ólafsson Steinunn Hauksdóttir Sigurður E. Sigurðsson Sigrún Hauksdóttir Gunnar Erling Vagnsson og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sæunn Guðmundsdóttir hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri laugardaginn 9. mars. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. mars klukkan 14.00. Kristín Vignisdóttir Þorkell Sigurlaugsson Aðalheiður Björk Vignisdóttir Gunnar Gunnarsson Ragnar Bjarnason Gyða Kr. Aðalsteinsdóttir Magnús Bjarnason Hrefna R. Magnúsdóttir Oddur Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Finnboga Höskuldssonar véltæknifræðings. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans. Hildigunnur Þórðardóttir Rakel Þóra F. Larsen Keld Larsen Ásdís M. Finnbogadóttir Magnús Magnússon og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra S. Jónsdóttir lést á Landspítalanum þ. 12. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Skúlason Guðrún Kristjánsdóttir Gústaf Adolf Skúlason Ólöf Ingibjörg Baldursdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sigyn Jónsdóttir, sem er for-maður félagsins, segir mark-mið þess að stuðla að jafnvægi og jafnrétti í atvinnulífinu. „Við gerum það með alls kyns fræðslu, tengslamyndun og hvatningu. Við erum með einn til tvo viðburði í mánuði fyrir félagskonur sem geta verið námskeið, málstofur, tengsla- kvöld og ýmislegt skemmtilegt.“ Fyrsta stóra ráðstefna félagsins var haldin í fyrra en þar var fjallað um störf framtíðarinnar. „Þetta gekk rosalega vel í fyrra og við fengum frábærar viðtökur þannig að við ákváðum að hafa þetta árlegan viðburð. Núna munum við fjalla um skakkt kynjahlutfall meðal æðstu stjórnenda í viðskiptalífinu og bylt- ingar sem hafa orðið í jafnréttismálum á Íslandi,“ segir Sigyn. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. „Það seldist upp á ráðstefnuna á mið- vikudaginn sem er frábært. Við erum himinlifandi með að fylla Norðurljósa- sal Hörpu og þurfum ábyggilega að íhuga að hafa stærri sal á næsta ári.“ Sigyn bendir á að þótt staða jafnréttis- mála sé almennt góð á Íslandi í alþjóð- legum samanburði hafi viðskiptalífið setið eftir. „Þegar ég tala við erlenda vini mína þá hugsa þau bara um Ísland sem jafnréttisparadís og spyrja mig hvað ég sé að gera í þessu félagi. Þá segi ég frá því hvernig staðan er þegar kemur að því hverjir stýra peningunum og hverjir eru æðstu stjórnendur.“ Þannig séu konur aðeins ellefu pró- sent forstjóra hundrað stærstu fyrir- tækja landsins og aðeins um 20 prósent af framkvæmdastjórum. Þá er engin kona forstjóri í skráðu félagi í Kaup- höllinni. „Þetta er svolítið sláandi tölfræði. Það er hægt að fjalla um jafnrétti frá mörgum sjónarhornum en við ákváðum í þetta skipti að ráðast á toppinn. Maður getur unnið að jafnrétti í grasrótinni endalaust en ef það skilar sér aldrei upp þá eru völdin alltaf á sama stað.“ Hún segist ekki hafa töfralausnina til að laga þetta. „Það er samt þannig að það þarf að gera hlutina. Ekki segja bara að þetta sé slæm staða heldur einmitt taka af skarið. Ef þú situr til dæmis í stjórn einhvers skráðs félags í Kauphöllinni að taka þetta fyrir á næsta stjórnarfundi. Spyrja hvort við ættum kannski að vera hugrakka félagið sem byrjar að stuðla að fjölbreytni.“ Tvær málstofur verða á ráðstefnunni auk fyrirlestra. Á fyrri málstofunni verður fjallað um byltingar samtímans og þau bakslög sem verða oft í kjölfarið. „Við munum ræða hvort það sé hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að bakslög fylgi byltingum og hvernig megi tryggja aðgerðir. Hlutirnir gerast oft svo hratt á Íslandi. Þú býrð til myllumerki á Twitter og allir eru tilbúnir að deila því og gera eitthvað. En svo er kannski eftir- fylgnin ekki alveg til staðar.“ Síðari málstofan mun svo fjalla um bága stöðu hvað varðar kynjahlutfall æðstu stjórnenda og glerþakið. sighvatur@frettabladid.is Ungar athafnakonur ætla að fjölmenna í Hörpu Sigyn Jónsdóttir er formaður Ungra athafnakvenna en félagið var stofnað 2014. Í dag verður haldin önnur ráðstefna félagsins þar sem fjallað verður um glerþakið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Félagið Ungar athafna- konur stendur í dag fyrir ráðstefnu í Hörpu undir yfirskriftinni „Brotið gler- þak til frambúðar“. Meðal fyrirlesara eru Ragnhildur Ágústsdóttir, Bergur Ebbi, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, María Rut Kristins- dóttir og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir. Frú Vig- dís Finnbogadóttir mun opna ráðstefnuna. T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35L A U G A R D A G U R 1 6 . M A R S 2 0 1 9 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 2 -B D 2 0 2 2 9 2 -B B E 4 2 2 9 2 -B A A 8 2 2 9 2 -B 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.