Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 2

Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 2
Veður Kennileiti kvatt 595 1000 MADEIRA Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra Verð frá kr. 129.995 Ve rð á ma nn m .v. 3. jú ní á H ote l L a P er go la 29.APRÍL Í 10 NÆTUR Norðvestan 20-28 m/s á austan- verðu landinu. Snjókoma eða skafrenningur um mestallt land. Lægir með morgninum. Sunnan 5-13 og slydda eða snjókoma með köflum. SJÁ SÍÐU 44 Það reyndist hægara sagt en gert að fella sementsstrompinn á Akranesi. Á þessari mynd sjást verktakar kynna sér aðstæður eftir að efri hlutinn hafði verið felldur. Brak úr efri hlutanum tafði sprengingu neðri hlutans um stund. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÚTLENDINGAMÁL „Ég held að starfs­ menn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kenn­ ari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skól­ ans skrifaði undir stuðningsyfir­ lýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinga­ nefnd kærumála og dómsmálaráðu­ neytinu ríf lega sex þúsund undir­ skriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ó trú lega vel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn sk ipu leg g j enda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undir skriftir frá nem endum Haga­ skóla og 6.200 raf rænar undir­ skriftir. Nem endur Haga skóla eru um 600 og skrifuðu því lang flestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í rétt­ indaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðn­ ingi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrir­ ætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðs­ ins. „Ég er gríðarlega stoltur af fram­ göngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmann­ lega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðnings­ aðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mót­ mæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins. mikael@frettabladid.is / sunnak@frettabladid.is Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nem- enda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætl- unum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. Nemendur við Hagaskóla söfnuðu á milli 500 og 600 undirskriftum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fleiri ljósmyndir er að finna á +Plússíðu Frétta- blaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-app- inu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS FJÖLMIÐLAR Umfjöllun Aðalheiðar Ámundadóttur, blaðamanns á Frétta­ blaðinu, um Guðmundar­ og Geir­ finnsmál var valin umfjöllun ársins 2018 þegar verðlaun Blaðamanna­ félags Íslands voru afhent í gær. „Skrif Aðalheiðar einkennast af djúpri þekkingu á flókinni og langri sögu sem hún skilar lesendum á skýran og aðgengilegan máta,“ sagði í umsögn dómnefndar. Ragnheiður Linnet hjá Mann­ lífi fékk verðlaun fyrir viðtal árs­ ins, Freyr Rögnvaldsson og Stein­ dór Grétar Jónsson hjá Stundinni voru verðlaunaðir fyrir rannsóknarblaða­ mennsku ársins, og Þórður Snær Júlíus­ son hjá Kjarnanum fékk Blaðamanna­ verðlaun ársins fyrir bókina Kaupthink­ ing – Bankinn sem átti sig sjálfur. – khn Aðalheiður með umfjöllun ársins Aðalheiður Ámundadóttir. DÓMSMÁL „Þetta er fyrir mig per­ sónulega mjög dýrmætt og mikil­ vægt. Þetta er búið að vera fimm ára ferli,“ segir Freyja Haraldsdóttir, bar­ áttukona fyrir réttindum fatlaðra. Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barna­ verndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. „Það var auðvitað verið að mismuna mér á grundvelli fötlunar auk þess sem mér var ekki veitt réttlát málsmeð­ ferð. Flest getum við verið sammála um að réttlát málsmeðferð eru ótrú­ lega mikilvæg mannréttindi,“ segir Freyja. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lög­ maður Freyju, var einnig ánægð með niðurstöðuna. „Þetta var niður­ staðan sem við stefndum að og okkur fannst liggja í augum uppi að væri rétt allan tímann,“ segir Sigrún. Freyja segir næsta skref vera að fara á námskeiðið. „Núna heldur ferlið vonandi bara áfram. Það hefur verið stöðvað í tvö ár vegna dóms­ málsins, en ákvörðun Barnaverndar­ stofu hefur nú verið felld úr gildi. Ég fer að vinna að því að fara á námskeið og held ótrauð áfram.“ – la Freyja heldur ótrauð áfram Freyja Haraldsdóttir. 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 0 -D 7 A C 2 2 A 0 -D 6 7 0 2 2 A 0 -D 5 3 4 2 2 A 0 -D 3 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.