Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 20

Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 20
FATAHÖNNUNARBRANS- INN ER ROSA HRAÐUR IÐN- AÐUR, ÞÚ ÞARFT AÐ EIGA FULLT AF HUGMYNDUM OG VERA TILBÚIN AÐ ÞRÓA ÞÆR Á ÖRSTUTTUM TÍMA. Við ætlum að skapa l i s t r æ n a n h u g -myndaheim í stað h e f ð b u n d i n n a r t ísk u sý ningar en þannig geta gestir skoðað öll smáatriðin á fatnað- inum og staldrað við, vegið og metið handverkið, flíkurnar og munstrin, líkt og um listsýningu væri að ræða,“ segir Aníta Hirlekar fatahönnuður um sýningu sína  í Safnahúsinu þann 30. mars. Sýn- ingin er hluti af  HönnunarMars sem hefst í næstu viku.  Hún  aug- lýsti eftir fyrirsætum á öllum aldri fyrir sýningu sína og tekur á móti áhugasömum í prufur í  Safna- húsinu klukkan  14.00  í dag. „Það er bara í takt við tímann. Að hafa fjölbreyttar konur að sýna nútíma fatnað. Við erum sérstaklega að leita að konum af erlendum uppruna til þess að vera með. Það má segja að við séum líka að leita eftir persónu- leikum sem tengjast línunni fyrst og fremst, vilja vera í flíkunum og eiga skemmtilegan dag með okkur,“ segir hún frá. Fléttar saman tækni Aníta hefur vakið verðskuldaða athygli. Henni voru í ár úthlut- uð  starfslaun í 12 mánuði sem er lengsti tími sem hönnuður hefur fengið úr Listamannalaunasjóði. Þá tók hún við verðlaunum Reykjavík Grapevine fyrir bestu fatahönnun ársins í Ásmundarsal í gær. Sérstaða  Anítu liggur í textíl, áferð og litasamsetningu sem mynda andstæðu við klassískar, kvenlegar og tímalausar f líkur. „Líkt og með fyrri fatalínur verður þessi blanda af handgerðum textíl og munstrum sem ég hef þróað síðastliðna mánuði. Í fyrri línum hef ég notast mikið við útsauminn og komið fram með nýjar hugmyndir í sambandi við hann. Í þessari línu langaði mig að flétta saman alls konar tækni, til dæmis handþæfingu sem er mjög umhverfisvæn textílaðferð. Við búum til flest okkar efni sjálf frá grunni og lítið sem ekkert fer til spillis. Ég flétta saman mismunandi tækni við ullina, en kem aftur með viscose-efnin sem eru dásamlega mjúk,“ segir Aníta. Hvaðanæva úr heiminum Hún er frá Akureyri og þar er aðal- vinnuaðstaða hennar.  „Textíl- vinnustofan mín er á Akureyri en ég fer þangað og tek vinnutarnir, til dæmis þegar sérstakt verkefni ligg- ur fyrir eða við undirbúning fyrir næstu fatalínu. Þar eiginlega gerast hlutirnir, við gerum efnaprufur og litaprufur, bæði með því að lita efnin sjálf og þróa nýjar textíl- aðferðir. Það hentar mínu vinnu- ferli að vera á ferðinni, ég nýti tím- ann bæði mikið betur og er mikið fljótari að taka ákvarðanir sem geta verið krefjandi,“ segir Aníta. Viðskiptavinir Anítu eru hvaðan- æva úr heiminum.  „Kúnnarnir mínir eru konur á öllum aldri, póli- tíkusar, listafólk, óperusöngkonur. Og koma jafnt héðan og frá útlönd- um en þeir sem sækjast eftir hand- unnum einstökum vörum koma aðallega að utan. Það gerist stundum að ég fæ símtal frá erlendum konum sem eru að sækjast eftir einhverju ein- stöku og hafa fengið ábendingu frá öðrum viðskiptavinum. Þetta eru konur sem hafa engan tíma til að fara í búðir og skoða,“ segir Aníta og segir sköpunarferlið í kjölfarið sérstakt. Þá hafi  eftirspurn eftir hönnun hennar aukist mikið í Asíu og hún stefni á að opna vefverslun Fær innblástur úr listum og pólitík Aníta Hirlekar fatahönnuður hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri. Aníta er einn fatahönnuða sem kynna verk sín á HönnunarMars í ár. Vanalega ganga fyrirsætur tískupallana en Aníta ætlar að velja konur á öllum aldri með fjölbreyttan bak- grunn til þess að sýna flíkur hennar í innsetningu í Safnahúsinu. Aníta ætlar að fara óhefðbundna leið til þess að kynna nýju vetrarlínu sína á HönnunarMars sem hefst í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 0 -F 5 4 C 2 2 A 0 -F 4 1 0 2 2 A 0 -F 2 D 4 2 2 A 0 -F 1 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.