Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 22
HÚN FÓR Í ÞRJÁR STÓRAR AÐGERÐIR Í DANMÖRKU OG VAR MJÖG FÖTLUÐ Á EFTIR. ÞEGAR HÚN VAR HEIMA VAR HÚN MIKIÐ VEIK OG LÉST SVO ÞEGAR ÉG VAR TÓLF ÁRA. Það er köf lótt veðrið þegar gengið er upp Hverfisgötuna á fund við Einar Þór Jónsson, f r a m k v æ m d a s t j ó r a HIV-samtakanna og nýkjörinn formann Geðhjálpar. Eina mínútuna er glaðasólskin og hina herjar lárétt slydda á vegfar- endur. Þessi skipti ljóss og drunga eru eins og orðalaus formáli að lífs- sögu Einars Þórs. „Ég er glaðvær að eðlisfari og þótt ég hafi oft upplifað þunga líðan hefur mér tekist að halda heilsu með því að halda í húmorinn og gleðina og gefast ekki upp. Ég hef kunnað bjargráð, nota þau og þau virka fyrir mig,“ segir hann. Einar er menntaður kennari, þroskaþjálfi og lýðheilsufræðingur. Hann býr í gamla Vesturbænum með eiginmanni sínum, Stig Arne Vadentoft, og hundinum Rúsínu. Landsmenn þekkja Einar Þór vel af baráttumálum hans. Hann greindist með HIV á níunda ára- tugnum og hefur starfað fyrir HIV Ísland síðustu árin og er einn þeirra Íslendinga sem eiga ríkan þátt í gjörbyltingu í viðhorfum til sam- kynhneigðra og HIV-smitaðra. En baráttumál Einars Þórs eru fleiri og eru persónuleg, snerta með beinum hætti líf hans. Eiginmaður hans og besti vinur, Stig, greindist fyrir átta árum með Alzheimer og er þungt haldinn af sjúkdómnum. Þá hefur Einar Þór þurft að glíma við erfið áföll innan fjölskyldunnar. „Nú vitum við hvað seigla er mikilvæg og ég hef komist langt á henni,“ segir Einar Þór og býður upp á heilsute og súkkulaði. „Ég er svo mikill sælkeri, það er alltaf eitt- hvað til að nasla hér.“ Bernskan í Bolungarvík Einar Þór ólst upp í faðmi stórfjöl- skyldunnar í Bolungarvík. Faðir hans var Jón Friðgeir Einarsson, Vestfirðingur langt aftur í ættir. Móðir hans var Ásgerður Hauks- dóttir sem var að sunnan. „Það var mikið líf og fjör í Bolungarvík. Systkini pabba bjuggu þar f lest. Gefst aldrei upp Örin sitja eftir, segir Einar Þór Jónsson, nýr formaður Geð- hjálpar, sem missti bróður sinn úr sjálfsvígi fyrir ellefu árum. Hann segir frá uppvextinum, móð- urmissinum, hvernig kerfið brást bróður hans og áfallinu við að greinast með HIV. Einar Þór berst á fleiri vígstöðvum, eiginmaður hans er þungt haldinn af Alzheimer. „Ekki er hægt að ásaka ákveðna aðila um hvernig fór. En ég segi samt og stend við það að þarna var mjög veikur maður og kerfið brást,“ segir Einar Þór um bróður sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hann átti átta systkini og því voru systkinabörnin fleiri en þrjátíu. Allt þorpið var meira og minna skylt mér! Mamma var aftur á móti héðan úr Reykjavík. Glæsileg kona, íþrótta- kennari og f lugfreyja sem pabba tókst einhvern veginn að plata vestur,“ segir Einar Þór og segir sér- staka tilfinningu fylgja því að rifja upp barnæskuna og uppvöxtinn. „Þetta voru aðrir tímar. Nándin var meiri og ég hafði alltaf einhverja að tala við og leita til,“ segir hann. Missti móður sína tólf ára Aðstæður fjölskyldunnar voru ekki góðar um árabil. Ásgerður, móðir Einars Þórs, greindist með heila- æxli þegar hann var sjö ára gamall. „Þetta var árið 1966, það var lítið hægt að gera. En það voru stund- aðar heilaskurðlækningar í Dan- mörku og mamma var send þangað í aðgerðir. Æxlið var skorið í burtu en kom aftur, það var illkynja. Hún fór í þrjár stórar aðgerðir í Dan- mörku og var mjög fötluð á eftir. Þegar hún var heima var hún mikið veik og lést svo þegar ég var tólf ára gamall.“ Þegar móðir hans veiktist var hún ólétt. „Þegar mamma eignaðist Ásgeir Þór bróður minn var hún fár- veik og lífið fór ekki mjög mjúkum höndum um Ásgeir. Hann svipti sig lífi, elsku dreng- urinn, fyrir ellefu árum, þá fer- tugur. Hann var þunglyndur, en fór hins vegar ekki að finna fyrir ein- kennum sjúkdómsins fyrr en eftir tvítugt. Hann gat verið viðkvæmur, var mjög hæfileikaríkur og fallegur. Hann dúxaði í skóla og spilaði eins og engill á píanó,“ segir Einar Þór og finnst augsýnilega erfitt að að rifja upp fráfall bróður síns. „Í báðum mínum ættum, eins og öllum íslenskum ættum, er tilhneig- ing til þunglyndis og geðsjúkdóma.“ Kerfi sem brást „Ég hugsa stundum um hvers vegna ég hef verið svo heppinn að vera laus við alvarlega geðsjúkdóma. Því vissulega hef ég oft upplifað þunga frekari sérfræðiráðgjöf,“ segir Einar. „Það var yndislegt veður þennan dag sem hann fór í blómabrekk- una hennar mömmu. Og þó að við vissum að hann væri veikur þá kom þetta samt eins og þruma úr heið- skíru lofti.“ Tilfinning fjölskyldunnar hafi verið vantrú, reiði og þung sorg. „Eftir öll þessi ár finnst mér ennþá erfitt að tala um þetta. Samt bý ég að mikilli reynslu og þekkingu á þessum málum, lauk til að mynda diplómanámi í jákvæðri sálfræði. En það er sama til hvaða bjargráða maður grípur í þessum aðstæðum, sárin gróa seint og örin sitja eftir,“ segir hann. „Ekki er hægt að ásaka ákveðna aðila um hvernig fór. En ég segi samt og stend við það að þarna var mjög veikur maður og kerfið brást.“ Einar segir að vegna reynslu sinn- ar í gegnum tíðina hafi hann verið mjög meðvitaður um afdrifaríkar afleiðingar áfalla og hversu mikil- vægt sé að vinna úr þeim. Hann á uppkomna dóttur sem hefur einnig þurft að takast á við alvarlegt áfall. „Ég er afar stoltur af Kolbrúnu Ýri, dóttur minni, sem tókst á við barns- missi af hugrekki og virðingu fyrir sorginni.“ Geðheilsu fólks hrakar Einar Þór ætlar að nýta þekkingu sína og lífsreynslu til góðs í starfi sínu sem nýr formaður Geðhjálpar. „Mig langar svo sannarlega að láta gott af mér leiða og það er gott að geta nýtt bæði reynslu sína og menntun og gefið af sér um leið. Ég hef líka kynnst svo mörgum í gegn- um starf mitt fyrir HIV-samtökin og önnur félagasamtök í gegnum árin. Ég hef eignast ómetanlega vini og rík tengsl og hef mikinn áhuga á geðheilbrigði jaðarhópa. Ég hef séð svo mörg mannslíf fara fyrir lítið,“ segir Einar Þór sem segir þó tilefni til bjartsýni í málaflokknum. „Það sem gefur mér von og er spennandi er að það er mun meiri velvilji og skilningur til staðar en var áður og mannréttindi eru frekar virt nú til dags. Ég er bjartsýnn á að líðan og kvíða. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á geðheilbrigðis- málum. Á árum áður voru geðsjúk- dómar þagaðir í hel, en við Ásgeir ræddum oft um vanlíðan hans. Við Ásgeir lögðum saman stund á lýðheilsufræði. Við vorum sam- ferða í náminu. Hann náði að taka meistaraprófið en veiktist svo sum- arið á eftir. Hann átti þrjú ung börn og eina fósturdóttur. Yngsta barnið hans var aðeins þriggja vikna þegar hann lést. Hún er nefnd í höfuðið á pabba sínum og heitir Ása Þóra. Þetta sumar fundum við öll að það hallaði undan fæti hjá honum. Hann var lagður mjög veikur inn á móttökugeðdeild Landspítalans. Hann útskrifaði sig eiginlega sjálf- ur.“ Einar segir eitt af stefnumálum sínum að fólk með geðsjúkdóma hafi fullt sjálfsforræði og að þjón- ustan við geðsjúka sé notendastýrð. „Þegar fólk er hins vegar svo alvar- lega veikt að það er í lífshættu vegna veikinda sinna, þá þarf stundum að grípa inn í. Ekki með þvingunum eða nauðung. Við aðstandendur Ásgeirs gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað veikindi hans voru alvarleg. Við fengum ekki eðlilega ráðgjöf eða útskýringar á ástand- inu, hvorki fyrir né eftir andlát hans. Það hefði verið vel þegið að fá Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -0 9 0 C 2 2 A 1 -0 7 D 0 2 2 A 1 -0 6 9 4 2 2 A 1 -0 5 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.