Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 24

Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 24
við eigum eftir að upplifa mikla grósku í málefnum fólks með geð- raskanir. Á meðal ungs fólks í dag er áhugi og sterkur vilji til að gera líf okkar betra og finna lausnir til þess. Hvort sem um er að ræða geðheilbrigðis- mál, að mannréttindi okkar séu virt og einstaklingnum og lífi hans gefinn gaumur,“ segir Einar Þór og segir áhugann sprottinn af þörf og nauðsyn. „Því það eru ekki bara umhverfis- málin sem liggja undir á 21. öldinni heldur líka geðheilsa okkar. Henni hefur hrakað. Það er eins og eitt- hvað hafi gerst síðustu áratugi sem gerir það að verkum að ungu fólki líður verr. Það þarf að skoða þetta ofan í kjölinn,“ segir hann. „Í prófum mælast Íslendingar hamingjusamir. En samt erum við með háa tíðni geðsjúkdóma, sjálfsvíga, sérstaklega á meðal ungra karla, og við notum mikið af lyfjum.“ Fólk sé einmana og ungt fólk glími við kvíða. „Miðaldra millistéttin fer ekki varhluta af vanlíðaninni og það er fólkið sem þjáist af alvarlegri streitu, kulnar og örmagnast. Við ætlum að leggja svo hart að okkur,“ segir Einar Þór sem kannast sjálfur vel við það að búa við álag. Seiglan mikilvægur eiginleiki „Ég hef sinnt eiginmanni mínum honum Stig sem er orðinn mjög veikur, hef reynt að gera mitt til að vera til staðar fyrir fjölskylduna alla og sinnt starfinu. Maður þarf að þekkja á streituna, bera kennsl á hana. Þora að berskjalda sig og hafa hugrekki til að vinna með þá erfiðleika sem hafa átt sér stað. En burðast ekki með þá í bakpokanum. Fyrst og fremst þarf maður að gefa sér tíma og velvilja til að læra að þekkja sjálfan sig,“ segir Einar Þór. „Þessi mikilvægi eiginleiki, seigla, kemur ekki af sjálfu sér. Hana þarf að þjálfa og þroska. Sumir öðlast hana í lífsreynslu sinni,“ segir Einar Þór. „Þegar ég lendi í áfalli, þá veit ég hvað ég þarf að gera. Veit til hvaða bjargráða ég þarf að grípa. Ég veit það líka að það tekur tíma að jafna sig. Eitt árið vaknaði ég alla daga snemma á morgnana og byrjaði dag- inn á því að hugleiða í eina klukku- stund. Svo kom annað tímabil og þá sótti ég ræktina á morgnana. Þetta styrkti mig í gegnum erfiðleika þess tíma og ég vil hjálpa fólki að finna þær leiðir sem styrkir það til betra lífs,“ segir hann. Stig, fjallið mitt Einar Þór og Stig kynntust í kring- um norrænt samstarf HIV-hópa árið 1990. „Ég kynntist Stig mínum og f lutti með honum til Stokkhólms. Við urðum ástfangnir árið 1991. Það eru 28 ár síðan. Hann hefur alltaf stutt mig. Ég kolféll fyrir honum, hann var svo sterkur og flottur, svo staðfastur. Akkerið mitt. Fjallið mitt. Offíser í sjóhernum,“ segir hann. „Ég grínast stundum með það hvort það sé hægt að finna sér eitt- hvað leiðinlegra en sænskan her- mann. Við höfum átt fallegt og gott samband og það hefur verið mér afar þungbært að horfa á hann fjar- lægjast síðan hann greindist með Alzheimer. Hann er núna alla daga á Vitatorgi í dagþjálfun og er sáttur þar. Hann er orðinn mjög veikur en hann er ennþá hjá mér,“ segir Einar Þór sem hefur barist fyrir betra lífi fyrir Stig. Saman hafi þeir beðið í ár eftir hjúkrunarrými. „Þessi málaflokkur hefur gleymst. Heilabilaðir fá ekki þá þjónustu sem þeir þurfa og það kom mér gríðar- lega á óvart. Ég hef verið að reyna að láta rödd mína heyrast og kærði nýverið úrskurð Reykjavíkurborgar um synjun á frekari heimaþjónustu til okkar. Það eru biðlistar alls stað- ar og fjölskyldur og makar heilabil- aðra eru í erfiðum aðstæðum. Það er brotalöm í allri þjónustu og þessi svokallaða notendastýrða þjónusta er ekki til staðar fyrir heilabilað fólk sem enn býr heima. Reykjavíkur- borg og önnur sveitarfélög hreinlega neita heilabiluðum um liðveislu, kvöld- og helgarþjónustu. Það brýt- ur gegn mannréttindum þeirra og aðstandendur eru bæði ráðþrota og örmagna vegna úrræðaleysis.“ Kom út úr skápnum í London Áður en Einar Þór kynntist ást lífs síns hafði hann gengið í gegnum átakanlega lífsreynslu. Hann smit- aðist af HIV og missti marga félaga sína. „Það er skrýtið hvernig lífið fer. Stundum fer það eins og það á að fara. Ég lærði trésmíði hér heima á Íslandi og ætlaði mér að verða arkitekt. Ég fór til Bretlands snemma á níunda áratugnum til að elta drauminn, gekk í listaháskóla og þar kom ég loks út úr skápnum og kynntist kærastanum mínum. Árið 1986 var ég greindur. Þáverandi kærasti minn dó síðar úr alnæmi. Þarna hrundi lífið mitt. Það voru engin lyf til. Næsta áratuginn lifði ég smitaður og í ákveðinni vonlítilli biðstöðu. Ég var dauðvona öryrki, sá ekki út úr neinu. Var óvinnufær. Ég fann ekki tilgang. Ég þekki því vel þetta hlutskipti að tilheyra jaðar- hópi, þar sem hindranir virðast óyfirstíganlegar,“ segir Einar Þór. „Það er þess vegna sem mér finnst það mikilvægt að skoða þessar félagslegu hindranir sem ýta undir geðsjúkdóma. Fordóma og niðurrif sem fólk þarf að búa við. Ég þekki margt fólk sem hefur ekki fengið tækifæri til að lifa lífi sínu með reisn og vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu,“ segir Einar Þór. Einar upplifði kraftaverk þegar lyf komu á markaðinn sem læknuðu alnæmi. „Árin eftir það fóru í það að átta sig á því og trúa því að ég gæti lifað af. Ég var kominn undir fertugt þegar ég fór í nám og valdi að læra þroskaþjálfun. Ég var þá farinn að vinna með fötluðu fólki og á sam- býlum og fann að ég var góður í því. Ég náði góðu sambandi við fólk og þannig fetaði ég mig út á vinnu- markaðinn aftur og náði striki. Stundum þarf maður að vera svolítið hugmyndaríkur til þess að gera lífið gott. Ég hef áhuga á and- legum málefnum og velferð og það má segja að lífið hafi leitt mig á rétta staði, ég er heppinn. Þrátt fyrir að ég hafi glímt við erfið leika og mótlæti þá hef ég gaman af lífinu og tilverunni. Ég er orkumikill og glaðsinna, leyfi mér alveg að láta draumana rætast þrátt fyrir að aðstæður mínar hafi ekki alltaf verið góðar,“ segir hann. Meiri gleði í málaflokkinn Hann segist finna fyrir tilhlökkun að takast á við nýtt hlutverk sem formaður Geðhjálpar. „Þar liggja mörg tækifæri, og margt sem þarf að gera en það er spurning um stefnumótun og hvað stjórnvöld vilja gera. Verkefni sem bíða eru endurskoðun lögræðis- laganna, afnám allrar þvingunar og nauðungar í meðferð. Þá er gríðar- lega mikilvægt að þátttaka fólks sem er með reynslu af geðsjúk- dómum sé virt í allri stefnumótun.“ Úrræði fyrir fólk með geðrask- anir þurfi að vera fjölbreyttari. „Það þarf að þróa og móta frekar langtímameðferð fyrir fólk með geðsjúkdóma og fíknivanda. Eitt stórt baráttumál er að öll sálfræði- þjónusta verði niðurgreidd. Að það sé betra aðgengi að sjúkrahúsþjón- ustu og raunverulegt aðgengi að vinnumarkaði. Atvinnulífið þarf að taka þar við sér. Það þarf að tengja aðstandendur á jákvæðan hátt inn í málaflokkinn um geðheilbrigði.“ Á haustdögum mun Geðhjálp standa fyrir menningarhátíð í tengslum við 40 ára afmæli Geðhjálpar. „Við köllum hátíðina stundum Crazy Days. Mig langar til þess að færa meiri gleði í starfið.“ Einar segir samfélagið þrýsta á um breytingar og framfarir í mála- f lokknum. „Við erum öll að átta okkur á því að við getum haft meiri áhrif á lífsgæði okkar og mannlífið í heild sinni með jákvæðum hætti. Ég held að við þurfum að feta okkur leið til frekari einfaldleika. Einfalda líf okkar, auka nánd við annað fólk og hafa hugrekki til að þiggja og gefa af okkur.“ Einar Þór, Stig og hundurinn þeirra Rúsína. „Ég kolféll fyrir honum, hann var svo sterkur og flottur, svo staðfastur. Fjallið mitt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÉG VAR DAUÐVONA ÖR- YRKI, SÁ EKKI ÚT ÚR NEINU. VAR ÓVINNUFÆR. ÉG FANN EKKI TILGANG. ÉG ÞEKKI ÞVÍ VEL ÞETTA HLUTSKIPTI AÐ TIL- HEYRA JAÐARHÓPI. 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -1 C C C 2 2 A 1 -1 B 9 0 2 2 A 1 -1 A 5 4 2 2 A 1 -1 9 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.