Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 56

Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 56
 Verkstjóri bifvélaverkstæðis óskast Launafl ehf óskar eftir að ráða verkstjóra á Bifreiðaverkstæði Launafls ehf á Reyðarfirði. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með góða vinnuaðstöðu. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Hæfniskröfur: Meistararéttindi eða Sveinspróf í bifvélavirkjun Frumkvæði og sjálstæði í vinnubrögðum Skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Gildi Launafls: ÖRYGGI – ÁREIÐANLEIKI - VIRÐING Austurland er góður kostur og býður uppá mikla fjölbreytni, kynntu þér það nánar á www.austurland.is Frekari upplýsingar um starfið veitir Magnús Helgason framkvæmdastjóri í síma 840-7211 Vinsamlega sendið umsókn á starfsmannastjóra Launafls: adda@launafl.is eða fyllið út umsókn á www.launafl.is Launafl ehf. – www.launafl.is – sími 414-9400 Hlutverk bankasviðs er að starfrækja áhættumiðað eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Eftirlitið felur m.a. í sér reglubundna vöktun á starfsemi fyrirtækjanna á grundvelli gagnaskila, mat á áhættu og áhættustýringu þeirra. Um er að ræða fjölbreytt starf sem snýr að mati og eftirliti með rekstraráhættu (e. operational risk) fjármálafyrirtækja ásamt tilheyrandi undiráhættuþáttum. Leitað er að faglega sterkum einstaklingi með góða greiningarhæfni og mikla færni í mannlegum samskiptum. SÉRFRÆÐINGUR Í REKSTRARÁHÆTTU Bankasvið Fjármálaeftir- litsins leitar að sérfræðingi í rekstraráhættu fyrirtækja á fjármálamarkaði. Umsjón með ráðningunni hafa Elmar Ásbjörnsson forstöðumaður á bankasviði (elmara@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is). Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is, eða á www.starfatorg.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Starfssvið • Mat og greining rekstraráhættu eftirlitsskyldra aðila • Þróun aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins við mat á rekstraráhættu • Yfirsýn með þróun rekstraráhættu á fjármálamarkaði • Samskipti við eftirlitsskylda aðila og aðra hagsmunaaðila • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi Hæfniskröfur • Háskólagráða sem nýtist í starfi, sérstaklega á sviði viðskipta- eða verkfræði • Þekking og reynsla af fjármálamarkaði • Þekking og reynsla af mati á rekstraráhættu • Rík greiningarhæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð færni í ritun og framsetningu texta á íslensku og ensku • Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu sem og í miðlun upplýsinga Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi er opinber framhaldsskóli sem var stofnaður árið 1973. Skólinn starfar samkvæmt áfangakerfi og býður upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum auk þess að vera miðstöð kennslu í hótel- og matvælagreinum og starfrækja ferðamála- og leiðsögunám í kvöldskóla. Starfsmenn skólans eru að jafnaði tæplega 100 og fjöldi nemenda í dagskóla eru um 900. Starfssvið Skólameistari veitir skólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Skólameistari gegnir mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Hæfni- og menntunarkröfur: • Skólameistari skal hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. • Umfangsmikil stjórnunarreynsla, leiðtoga- og samskiptahæfni. • Reynslu af stefnumótunarvinnu, hæfileiki til nýsköpunar og að stýra breytingum. • Þekking og reynsla af stjórnsýslu er mikilvæg. • Þekking af fjármálum og rekstri er nauðsynleg. Umsóknir Umsóknir með greinargerð umsækjenda um framtíðarsýn fyrir Menntaskólann í Kópavogi út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum í skólastarfi með upplýsingum um núverandi starfsheiti um- sækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið mrn@mrn.is, fyrir dagslok þriðjudaginn 30. apríl 2019. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðu- neytisins. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 9. mars 2019. Vegagerðin auglýsir eftir byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi á hönnunardeild. Um er að ræða fullt starf, við hönnun umferðarmannvirkja. Á hönnunardeild vinna um 18 manns við ýmis hönnunar-, þróunar- og rannsóknarverkefni, sem tengjast umferðar- mannvirkjum. Við erum að leita eftir verk- eða tæknifræðingi sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sínu fagsviði frá frumstigum hönnunar til framkvæmda. Fjölmörg verk- efni eru framundan varðandi uppbyggingu vegakerfisins á Íslandi. Um er að ræða spennandi starf við hönnun vega í krefjandi umhverfi, um fjallvegi, firði og í þéttbýli. Starfssvið Vinna við hönnun vega, umsjón og þáttaka í þróun veghönnunarkerfa Vegagerðarinnar , verkefnastjórn hönnunar, umferðaröryggisrýni auk þátttöku í rann- sóknarverkefnum tengdum umferðarmannvirkjum. Menntunar- og hæfniskröfur • Byggingarverkfræðingur, M.Sc. eða byggingartækni- fræðingur B.Sc • Þekking og reynsla í notkun teikni- og hönnunarforrita • Þekking og reynsla í notkun Microstation og Inroads er kostur • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu • Frumkvæði og faglegur metnaður • Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi • Góð íslenskukunnátta • Kunnátta í ensku og einhverju norðurlandamáli Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 1. april 2019. Umsóknir berist á netfangið starf@vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar (gudmundur.v.gudmundsson@vegagerdin.is) í síma 522 1000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. VEGHÖNNUN 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -6 B C C 2 2 A 1 -6 A 9 0 2 2 A 1 -6 9 5 4 2 2 A 1 -6 8 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.