Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 58

Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 58
Grunnskóli Seltjarnarness – starfsfólk óskast í eftirtalin störf frá hausti 2019: • Námsráðgjöf, fullt starf • Smíðakennsla, 80% staða • Umsjónarkennari, fullt starf • Textílmennt, fullt starf • Skólaliða vantar til starfa strax Frístundamiðstöð Seltjarnarness • Þroskaþjálfi, 50-100% starf með börnum á aldrinum 6-9 ára frá 15. ágúst. Nánari upplýsingar um starfið og skil umsóknar má finna á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is – Störf í boði Umsóknarfrestur er til 7. apríl næstkomandi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga. Seltjarnarnesbær Laus störf seltjarnarnes.is Vörumiðlun ehf óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra til starfa við langkeyrslu. Keyrt er út frá starfstöðvum okkar í Reykjavík annars vegar og hins vegar starfstöðinni á Sauðárkróki. Óskum einnig eftir starfskrafti við lestun á starfsstöðvum okkar í Reykjavík Störfin henta bæði körlum sem konum. Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma 896 8422 eða í tölvupósti magnus.svavarsson@vorumidlun.is MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRI www.stjornumalun.is Málarar Vegna fjölda verkefna sem framundan eru óskar Stjörnumálun ehf ef tir málurum í vinnu. Framtíðarstörf eru í boði. ATH: Aðeins kemur til greina að ráða menn með reynslu í málaraiðn. Umsóknir skulu berast á ivar@stjornumalun.is, einnig er hægt að hringja i 869-5302 Aðstoð á tannlæknastofu Aðstoðarmanneskja óskast í fullt starf á tannlæknastofuna Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Starfið felst m.a. í að aðstoða tannlækna við störf þeirra, símavörslu og afgreiðslu. Á tannlæknastofunni Valhöll starfa 20 manns, tannlæknar, aðstoðarfólk og tannsmiðir. Umsóknir berist á atvinna@frettabladid.is merkt „Tannlæknastofa-2303” Staða leikskólastjóra við leikskólann Klettaborg Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra í Klettaborg lausa til umsóknar. Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli við Dyrhamra í Grafarvogi í næsta nágrenni við Voginn. Leiðarljós leikskólans eru gleði, virðing og öryggi. Klettaborg er heilsueflandi leikskóli og áhersla lögð á hreyfingu og útiveru. Unnið er eftir hugmyndafræði John Dewey um að læra í gegnum leikinn og með læsi í gegnum þjóðsögur, þulur og Lubbi finnur málbein. Markvisst er unnið að því að skapa frjótt málumhverfi þar sem áhersla er lögð á góð samskipti og að börnin njóti hlýju og umhyggju þannig að þeim líði vel í leikskólanum, læri og dafni. Börnin eru með ferilmöppur sem fylgir þeim alla leikskólagönguna og gott samstarf er á milli leikskólans og hverfis- skólans. Klettaborg var metin af Menntamálastofnun 2018 og á heimasíðu leikskólans, www.klettaborg.is, má nálgast upplýsingar um það og um starfið í leikskólanum. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Klettaborg. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2019. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála, sími 411 1111. Netfang: ingibjorg.m.gunnlaugsdottir@reykjavik.is Meginhlutverk leikskólastjóra er að: • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar. • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum. • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn. • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og um- bótaáætlunum. • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi. • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara. • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskóla- stigi. • Reynsla af stjórnun æskileg. • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Sjálfstæði og frumkvæði. Laus staða hjá Fjársýslu ríkisins Hugsar þú í lausnum? Dreymir þig um samstarf & teymisvinnu? Eru samskipti sérsvið þitt? Er nákvæmni þér í blóð borin? Gæti verið að greiðslustýring sé millinafnið þitt? Ertu um borð í tæknihraðlestinni? Fylgir þolinmæðin þér í hvert fótmál? Langar þig að koma í liðið okkar? Starfsmaður á fjárreiðusviði Um starfið Um framtíðarstarf er að ræða í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi. Hlutverk sviðsins er m.a. að sjá um greiðslustýringu fyrir ríkissjóð, ráðuneyti og þær ríkisstofnanir sem þess óska. Þá annast sviðið móttöku á innheimtufé frá innheimtuembættum ríkisins ásamt innheimtu á skuldabréfum og kröfum fyrir ríkissjóð. Helstu verkefni og ábyrgð Útgreiðslur fyrir ríkissjóð, ráðuneyti og ríkisstofnanir Uppgjör og afstemmingar Útsending og innheimta krafna fyrir ríkissjóð og stofnanir Vinnsla og skráning í lánakerfi Samskipti við stofnanir ríkisins, lánastofnanir og lánadrottna Önnur verkefni er tengjast greiðslustýringu fyrir ríkissjóð Hæfnikröfur Menntun sem nýtist í starfi Reynsla af bókhaldi og afstemmingum Góð kunnátta á Excel og helstu notendaforrit Þekking á Orra, fjárhagskerfi ríkisins er kostur Skipulagshæfni Sjálfstæði í vinnubrögðum Frumkvæði, metnaður til að ná árangri og tileinka sér nýjungar Mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni Nánari upplýsingar veitir: Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson forstöðumaður á fjárreiðusviði - sími 545-7500 Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 08.04.2019 Sótt er rafrænt um störfin á www.starfatorg.is Laun skv. gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag starfsmanna stjórnarráðsins/Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins hafa gert. Leynist ráðgjafi innra með þér? Stingur þú þér á bólakaf í afstemmingar? Fjársýslan er þjónustu- og þekkingarstofnun á sviði opinberra fjármála. Stofnunin veitir fjármálatengda þjónustu til ríkissjóðs og ríkisaðila og annast umsýslu fjármuna. Þá hefur hún yfirumsjón með bókhaldi og uppgjörum ríkissjóðs og tryggir tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál ríkisins. www. .is 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -6 6 D C 2 2 A 1 -6 5 A 0 2 2 A 1 -6 4 6 4 2 2 A 1 -6 3 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.