Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 92
500 g jarðarber
Safi úr ½ sítrónu
½ bolli basilíkulauf
1 bolli sykur
Kolsýrt vatn
Maukið jarðarberin í blandara og
hellið safanum í gegnum sigti eða
notið safapressu. Hellið jarðar-
berjasafanum í mælikönnu og
bætið við vatni þar til blandan nær
einum bolla. Hellið í lítinn pott
og bætið sítrónusafa, basilíku og
sykri út í. Hitið við meðalhita þar
til suðan kemur upp. Látið malla í
fimm mínútur og hrærið stöðugt í á
meðan. Takið þá af hellunni og látið
kólna. Hellið sírópinu í gegnum
hreina grisju í hreint ílát og í ísskáp
geymist það í allt að viku.
Til að blanda drykkinn þarf
tvær matskeiðar af sírópi í glas eða
litlar glerflöskur. Fyllið svo með
kolsýrðu vatni, stingið fallegu röri
í og berið fram.
thekitchn.com
Einfaldur, bragðgóður og frískandi
drykkur á fermingarveisluborðið
Það er fátt ferskara en jarðarber og hvað þá þegar sítróna er komin út í.
Fermingar lenda
oft nærri páskum
og því um að
gera að nýta
eitthvað af
þeim fallegu
páskaskreyt-
ingum sem til eru
í fermingarveisluna. Gulur er enda
afskaplega glaðlegur og hlýr litur
sem allir tengja við.
Fallegar páskagreinar lífga upp á
tilveruna og ekki verra að skreyta
þær með páskaeggjum, já, eða til
dæmis myndum af fermingar-
barninu eða öðru því sem hentar.
Lítil súkkulaðipáskaegg eru
líka fullkomið borðskraut. Þau
eru litrík og falleg á borðunum en
einnig bragðgóð og nýtast því sem
hluti af veitingunum í stað þess að
enda í ruslinu.
Páskaskraut
á borðum
Í lífi f lestra ungmenna markar
fermingin ákveðin tímamót.
Orðið sjálft, ferming, er dregið
af latneska orðinu confirmare
og merkir að staðfesta og í þessu
tilfelli að staðfesta skírnina. Á
öldum áður var bundið í lög að
fermast og öllum skylt að gera
það. Ferming þótti ákveðin
manndómsvígsla þar sem börn
voru tekin í tölu fullorðinna. Í lok
19. aldar var ekki lengur skylda að
fermast en þrátt fyrir það hefur sá
siður haldist að mestu og f lestir
unglingar kjósa að láta ferma sig.
Þar sem f lestir íbúar landsins
eru lútherstrúar hefur löngum
tíðkast að fermast í kirkju.
Undanfarna áratugi hafa þó f leiri
valkostir verið í boði og margir
kjósa að fermast borgaralega hjá
Siðmennt eða hjá Ástrúarfélaginu
eða fermast ekki.
Tákn um
tímamót
Fyrr á tíð var skylda að fermast.
NORDICPHOTOS/GETTY
Páskagreinar lífga upp á tilveruna.
20 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERMINGARGJAFIR
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
1
-4
9
3
C
2
2
A
1
-4
8
0
0
2
2
A
1
-4
6
C
4
2
2
A
1
-4
5
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K