Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 8
Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn
leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfa-
sjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr.
í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.
Nánari upplýsingar um sparnað og verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sparnaður.
Sparaðu og við
hvetjum þig áfram
landsbankinn.isLandsbankinn 410 4000
BANDARÍKIN Neyðarástand tók gildi
í Rockland-sýslu í New York-ríki
Bandaríkjanna í gær vegna mislinga-
faraldurs. Alls höfðu 153 greinst með
sjúkdóminn þegar ákvörðunin var
tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 pró-
sent átján ára eða yngri og tæp fjöru-
tíu prósent undir þriggja ára aldri.
Langflest sýktra hafa ekki fengið þær
MMR-bóluefnissprautur sem þarf til
að bólusetja við mislingum, rauðum
hundum og hettusótt. Alls búa um
300.000 í Rockland.
„Allt sem við höfum gert frá því að
faraldurinn braust út hefur verið til
þess gert að hámarka bólusetningar
og lágmarka útbreiðslu. Við tökum
næstu skref í dag,“ sagði í tilkynn-
ingu frá Ed Day sýslumanni á þriðju-
dag.
„Rannsakendur okkar hafa mætt
mótspyrnu frá fólkinu sem þeir
reyna að vernda. Skellt er á þá og
Neyðarástand vegna mislingafaraldurs
Hvað eru mislingar?
„Mislingar er veirusjúkdómur
sem er mjög smitandi og ein-
kennist af hita og útbrotum
um allan líkamann. Hann getur
verið hættulegur og jafnvel
valdið dauða.“ Svona hefst
lýsing á mislingum á vef Land-
læknis. Sjúkdómurinn var mun
algengari á árum áður en bólu-
setningar hafa dregið mjög úr
tíðni smits.
Mislingar víðar
Fleiri stríða við mislingafaraldur
en íbúar Rockland og er ástæðan
einna helst rakin til skorts á
bólusetningum. Frakkar ákváðu
árið 2017 að gera bólusetningar
að skyldu og á Ítalíu var óbólu-
settum börnum bannað að
mæta til skóla fyrr í mánuðinum.
Hér á landi hafa verið fluttar
fréttir af mislingasmitum. Sótt-
varnalæknir sagði þann 8. mars
að umdæmis- og svæðislæknar
sóttvarna um allt land væru í
viðbragðsstöðu vegna mislinga-
smits.
Mislingar hafa gert vart við
sig víðar í Bandaríkjunum en í
Rockland. Samkvæmt smitsjúk-
dómastofnuninni CDC hefur
faraldur geisað á sex stöðum
þar í landi það sem af er þessu
ári. Þeir eru Rockland, New
York-borg og í ríkin Washington,
Texas, Illinois og Kalifornía.
Þann 21. mars höfðu greinst 314
tilfelli það sem af er ári. Á öllu
síðasta ári greindust 372 tilfelli.
Versta árið á þessum áratug var
2014 þegar 667 greindust með
mislinga, einkum í óbólusettum
samfélögum Amish-fólks í Ohio.
Ef fram heldur sem horfir verður
2019 versta ár áratugarins.
Enn fjær geisar versti mislinga-
faraldur til margra ára í Japan þar
sem 167 höfðu greinst í febrúar.
Þá hafa 26 greinst í Hong Kong,
svo fátt eitt sé nefnt.
Óbólusett börn fá ekki
að vera á meðal almenn-
ings í Rockland-sýslu
New York. Ákvörðunin
sögð fordæmalaus í
Bandaríkjunum. Misl-
ingar hafa gert vart við
sig mun víðar en í Rock-
land. Ef fram heldur
sem horfir verður 2019
versta ár áratugarins í
Bandaríkjunum.
Bólusetningar eru ekki notalegar, en þær eru öruggar. NORDICPHOTOS/GETTY
ingastaðir, kvikmyndahús og versl-
anir. Börn sem ekki má bólusetja af
heilsufarsástæðum eru undanskilin
banninu.
Að sögn sýslumannsins er þetta
líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun
sem þessi er tekin í Bandaríkjunum.
Reynist óbólusett barn hafa brotið
gegn banninu gætu foreldrarnir
þurft að greiða um 50 þúsund króna
sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90
daga.
The New York Times greindi frá
því að um 6.000 óbólusett börn í
sýslunni fengju nú ekki að sækja
skóla. Flest greind tilfelli hafa verið
í samfélögum strangtrúaðra rétt-
trúnaðargyðinga en þar er tíðni
bólusetninga mun lægri en í öðrum
samfélögum sýslunnar.
John Lyon, upplýsingafulltrúi
sýslumanns, sagði við CNN að mark-
miðið væri ekki að refsa fólki heldur
að beina því í réttan farveg svo hægt
væri að stöðva faraldurinn.
thorgnyr@frettabladid.is
þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim
hefur verið sagt að bólusetningar séu
ekki inni í myndinni. Þess háttar
svör eru bæði óásættanleg og óábyrg.
Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir
fram á algjört og sláandi ábyrgðar-
leysi,“ bætti Day við.
Neyðarástandið í Rockland felur
í sér að fólk undir átján ára aldri,
óbólusett gegn mislingum, fær
ekki að vera í almannarými næstu
30 daga. Undir almannarými falla
meðal annars stofnanir, bænahús,
almenningssamgöngur, skólar, veit-
2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
E
-0
5
3
8
2
2
A
E
-0
3
F
C
2
2
A
E
-0
2
C
0
2
2
A
E
-0
1
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K