Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 8
Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfa- sjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. Nánari upplýsingar um sparnað og verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sparnaður. Sparaðu og við hvetjum þig áfram landsbankinn.isLandsbankinn 410 4000 BANDARÍKIN Neyðarástand tók gildi í Rockland-sýslu í New York-ríki Bandaríkjanna í gær vegna mislinga- faraldurs. Alls höfðu 153 greinst með sjúkdóminn þegar ákvörðunin var tekin á þriðjudag. Þar af eru 85 pró- sent átján ára eða yngri og tæp fjöru- tíu prósent undir þriggja ára aldri. Langflest sýktra hafa ekki fengið þær MMR-bóluefnissprautur sem þarf til að bólusetja við mislingum, rauðum hundum og hettusótt. Alls búa um 300.000 í Rockland. „Allt sem við höfum gert frá því að faraldurinn braust út hefur verið til þess gert að hámarka bólusetningar og lágmarka útbreiðslu. Við tökum næstu skref í dag,“ sagði í tilkynn- ingu frá Ed Day sýslumanni á þriðju- dag. „Rannsakendur okkar hafa mætt mótspyrnu frá fólkinu sem þeir reyna að vernda. Skellt er á þá og Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Hvað eru mislingar? „Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og ein- kennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða.“ Svona hefst lýsing á mislingum á vef Land- læknis. Sjúkdómurinn var mun algengari á árum áður en bólu- setningar hafa dregið mjög úr tíðni smits. Mislingar víðar Fleiri stríða við mislingafaraldur en íbúar Rockland og er ástæðan einna helst rakin til skorts á bólusetningum. Frakkar ákváðu árið 2017 að gera bólusetningar að skyldu og á Ítalíu var óbólu- settum börnum bannað að mæta til skóla fyrr í mánuðinum. Hér á landi hafa verið fluttar fréttir af mislingasmitum. Sótt- varnalæknir sagði þann 8. mars að umdæmis- og svæðislæknar sóttvarna um allt land væru í viðbragðsstöðu vegna mislinga- smits. Mislingar hafa gert vart við sig víðar í Bandaríkjunum en í Rockland. Samkvæmt smitsjúk- dómastofnuninni CDC hefur faraldur geisað á sex stöðum þar í landi það sem af er þessu ári. Þeir eru Rockland, New York-borg og í ríkin Washington, Texas, Illinois og Kalifornía. Þann 21. mars höfðu greinst 314 tilfelli það sem af er ári. Á öllu síðasta ári greindust 372 tilfelli. Versta árið á þessum áratug var 2014 þegar 667 greindust með mislinga, einkum í óbólusettum samfélögum Amish-fólks í Ohio. Ef fram heldur sem horfir verður 2019 versta ár áratugarins. Enn fjær geisar versti mislinga- faraldur til margra ára í Japan þar sem 167 höfðu greinst í febrúar. Þá hafa 26 greinst í Hong Kong, svo fátt eitt sé nefnt. Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almenn- ings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Misl- ingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rock- land. Ef fram heldur sem horfir verður 2019 versta ár áratugarins í Bandaríkjunum. Bólusetningar eru ekki notalegar, en þær eru öruggar. NORDICPHOTOS/GETTY ingastaðir, kvikmyndahús og versl- anir. Börn sem ekki má bólusetja af heilsufarsástæðum eru undanskilin banninu. Að sögn sýslumannsins er þetta líklega í fyrsta skipti sem ákvörðun sem þessi er tekin í Bandaríkjunum. Reynist óbólusett barn hafa brotið gegn banninu gætu foreldrarnir þurft að greiða um 50 þúsund króna sekt eða sitja í fangelsi í allt að 90 daga. The New York Times greindi frá því að um 6.000 óbólusett börn í sýslunni fengju nú ekki að sækja skóla. Flest greind tilfelli hafa verið í samfélögum strangtrúaðra rétt- trúnaðargyðinga en þar er tíðni bólusetninga mun lægri en í öðrum samfélögum sýslunnar. John Lyon, upplýsingafulltrúi sýslumanns, sagði við CNN að mark- miðið væri ekki að refsa fólki heldur að beina því í réttan farveg svo hægt væri að stöðva faraldurinn. thorgnyr@frettabladid.is þeim sagt að hringja ekki aftur. Þeim hefur verið sagt að bólusetningar séu ekki inni í myndinni. Þess háttar svör eru bæði óásættanleg og óábyrg. Þetta stefnir öðrum í hættu og sýnir fram á algjört og sláandi ábyrgðar- leysi,“ bætti Day við. Neyðarástandið í Rockland felur í sér að fólk undir átján ára aldri, óbólusett gegn mislingum, fær ekki að vera í almannarými næstu 30 daga. Undir almannarými falla meðal annars stofnanir, bænahús, almenningssamgöngur, skólar, veit- 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A E -0 5 3 8 2 2 A E -0 3 F C 2 2 A E -0 2 C 0 2 2 A E -0 1 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.