Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 52
Verslunin Fischer í Fischersundi tekur þátt í HönnunarMars með ilmgjörningum og
leikjum sem tengjast lyktarskyninu
og býður fólki í kvöld upp á að stíga
inn í heilandi, íslenskan skóg með
því sem ilmgerðarfólkið í búðinni
kallar ilmsturtu.
„Við búum til okkar eigin ilm
vötn úr íslenskum ilmolíum sem
við notum einnig í umhverfisvænar
snyrtivörur,“ segir Lilja Birgisdóttir
sem rekur Fischer ásamt systkinum
sínum.
Bróðir hennar, Jónsi í Sigur Rós,
hannar ilmvötnin en Lilja segir
hann vera með einstaklega næmt
og gott nef. „Við erum alltaf að vinna
með skynjun og í kvöld ætlum við að
taka þefskynið fyrir með alls konar
leikjum og upplifunum sem ætlað
er að vekja fólk til umhugsunar um
áhrifamátt þefskynsins sem við
tökum oftast sem sjálfsögðum hlut.“
Þau verða með opið hús í Fischer
sundi milli 18 og 20 í kvöld og þá
getur fólk prufað ilmvötnin þeirra
og skellt sér í ilmsturtu. „Við notum
ilmolíur frá Nordic Angan sem
unnar eru úr íslenskum trjám. Þetta
er rosalega góð lykt og hugmyndin
er að koma með heilandi áhrif skóg
arins til þín með ilmgufum sem þú
færð framan í þig í sturtunni,“ segir
Lilja.
Hún bætir við að með því að
bregða svona á leik ætli þau að skoða
tengsl ilms við minningar og tilfinn
ingar, vekja ilmfinningar, á mjög
óvísindalegan hátt. – þþ
Ilmfinningarnar vakna
Fischer-systkinin framleiða ilmvötn í Fischersundi. MYND/HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR
María segist hafa orðið meðvituð um spillingu í gull og demantaiðnaðinum strax í bernsku
þegar hún bjó með foreldrum sínum
á gömlu gullgraftarsvæði í Síerra
Leóne. „Það er nú þess vegna sem
mér finnst þetta svona mikilvægt,“
segir María og bætir við að leit
hennar að sanngirnisvottuðu gulli
hafi tafið hana frá framleiðslu skart
gripanna í rúmt ár. „En þetta er það
sem ég vil gera og mér finnst þetta
mikilvægt og skemmtilegt vegna
þess að fjölskylda mín hefur alltaf
hrifist af svona verkefnum.“
Foreldrar Maríu, sem eru bæði
sjúkraþjálfarar, unnu með holds
veikum í Síerra Leóne þegar hún
var barn og þar kynntist fjölskyldan
náið þeirri miklu spillingu og þræl
dómi sem löngum hefur loðað við
námavinnslu í landinu. „Ástandið
er ekkert betra núna en fyrir 40
árum og þess vegna ákvað ég strax
að fara ekki í demantaiðnaðinn en
gulliðnaðurinn er síðan bara ekkert
betri.“
Vill vveraa sanngjörn
María segir samnefnt fyrirtæki sem
hún stofnaði utan um skartgripalín
una leggja áherslu á eflingu kvenna
með hönnun kvenlegra skartgripa
sem séu umhverfisvænir og sam
félagslega ábyrgir með sanngirnis
vottaða gullinu en það stuðli að
auknu framboði af kvikasilfurs
lausu gulli.
Fréttablaðið greindi fyrr í vik
unni frá ágreiningi um notkun
vörumerkisins Vveraa vegna lík
inda við Vera Design skartgripa
línuna. „Við völdum nafnið Vveraa
vegna sagnarinnar „að vera“ og
einnig kvenmannsnafnsins þar sem
valdef ling kvenna er, ásamt sam
félagslegri ábyrgð, á meðal mark
miða okkar,“ segir María.
„Þegar kom í ljós að annað skart
gripafyrirtæki á Íslandi væri með
sama nafn, að hluta, og við höfðum
ákveðið að nota, ráðfærðum við
okkur gaumgæfilega við Einka
leyfastofu. Þar vorum við hvattar
til að láta það ekki stoppa okkur
því þau sáu ekki merki um að við
værum að gera neitt ólöglegt,“ segir
María.
Hún segir að hjá Einkaleyfastofu
hafi henni verið tjáð að ekki væri
hægt að fá einkaleyfi á „Reykjavík“
eða enska orðinu „design“. Sama
gilti um orðið „Vera“ hvort sem um
væri að ræða kvenmannsnafnið eða
sagnorðið.
„Ráðgjafinn taldi þetta því vera
í besta lagi og hvatti mig eiginlega
til að hafa ekki áhyggjur.“ Þá hafi
Leitin að sanngjarna gullinu
Grafíski hönnuðurinn María Ericsdóttir Panduro kynnir skartgripalínu sína, Reshape
frá Vveruu Reykjavík, á HönnunarMars en skartið er unnið úr sanngirnisvottuðu gulli.
Leit Maríu að sanngirnisvottuðu gulli tafði framleiðslu skartgripalínunnar um rúmt ár.
hún verið hvött til þess
að senda fyrirtækis
merkið inn til „yfir
ferðar“ og „nokkr
um vikum síðar var
það samþykkt og ég
hugsaði þá að þetta
væri ekkert mál.“
María bendir einn
ig á að þótt í báðum
tilfellum sé um
s k a r t g r i p a l í nu
að ræða þá „eru
þetta mjög mis
munandi vörur,
hön nu na rleg a
séð. Ég vinn ein
göngu með sann
girnisvottað gull,
þetta er stafað öðruvísi
og merkin eru ólík. Ég sé alveg fyrir
mér að Vera Design geti notið góðs
af líka og hef engar áhyggjur af því.
Ég valdi sögnina „að vera“ vegna
þess að mér finnst mjög mikilvægt
að vera sanngjörn. Það er pælingin á
bak við þetta og ég geri þetta engan
veginn til þess að ögra.“
María segist einnig hafa í f ljótu
bragði fundið fjórtán önnur vöru
merki kennd við Vera Design á
Instagram. „Þá slakaði ég aðeins
á enda ljóst að þetta er ekki svo
einstakt að það sé eins og ég sé að
skemma fyrir öðrum.“
Vveraa Reykjavík kynnir skart
gripalínuna í versluninni Akkúrat
í Aðalstræti 2 í dag klukkan 18 og
áfram yfir HönnunarMarshelgina.
thorarinn@frettabladid.is
2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
2
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
D
-E
C
8
8
2
2
A
D
-E
B
4
C
2
2
A
D
-E
A
1
0
2
2
A
D
-E
8
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K