Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 30
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Lóa, Elín Elísabet og Árni Jón verða á Kattahaffihúsinu milli klukkan 15 og 18 í dag. MYND/ANTON BRINK
Þrír af fimm meðlimum Hrossavinafélagsins, þau Lóa Hjálmtýsdóttir, Elín Elísabet
Einarsdóttir og Árni Jón Gunn-
arsson, verða með penna og pensil
á lofti á Kattakaffihúsinu í dag
milli klukkan 15 og 18 og ætla að
teikna ketti af miklum móð. Þessi
viðburður er hluti af Hönnunar-
Mars sem stendur sem hæst þessa
dagana.
„Ég er svo hrifin af Hönnunar-
Mars, og alltaf þegar ég hef ekki
tekið þátt fyllist ég eftirsjá. Þess
vegna var ég mjög glöð að Hrossa-
vinafélagið vildi vera með mér í
þessu,“ segir Lóa og Elín Elísabet
bætir við: „Þessi viðburður var
hugsaður fyrst og fremst út frá því
að vera sem þægilegastur fyrir
okkur. Við vildum henda í eitt-
hvað skemmtilegt sem væri samt
auðvelt.“ Árni Jón samsinnir. „Sem
teiknarar erum við náttúrulega
stressuð og þá er best að gera eitt-
hvað sem þarfnast einskis undir-
búnings,“ segir hann og hlær.
Hópurinn fékk inni í Kattakaffi-
húsinu á Bergstaðastræti. „Okkur
fannst eitthvað fyndið við að
Hrossavinafélagið myndi teikna
ketti á kattakaffihúsi,“ útskýrir
Lóa.
Teiknararnir munu teikna ketti
fyrir opnum tjöldum og gestum
og gangandi er frjálst að koma og
fylgjast með framvindunni. „Við
teiknum öll með okkar nefi en
stílar okkar eru ansi mismun-
andi. Myndirnar hengjum
við svo upp á vegg jafnóðum
og þær eru tilbúnar og fólk getur
keypt þær á viðráðanlegu
verði. Teikningarnar verða til
sölu og rennur allur ágóðinn
til Kattholts,“ lýsir Elín Elísa-
bet.
Húslistamenn á Holtinu
Hrossavinafélagið varð til
fyrir nokkrum árum
en í því eru teiknar-
arnir þrír auk Helgu
Páleyjar Friðþjófs-
dóttur og Ránar Flygenring. „Við
reynum að hittast einu sinni í viku
til að teikna saman. Starf teiknar-
ans er í sjálfu sér dálítið einmana-
legt en með þessari leið getum við
hitt aðra teiknara,
rætt fagið, fengið
góð ráð og lært
hvert af öðru,“
segir Árni Jón.
Hann tekur sem
dæmi að þau
séu nú öll farin
að teikna á iPad
Pro en spjald-
tölvueignin
smitaðist á
milli þeirra.
Hópurinn
hefur hist á
fimmtudags-
morgnum á
Hótel Holti.
„Þar eru
rosalega þægi-
legir leðursófar
sem gott er
að sökkva sér
ofan í. Okkur er voða vel tekið af
starfsfólkinu og í raun dekrað við
okkur,“ segir Lóa. „Svo kíkir starfs-
fólkið reglulega á okkur og gefur
okkur súkkulaði með kaffinu.“
Eruð þið þá orðnir húslistamenn
Hótel Holts?
„Ja. Við sjáum okkur allavega
þannig,“ segir Árni Jón glettinn.
En hvaðan kemur nafnið,
Hrossavinafélagið?
„Nafnið er sprottið af sýningu
sem Helga Páley hélt og hét
Heeeeestur,veggur. Í kringum
þá sýningu spruttu hestar upp í
kollinn á okkur aftur og aftur. Við
dýrkum hesta en finnst rosalega
erfitt að teikna þá. Rán á sjálf hesta
og á heiðurinn af nafngiftinni,“
segir Elín Elísabet.
Þau hvetja fólk til að koma á
Kattakaffihúsið í dag. „Þó þetta sé
einföld hugmynd ætti fólk að geta
haft gaman af því að fylgjast með
og síðan er ekki úr vegi að styrkja
munaðarlausa ketti í leiðinni. Ef
aðrir teiknarar vilja mæta og teikna
með okkur er það líka sjálfsagt.“
Hrossavinafélag
teiknar kisulórur
Teiknararnir í Hrossavinafélaginu munu sitja á Kattakaffi-
húsinu á Bergstaðastræti í dag og teikna ketti. Teikning-
arnar verða til sölu og rennur ágóðinn til Kattholts.
TE
IK
N
IN
G
/E
LÍ
N
E
LÍ
SA
BE
T
HEILSÁRSJAKKAR VEGAN
(Við styðjum ábyrga framleiðslu)
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
skoðið laxdal.is
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
LÍFIÐ ER Á
FRETTABLADID.IS
Líð á frettabladid.is allar um
fólk, menningu, tísku, heilsu
og margt eira.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
2
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
D
-E
7
9
8
2
2
A
D
-E
6
5
C
2
2
A
D
-E
5
2
0
2
2
A
D
-E
3
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K