Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 16
TILVERAN Í Lónsöræfum við austanverðan Vatnajökul er stórkostleg náttúrufegurð þar sem skiptast á óvenjulitrík líparítfjöll með hnífskörpum berg­göngum, snævi þaktir tindar, jökulár og grósku­mikill birkiskógur. Þarna er eitt skemmtilegasta göngusvæði á Íslandi og óvenjufjölbreyttar gönguleiðir í boði. Ein slík liggur að Tröllakrókum sem eru 8 km langir klettadrangar úr móbergi sem jöklar, vatn og vindar hafa sorfið til. Algengast er að skoða þessa einstöku náttúrusmíð að ofanverðu og er tilvalið að hefja gönguna frá Múlaskála þar sem bæði er tjaldstæði og snotur skáli. Að Múlaskála er hægt að komast gangandi úr Lóni á einum eða tveimur dögum en fleiri velja að stytta gönguna og aka á sérútbúnum jeppa inn að Illakambi. Á leiðinni er farið yfir hina viðsjárverðu Skyndidalsá en ekki verður komist lengra akandi. Frá Illakambi er 40 mínútna ganga í Múlaskála sem liggur steinsnar frá Jökulsá í Lóni. Gönguleiðin að Tröllakrókum liggur oftast í gegnum svokallaðar Leiði­ tungur en einnig má velja eystri gönguleið sem kallast Leið milli gilja. Hún er brattari en býður upp á ótrúlegt útsýni yfir litfögur líparítgilin. Eftir nokkurra km göngu minnkar brattinn og er stefnan tekin á Egilssel við Kollumúlavatn. Þar er lítill skáli sem einnig er hægt að komast að gangandi úr norðri frá Geldingafelli. Áður en komið er í Egilssel er sveigt til vesturs og blasa þá allt í einu Tröllakrókarnir við í öllu sínu veldi. Það er ólýsanleg tilfinning að koma að þessu stórkostlega náttúrulistaverki en sorfnir klettadrangarnir minna á sköpunarverk spænska arkitektsins, Antoni Gaudí, sérstaklega hina heimsfrægu kirkju Sagrada Familia í Barcelona. Sums staðar ná þverhníptir hamrarnir nokkur hundruð metrum og á milli þeirra eru náttúru­ leg mosavaxin útskot sem eru frábærir útsýnispallar. Skammt norðan Tröllakróka eru lágvaxinn tindur, Tröllakrókahnúta, með sérlega fal­ legu stuðlabergi. Þar býðst ótrúlegt útsýni yfir til Snæfells, Axarjökuls, Grendils í Vatnajökli og Sauðhamarstinds. Á leiðinni heim er gaman að ganga meðfram grasi grónum Víðidal, en til að fara ofan í hann veitir ekki af heilum göngudegi. Tröllakrókar – náttúruundur í anda Gaudí? Tröllakrókar minna á arki- tektúr Gaudí. Tröllakrókar eru mikilfengleg náttúrusmíð. Í baksýn sést í Axarjökul og til hægri sést glitta í Snæfell. MYNDIR/ÓLAFUR MÁR BJÖRNSSON Gönguleiðin að Tröllakrókum er mikið litaspil þar sem líparít er í aðalhlut- verki. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari. Fleiri myndir er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Frétta- blaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A D -D 3 D 8 2 2 A D -D 2 9 C 2 2 A D -D 1 6 0 2 2 A D -D 0 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.