Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 12
Við höfum alltaf rætt þetta mál mjög opin­skátt á mínu heimili. Í mínum huga og okkar í f jölskyld­unni kom aldrei til greina að eignast barn með þennan sjúkdóm,“ segir Hrönn Bjarna­ dóttir. Hún ólst upp með tveimur langveikum bræðrum sínum með alvarlegan erfðasjúkdóm. Duch­ enne er alvarlegur vöðvarýrnunar­ sjúkdómur sem leggst eingöngu á drengi. Stúlkur geta hins vegar verið arf berar þessa sjúkdóms. Annar bróðir hennar lést þegar hún var sjö ára gömul en hinn bróðir hennar, Ragnar, er 43 ára í dag og er bundinn hjólastól, í öndunarvél og þarf sólar­ hringsumönnun. „Helsti stuðningsmaður þeirrar ákvörðunar minnar var bróðir minn sem ber sjálfur þennan sjúk­ dóm og sá stuðningur hefur verið mér gríðarlega mikilvægur í mínu verkefni að eignast heilbrigt barn. Enginn er í betri stöðu til að mynda sér skoðun á þessu máli heldur en einstaklingur sem hefur þurft að lifa með þessum sjúkdómi alla sína ævi. Hann er alfarið þeirrar skoð­ unar að hann hefði miklu frekar valið að fæðast heilbrigður ef hann hefði mátt velja,“ segir Hrönn. Hún segir vináttu sína og Ragn­ ars vera ómetanlega. Hann sé ekki aðeins hennar besti vinur heldur einnig hennar helsti stuðnings­ maður í lífinu almennt. „Ég get alltaf leitað til hans og við höfum alltaf um nóg að spjalla. Eftir að ég átti dóttur mína Emblu fyrir tveimur árum er þó spurning hvor er í meira uppáhaldi, ég eða Embla, en Ragnar er yndislegur frændi og ég veit að Embla hefur gefið honum mikið.“ Hrönn segist heppin að vera í barneignum í dag en ekki fyrir 20 árum þar sem gríðarlegar tækni­ framfarir hafa orðið sem gera fólki kleift að notast við tæknifrjóvgun og DNA­greiningu á fósturvísum til að eignast heilbrigt barn. „Sjúkdóminn er sem sagt hægt að greina í fósturvísum og velja þannig úr þá fósturvísa sem bera ekki þetta gen. Þessi tækni er þó ekki í boði hérlendis en ég fór í mínar með­ ferðir í London á læknastofnu sem sérhæfir sig meðal annars í þessu og heitir Boston Place Clinic.“ Hrönn hefur aðstoðað nokkur pör með fjölskyldusögu um alvar­ lega erfðasjúkdóma við að fara í gegnum sama ferli og hún. „Ég hef bæði gefið ábendingar um hvaða læknastofu ég fór á og eins gefið ráð og leiðbeiningar varðandi meðferðina sem konan þarf að fara í en hún er bæði tímafrek og reynir mikið á líkama og sál og þá er alltaf gott að geta talað við einhvern sem hefur verið í sömu sporum.“ Hrönn segir að fólk sem hafi enga reynslu af því að vera með langveikt barn í fjölskyldunni eigi skiljanlega erfitt með að setja sig í spor þeirra sem það þekkja enda séu þetta aðstæður sem erfitt er að setja sig inn í nema hafa reynt þær á eigin skinni. „Mamma mín lenti hins vegar í mörgum erfiðum og skrítnum uppákomum þegar hún var að ganga í gegnum sína erfiðleika þegar bræður mínir greindust og yngri bróðir minn lést. Það voru til dæmis einhverjir sem komu að máli við hana og létu hana vita að hún hefði greinilega verið svona vond í fyrra lífi og þess vegna ætti hún svona veik börn,“ segir Hrönn. „Það var ekki fyrr en ég var komin á barneignaraldur og farin að skoða mína möguleika sem ég varð vör við fordóma og skilningsleysi. Þegar ég byrjaði mínar barneignar­ hugleiðingar vissi ég ekki af þeirri tækni sem er til staðar í dag og mér var ráðlagt að prófa sjálf að eignast barn og láta framkvæma fóstur­ greiningu á meðgöngunni í þeirri von að fóstrið bæri ekki þetta gen.“ Duchenne sjúkdómurinn erfist þannig að það eru 50 prósent líkur á því að barn arf bera erfi genið. Sé barnið drengur þá mun hann bera sjúkdóminn en sé það stúlka verður hún arf beri eins og móðirin. „Ég var ólétt um mitt ár 2012 og komst að því þegar ég var gengin rúmlega 14 vikur að fóstrið mitt væri drengur sem bæri gallaða genið. Ég tók þá ákvörðun strax í byrjun meðgöngunnar að ef þessi staða kæmi upp myndi ég binda enda á meðgönguna og það gerði ég í nóvember 2012. Ég varð vör við mikla fordóma og skilningsleysi á þessum tíma varðandi ákvörðun mína, bæði innan spítalans og utan. Það sem kom mér mest á óvart var hversu margir sem vissu mjög lítið um þessi mál og höfðu enga reynslu af svona aðstæðum voru með sterk­ ar skoðanir á þeim. Ég sem betur fer var með dyggan stuðning frá bróður mínum og allri minni fjölskyldu en þetta tók samt á mig. Fræðsla og umræða er besta ráðið við skiln­ ingsleysi og fordómum að mínu mati, eins að fá fram sjónarhorn þeirra sem þekkja það að berjast við þessa sjúkdóma og fjölskyldur þeirra.“ Hvatti systur sína til að leita allra leiða Ragnar er með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm sem leggst einungis á drengi. Þegar systir hans, sem er arfberi sjúkdómsins, fór að huga að barn- eignum tók við erfið þrautaganga. Systkinin vilja bæði opnari umræðu. Það er áfall að vera í þessari stöðu og það er bókstaflega ætlast til þess að stuðnings- netið haldi og bresti ekki, en það getur verið ansi erfitt að bogna ekki. Teitur Guðmundsson læknir Það er mjög krefjandi og erfitt hlut­skipti að vera sjúklingur og gildir einu á hvaða aldri viðkomandi er í sjálfu sér. Þegar við horfum á mismunandi hópa sjúklinga þykir mörgum erfiðara að horfast í augu við þann veruleika að börn veikjast líkt og aðrir. Ef um er að ræða mjög erfið eða langvinn veikindi þá flækist málið enn frekar. Þá er það ekki bara barnið sem glímir við veikindi heldur allt stuðningsnet og fjölskylda í raun og veru. Ýmiss konar sjúkdómar geta eðli­ lega komið upp, bæði meðfæddir og áunnir, og sum þessara veikinda geta tengst meðgöngu og fæðingu. Fyrirburar eru útsettari fyrir vanda eftir því hversu snemma þeir koma í heiminn. Blessun­ arlega erum við á Íslandi með einn besta árangur í heimi í meðhöndlun fyrirbura, en veikindi þeirra og meðferð geta tekið sérstaklega á. Ýmiss konar sjúkdómar og gallar geta svo komið fram á fyrstu dögum og vikum barna með fulla meðgöngulengd líkt og hjartagallar eða efnaskiptagallar svo dæmi séu tekin, en einnig sjúkdómar sem sýna sig fyrst með þeim hætti að barnið dafnar ekki eins og búist er við og leiðir það til frekara mats hjá heilbrigðisstarfsfólki. Börn tjá sig ekki líkt og fullorðnir og leita fagaðilar því að merkjum um sjúkdóma eða vandamál með skimun líkt og við gerum í ungbarnaverndinni á heilsugæslum. En foreldrar þekkja börn sín best og eru iðulega næmust á að finna þegar eitthvað bjátar á. Þá á að hlusta á foreldrið og leita orsaka. Hið sama gildir um fötlun sem getur komið fram strax við fæðingu eða með tímanum eftir því sem barnið þroskast. Þá má ekki gleyma sjúkdómum líkt og krabba­ meinum og smitsjúkdómum sem geta valdið veru­ legum vanda og langvinnri baráttu einstaklings­ ins, þeir geta komið upp á öllum aldursskeiðum barna. Það er þó vitað að krabbamein sum hver koma frekar fram á ákveðnum aldursbilum og eru heilbrigðisstarfsmenn þá vakandi fyrir þeim. Þegar barn veikist er foreldri eðlilega áhyggjufullt og rík ástæða til þess að fara vel yfir málið og taka afstöðu til þess hvort um alvarleg veikindi er að ræða. Meirihluti þeirra barna sem veikjast er með einfaldari veirusýkingar eða pestir sem ganga niður af sjálfu sér. Hins vegar ef barnið ekki jafnar sig á eðlilegum tíma, er með hita reglulega eða verki sem ekki útskýrast auðveldlega, slappast og missir matarlyst og þrífst ekki líkt og áður getur verið vandi á höndum. Öllum þessum veikindum sem og fötlun fylgja miklar tilfinningar aðstandenda og þá ekki síst nærfjölskyldu. Sorg, reiði og gremja eru algeng viðbrögð en einnig uppgjöf og máttleysi gagnvart aðstæðum. Það er áfall að vera í þessari stöðu og það er bókstaflega ætlast til þess að stuðnings­ netið haldi og bresti ekki, en það getur verið ansi erfitt að bogna ekki. Fjölskyldur þurfa stuðning, fræðslu og aðstoð á margvíslegan máta þegar þær ganga í gegnum veikindi barna sinna. Sumir veikjast sjálfir á sama tíma og/eða í kjölfar slíks álags. Þannig getur skapast vítahringur sem hefur áhrif á bataferli bæði barnsins, en ekki síður aðstandendanna. Mjög mikið hefur áunnist í þessum efnum og skilningur aukist á þessari þörf, heilbrigðisþjónustan hefur brugðist við með stuðningi. Aðstandendur langveikra barna hafa staðið saman og ýmsir hópar og samtök litið dagsins ljós. Lagasetning vegna veikinda barna og kjarasamningsbundin réttindi hafa batnað, atvinnurekendur hafa einnig lagt sitt á vogar­ skálarnar auk fleiri aðila, en betur má ef duga skal. Það má ekki vera svo þegar það mikilvægasta í lífi f lestra, börnin sjálf, er í húfi að kerfið spili vörn og geri fólki erfitt fyrir. Langvinn veikindi barns Umræður um fósturgreiningar oft einhliða Ragnar segist alltaf hafa verið staðráðinn í því að hvetja systur sína til að leita allra leiða til að eignast barn sem væri ekki með sjúkdóminn sem hann hefur, og helst barn sem væri ekki heldur arfberi sjúkdómsins. „Það var ekki flókið að hvetja hana á þennan veg enda er fjölskyldan algerlega samstíga um þessa leið. Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að ganga í gegnum lífið í mínu ástandi. Það er mér huggun harmi gegn að vita að litla frænka mín þarf ekki að hafa áhyggjur af þessum sjúkdómi í framtíðinni,“ segir Ragnar. Þá vill hann meiri fræðslu og umræður um málaflokkinn. „Um- ræður varðandi fósturgreiningar eru til dæmis mjög einhliða og virðast oft einskorðast við Downs-heilkenni. Lítið er rætt um neikvæðar hliðar Downs, til dæmis eru sumir með Downs- heilkenni miklir sjúklingar. Það eru margir aðrir mjög alvarlegir sjúkdómar sem valda miklum þjáningum,“ segir Ragnar. „Það eru margar hliðar á þessu máli og það þarf að ræða um allar þessar hliðar. Ég fæddist með minn sjúkdóm og verð auðvitað að lifa með því. En líf mitt er oft mjög erfitt og það er ekki auðvelt að þurfa að missa af mjög mörgu sem lífið hefur upp á að bjóða fyrir heilbrigt fólk.“ Mynd til vinstri: Ragnar heldur á kornungri frænku sinni, Emblu. Hann segir það huggun harmi gegn að vita að hún geti verið áhyggjulaus um sjúkdóminn í framtíðinni. TIl hægri: Hrönn ásamt eiginmanni sínum, Sæþóri, og Emblu. TILVERAN 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A D -E C 8 8 2 2 A D -E B 4 C 2 2 A D -E A 1 0 2 2 A D -E 8 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.