Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Skilaboð
biskups eru
skýr, henni
er, sem æðsta
fulltrúa
þjóðkirkj-
unnar,
umhugað um
hælisleit-
endur.
Aðförin að
íslenskri
hótel- og
gistiþjónustu
er ómakleg
og mál að
linni.
Handvalin reykvísk hótel í eigu 15 aðila þurfa nú að sæta því, þriðju vikuna í röð, að vera í „hers höndum“ Eflingar og VR
með ómældu tjóni fyrir eigendur og samfélagið
allt.
Þernur og annað starfsfólk hótelanna hefur til
þessa unað hag sínum vel á Íslandi þar sem það
nýtur tvöfalt til þrefalt betri kjara við störf sín
en í heimalöndum flestra starfsmanna. Íslensk
launakjör hinna lægst launuðu eru á pari við Sviss
og Liechtenstein en laun eru hvergi hærri en þar.
Taxtar Eflingar í evrum hafa á sl. fimm árum
hækkað um 75%, bankamillifærslur erlends
starfsfólks á Íslandi til heimalanda sinna hafa
hækkað úr 4 milljörðum íslenskra króna árið
2015 í 25 milljarða árið 2018.
Fæstir kysu að skipa sér í hóp hinna lægst laun-
uðu, hvar svo sem væri í heiminum. Sögurnar af
dugmiklu erlendu starfsfólki sem flyst til Íslands
og vinnur sig upp í starfi og launum á Íslandi eru
hins vegar fjölmargar og ánægjulegar.
Um hóflegar launakröfur vinnandi fólks með
hliðsjón af því sem til skipta er hverju sinni hefur
ríkt allgóð sátt á Íslandi allt frá dögum „Þjóðar-
sáttarinnar“ svonefndu. Launakröfur Eflingar nú
miðast hins vegar við að lægst launuðu hótelþern-
urnar hljóti sömu kjör og hjúkrunarfræðingar
með fjögurra ára háskólanám njóta í dag. Um
„höfrungahlaups“-áhrifin af slíkum kröfum, ef
eftir gengi, þarf ekki að fjölyrða. Öll viljum við
bæta kjör hinna lægst launuðu hvar í stétt sem
þeir standa. En það er vandséð að það verði gert
með öðrum hætti en með inngripi stjórnvalda.
Aðförin að íslenskri hótel- og gistiþjónustu er
ómakleg og mál að linni. Skorað er á málsaðila að
leiða umrædd kjaramál til lykta hið allra fyrsta
svo ekki hljótist frekari skaði af, hvorki á orðspori
Íslands né efnahag. Mikið er í húfi.
Teflum ekki dýrmætu
fjöreggi í frekari tvísýnu!
Kristófer
Oliversson
formaður FHG –
Fyrirtækja
í hótel- og gisti-
þjónustu
Þjóðkirkjan með biskup Íslands í farar-broddi liggur nú sem oftar undir allnokkru ámæli fyrir að framfylgja í verki kenningu Krists um mikilvægi þess að sýna náunga-kærleik. Þessi gagnrýni kemur aðallega
frá fólki sem telur sig vera sannkristið en virðist
þó engan veginn skilja kristinn boðskap, allavega
leggur það ansi lítið upp úr því að flóttafólki sem
sannarlega býr við mikla neyð sé rétt hjálparhönd.
Gagnrýnin á þjóðkirkjuna kemur meira að segja
úr þinghúsinu, en einn þingmanna Miðflokksins,
Ólafur Ísleifsson, kallaði Dómkirkjuna „almennings-
náðhús“, vegna þess að hælisleitendum var hleypt
þar inn til að fara á salerni. Þingmaðurinn sló ekki
í gegn á vinnustaðnum með þessum ummælum
sínum því félagar hans á þingi andvörpuðu yfir
orðum hans og einhverjir gerðu hróp að honum.
Ólíklegt er þó að þingmaðurinn hafi séð að sér, eins
og honum hefði sæmt best.
Á dögunum stóð biskup Íslands, Agnes Sigurðar-
dóttir, að eigin sögn álengdar á Austurvelli meðan á
einum mótmælafundi hælisleitenda stóð „til að sýna
hælisleitendum að mér og kirkjunni er ekki sama um
fólk í neyð“. Skilaboð biskups eru skýr, henni er, sem
æðsta fulltrúa þjóðkirkjunnar, umhugað um hælis-
leitendur. Vart verður sagt að andúð í garð flótta-
manna og hælisleitenda sé grasserandi hér á landi,
en hér finnst þó fólk sem lítur á þessa einstaklinga,
sem sannarlega búa við neyð, eins og séu þeir óværa
sem þurfi með öllum ráðum að losna við. Dæmi eru
um fólk sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni vegna
þess sem því finnst vera dekur kirkjunnar við hælis-
leitendur. Sök kirkjunnar er þó ekki önnur en sú
að taka afstöðu með þeim sem standa höllum fæti.
Nokkuð sem allir ættu að gera enda mikilvægur
hluti af því að vera siðuð manneskja.
Sá hópur, sem stöðugt amast við komu hælisleit-
enda hingað til lands, hefur örugglega sopið hveljur
þegar fyrr í þessari vikur fréttist af fundi biskups
með fulltrúum Evrópuráðs múslima. Fundurinn
telst til tíðinda því Agnes Sigurðardóttir er fyrsti
biskup Íslands sem heimsækir mosku hér á landi.
Það mun vafalaust kalla yfir hana enn frekari for-
dæmingu frá þeim hópi Íslendinga sem hatast við
múslima, telja þá ógn við vestræn samfélög, og óttast
ekkert meir en að þeir fylli landið og fjölgi sér.
Biskup Íslands og þjóðkirkjan hafa tekið
mikilvæga afstöðu með flóttamönnum og hælisleit-
endum, fólki sem hefur upplifað skelfilega hluti og
þráir ekkert meir en að eiga öruggan samastað. Það
er sorglegt til þess að vita að hér á landi fyrirfinnst
fólk sem hefur engan áhuga á að greiða götu þeirra
sem svo sannarlega þurfa á aðstoð að halda. Eina
framlag þessara einstaklinga eru ummæli sem lýsa
skelfilegum skorti á samkennd og eru á skjön við þá
kristilegu hugmyndafræði sem þeir vilja þó kenna
sig við. Sumt sem þeir láta út úr sér verður engan
veginn flokkað öðruvísi en sem hatursfull ummæli.
Það er þjóðkirkjunni til sóma að hafa tekið afdrátt-
arlausa afstöðu gegn hatri og fordómum þessa hóps.
Á réttri leið
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
Samherjar
Baldvin Þorsteinssyni tókst að
stela fréttadeginum í gær þegar
hann gekk á milli föður síns og
Samherja, Þorsteins Baldvins-
sonar, og Más Guðmundssonar
seðlabankastjóra á göngum
þingsins í gær. Baldvin var helst
til ógnandi og orðljótur þegar
hann kom í veg fyrir að Már
gæti kastað kveðju á Þorstein.
Óneitanlega full ýkt framganga
þar sem Már mun, með fullri
virðingu, seint teljast til mest
ógnvekjandi manna landsins
og ekki eins og líkamlegri eða
andlegri heilsu Þorsteins stæði
bráður háski af honum.
Maður dagsins
Samfélagsmiðlar fóru á hliðina
um leið og Fréttablaðið.is
greindi, fyrst allra miðla, frá
uppákomunni í máli og mynd-
um. Gunnar Smári Egilsson
benti meðal annars á að forseti
Alþingis hlyti að biðja Má afsök-
unar enda ætti fólk sem boðað
er á fund þingsins að vera tryggt
gegn ofbeldi. Mikið til í þessu og
málið væri sjálfsagt enn alvar-
legra ef ekki væri fyrir vasklega
framgöngu Kolbeins Proppé,
þingmanns VG, sem stillti til
friðar af einurð og yfirvegaðri
festu. Öryggismálin eru bara
bærileg þarna á meðan hann
er í húsi. Eða eins og flokks- og
vopnabróðir hans, Stefán Páls-
son, orðaði það: „Félagi Proppé
tekur að sér ganga- og dyravörslu
ef eftir því er óskað. Vel gert!“
thorarinn@frettabladid.is
2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
D
-E
7
9
8
2
2
A
D
-E
6
5
C
2
2
A
D
-E
5
2
0
2
2
A
D
-E
3
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K