Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 19
Hæstiréttur hefur frá hruni dæmt banka- menn í tæplega 100 ára fang- elsi samanlagt. Þeir einstakl- ingar skipta þó a.m.k. hund ruðum sem telja bankana hafa hlunnfarið sig með fulltingi dómstóla óháð þeim brotum sem banka- menn voru dæmdir fyrir. Þorvaldur Gylfason Í DAG Valparaíso, Síle – Gamall vinur minn og starfs­bróðir í Háskóla Íslands sagði við mig upp úr þurru: Við þurfum ekki að hafa þungar áhyggjur af lagadeildinni svo lengi sem dóm­ stólarnir eru í lagi. Ég beit á jaxlinn. Eru dómstólarnir í lagi? Ástand dómstóla er hægt að meta frá ýmsum hliðum. Einn mælikvarðinn er skipan dómara. Veljast hæfir menn og óhlutdrægir til dómarastarfa? Annar kvarði er gæði dómanna af hlutlægum sjónarhóli. Eru dómarnir réttir og sann­ gjarnir? Þriðji kvarðinn er traustið sem fólkið ber til þeirra. Njóta þeir almenns trausts? Skoðum málið lið fyrir lið Skipan dómara. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa haldið dómsmála­ ráðuneytinu út af fyrir sig allar götur frá 1926 ef tíu ár af bráðum 100 eru undan skilin. Þessir tveir flokkar hafa haft skipan langflestra dómara á hendi sinni og sáð tortryggni. Fimm af dómurunum sex sem úrskurðuðu stjórnlagaþings­ kosninguna 2010 ólöglega með frá­ leitum rökum voru skipaðir af dóms­ málaráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Allir dómarar Hæstaréttar hafa sótt sömu lagadeild í Háskóla Íslands. Hlut­ drægni dómsmálaráðherra við skipun í dómaraembætti hefur oftar en einu sinni bakað ríkinu skaðabótaskyldu gagnvart hæfari umsækjendum sem ráðherra gekk fram hjá. Nýlega hafa tveir dómsmálaráðherrar Sjálfstæðis­ flokksins neyðzt til að segja af sér, annar vegna ólöglegrar skipunar í dómara­ embætti. Hæstaréttardómarar bítast í blöðunum og jafnvel fyrir dómstólum. Grunur um lögbrot í Hæstarétti hefur ekki fengizt rannsakaður. Nýlega hafa nokkrir dómarar sakað Mannréttinda­ dómstól Evrópu um að misskilja íslenzk lög og afhjúpað um leið að þeir skilja ekki sjálfir að þjóðir kjósa gjarnan að styrkja fullveldi sitt með því að deila því. Þeirra fullveldi er „fullveldi fantsins“ eins og Sif Sigmarsdóttir stalla mín hér á blaðinu orðaði það vel fyrir nokkru. Þeir virðast halda að ESB sé byggt á misskilningi. Gæði dóma. Margir hafa kvartað undan rangsleitnum dómum, t.d. maðurinn sem tapaði innheimtumáli fyrir banka í Hæstarétti sem gerði sér mat úr því að maðurinn hafði ekki lagt fram hljóðrit af símtali við bankann, hljóðrit sem bankinn átti að geyma en þóttist ekki finna. Héraðsdómur hafði dæmt manninum í vil með réttum rökum, en Hæstiréttur sneri sýknu­ dóminum við. Svipuð dæmi skipta tugum. Hæstiréttur hefur frá hruni dæmt bankamenn í tæplega 100 ára fangelsi samanlagt. Þeir einstaklingar skipta þó a.m.k. hundruðum sem telja bankana hafa hlunnfarið sig með full­ tingi dómstóla óháð þeim brotum sem bankamenn voru dæmdir fyrir. Önnur dæmi eru beinlínis sprenghlægileg eins og t.d. dómur héraðsdóms þar sem pró­ sentutala var ýmist skráð með níu eða 14 aukastöfum og dómarinn bætti síðan við textann, væntanlega til að varpa enn skýrara ljósi á viðfangsefnið: „Unnt er að reikna niðurstöðuna með enn fleiri aukastöfum.“ Traust almennings. Engan þarf því að undra að meiri hluti fólksins í landinu hefur vantreyst dómskerfinu óslitið frá aldamótum þegar mælingar hófust án þess að séð verði að stjórn­ völd hafi reynt að styrkja lög og rétt, öðru nær. Dómstólar hafa þó átt góða spretti, eins og t.d. nú um daginn þegar Hæstiréttur endurreisti loksins prent­ frelsi Stundarinnar sem bankamenn höfðu með fulltingi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu haldið í gíslingu í 522 daga. Þegar hliðstætt mál kom upp í Bandaríkjunum 1971 dæmdi Hæsti­ réttur landsins prentfrelsinu í vil innan 15 daga. Lengur en svo taldi rétturinn ekki leyfilegt að láta prentfrelsið bíða. Réttarfar undir smásjá Bandaríska lögfræðingafélagið átti fyrir nokkrum árum frumkvæði að nýrri stofnun, World Justice Project, sem birtir tölur um dómskerfi og rétt­ arfar um heiminn og gefur einkunnir líkt og tíðkast hefur að slá máli á lýð­ ræði, spillingu og traust. Átta ólíkir þættir réttarfars eru lagðir til grund­ vallar, m.a. valdmörk og mótvægi við ríkisvald, gegnsæi í andstöðumerkingu við spillingu, virðing fyrir mannrétt­ indum, framfylgd laga o.fl. Tölurnar ná yfir 126 lönd. Norðurlöndin fá háar einkunnir, frá 8,5 í Svíþjóð upp í 9,0 í Danmörku sem er dúxinn í öllum hópnum. Bandaríkin fá einkunnina 7,1 borið saman við 8,1 í Kanada. Banda­ ríkin fá lægri einkunn en Kanada og Norðurlönd í öllum greinum. Suður­ Ameríkulönd fá lægri einkunnir, frá 2,8 í Venesúelu sem er fúxinn, 5,1 í Perú, 6,8 hér í Síle og allt upp í 7,1 í Úrúgvæ eins og í Bandaríkjunum. Einkunnir fyrir lög og rétt og fyrir lýðræði fylgjast jafnan að frá einu landi til annars. Ísland er ekki með í hópnum sem bandarísku lögfræðingarnir hafa undir smásjá, ekki frekar en önnur fámenn lönd eins og Kýpur og Malta. Fróðlegt verður að sjá einkunn Íslands þegar þar að kemur. Dómstólar í deiglunni Sparneytnari, hagkvæmari og hljóðlátari ISUZU D-MAX Isuzu D-Max BASIC dísil, beinskiptur. Verð: 5.090.000 kr. (Verð án vsk: 4.100.483 kr.) Isuzu D-Max PRO dísil, sjálfskiptur. Verð: 5.990.000 kr. (Verð án vsk: 4.830.645 kr.) 164 hestöfl – 3.500 kg dráttargeta. Eyðsla frá 7,0 l/100km* E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 8 2 5 I s u z u D - M a x a lm e n n 5 x 3 8 m a rs *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 2 8 . M A R S 2 0 1 9 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A D -F 6 6 8 2 2 A D -F 5 2 C 2 2 A D -F 3 F 0 2 2 A D -F 2 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.