Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 38
Stjarnan - Grindavík 98-81 Stjarnan: Ægir Þór Steinarsson 27, Antti Ka- nervo 26, Brandon Rozzell 23, Hlynur Elías Bæringsson 11, Collin Anthony Pryor 6. Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 22, Ólafur Ólafsson 18, Lewis Clinch Jr. 16, Jordy Kuiper 10, Ingvi Þór Guðmundsson 7. Staðan í viðureign liðanna er 2-1 fyrir Stjörnuna en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að komast í undanúrslit. Njarðvík - ÍR 64-70 Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 19, Jeb Ivey 10, Maciek Stanislav Baginski 8, Mario Ma- tasovic 7, Eric Katenda 7, Logi Gunnarsson 7. ÍR: Kevin Capers 26, Gerald Robinson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Hákon Ö. Hjálmarsson 11, Sæþór E. Kristjánsson 8. Staðan í viðureign liðanna er 2-1 fyrir Njarðvík en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að komast í undanúrslit. Nýjast Wolfsburg - Lyon 2-4 0-1 Dzsenifer Marozsan (8.), 0-2 Wendie Renard (vítaspyrna) (25.), 1-2 Pernille Harder (53.), 2-2 Pernille Harder (56.), 2-3 Eugénie Le Sommer (60.), 2-4 Eugénie Le Sommer (80.). Lyon vann einvígið samanlagt 6-3 og er þar af leiðandi komið áfram í undanúrslit. PSG - Chelsea 2-1 1-0 Kadidiatou Diani (47.), 2-0 Ann-Katrin Berger (sjálfsmark) (55.), 2-1 Maren Nævdal Mjelde (90.): Chelsea vann einvígið samanlagt 3-2 og er þar af leiðandi komið áfram í undanúrslit. Lilleström - Barcelona 0-1 0-1 Lieke Martens (7.) Barcelona vann einvígið samanlagt 4-0 og er þar með komið áfram í undanúrslit. Bayern M. - Slavia Prag 5-1 1-0 Fridolina Rolfö (23.), 2-0 Melanie Leu- polz (32.), 3-0 Mandy Islacker (42.), 4-0 Mandy Islacker (55.), 4-1 Katerina Svitková (77.), 5-1 Jill Roord (83.) Bayern München vann einvígið samanlagt 6-2 og er því komið áfram í undanúrslit. Lyon sem er ríkjandi meistari mun mæta Chelsea í undanúrslitum en hins vegar munu Barcelona og Bayern München leiða saman hesta sína í undanúrslitunum. Undanúrslitin verða síðan leikin 20/21. apríl annars vegar og 27/28. apríl hins vegar. Meistaradeild Evrópu Domino’s-deild karla Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátturaf 100g og 150g Voltaren Gel KEILA Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku móta- röðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á móta- röðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég f lutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evr- óputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska móta- röðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterk- ari. Þar stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð, sem keppir með sænska l iðinu Höga näs, tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höga- näs í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Ósló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildar leik og það sýnir kannski hve r s u m i k i n n metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að kom- ast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Dan- mörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröð- inni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raun- hæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhald- ið. hjorvaro@frettabladid.is Stefnir á bandarísku mótaröðina 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Stjarnan komst yfir í rimmu sinni við Grindavík Stjarnan fékk Grindavík í heimsókn í Garðabæinn í þriðja leik liðanna i átta liða úrslitum Domino’s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Stjörnumenn sem eru handhafar deildar- og bikarmeistaratitilsins unnu og eru 2-1 yfir líkt og Njarðvík á móti ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A D -F 6 6 8 2 2 A D -F 5 2 C 2 2 A D -F 3 F 0 2 2 A D -F 2 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.