Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 4
ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR
FIAT DUCATO
Verð frá 4.024.194 án vsk.
4.990.000 m/vsk.
FIAT TALENTO L2H1
Verð frá 3.298.387 án vsk.
4.090.000 m/vsk.
FIAT DOBLO
Verð frá 2.225.806 án vsk.
2.760.000 m/vsk.
FIAT FIORINO
Verð frá 1.854.032 án vsk.
2.299.000 m/vsk.
ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT • ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.FIATPROFESSIONAL.IS WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
SPÁNN Norðurkóresk andspyrnu-
hreyfing lýsti því yfir í gær að hún
hefði staðið að áhlaupi á sendiráð
ríkisins á Spáni í febrúar. Samtökin,
Frjálst Joseon, eru sögð hafa haft á
brott með sér tölvur, síma og harða
diska. Joseon var nafn konungsríkis
á Kóreuskaga frá 1392 til 1897.
Dómari á Spáni af létti þagnar-
skyldu um rannsókn málsins á
þriðjudag. Árásarmennirnir eru
sagðir hafa hlekkjað og barið sendi-
ráðsstarfsmenn. Markmiðið er að
steypa Kim-fjölskyldunni. Á You-
Tube má sjá liðsmenn brjóta mynd-
ir af einræðisherrunum. „Niður
með Kim-f jölskylduna. Rísum
upp fyrir þjóðina. Lengi lifi frjálst
Joseon!“ sagði í myndbandinu. – þea
Árás á sendiráð
beint gegn Kim
ÍRAN Hassan Rouhani, forseti Írans,
ferðaðist í gær um norðurhluta
landsins til þess að skoða mikið tjón
sem flóð hafa valdið þar. Minnst 26
hafa farist. Rouhani kallaði ham-
farirnar fordæmalausar í landinu
og lofaði fólki bótum.
Þá eru tugir þúsunda á vergangi
og þúsundir gista í neyðarskýlum.
Golestan-fylki varð verst úti í
hamförunum. – þea
Lofar bótum
vegna flóða
Kim
Jong-un.
Hassan
Rouhani.
BRETLAND Theresa May, forsætis-
ráðherra Bretlands, lofar þing-
mönnum Íhaldsflokksins að segja af
sér styðji þeir samkomulag hennar
um útgöngu úr ESB.
„Ég er reiðubúin að yfirgefa þetta
starf fyrr en ég áætlaði til að gera
það sem er rétt fyrir landið okkar
og fyrir f lokkinn okkar,“ kveður
BBC May hafa sagt við þingmenn
Íhaldsflokksins. Hún hafi sagst vita
að þingmenn flokksins vildu ekki
að hún leiddi næsta stig Brexit-við-
ræðnanna.
Á fundi með 300 þingmönnum
Íhaldsflokksins sagði May að sam-
þykkja þyrfti samninginn til að
standa við Brexit.
„Ég bið alla sem hér eru um að
styðja þennan samning svo við
getum uppfyllt sögulega skyldu
okkar – að standa við ákvörðun
bresku þjóðarinnar og yfirgefa
Evrópusambandið á liðlegan og
skipulegan hátt,“ biðlaði forsætis-
ráðherrann til fundarmanna.
Boris Johnson, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra og stuðningsmaður
útgöngunnar, segist nú munu styðja
samning May. Hann er sagður lík-
legur til að sækjast eftir því að verða
leiðtogi Íhaldsflokksins og sagður
hafa yfirgefið salinn brosandi.
Jeremy Corbyn, formaður Verka-
mannaflokksins, tjáði sig á Twitter
um útspil May og sagði það „sýna í
eitt skipti fyrir öll að óreiðukenndar
samningaviðræður um Brexit hafa
snúist um f lokksstjórn en ekki
grundvallaratriði og hagsmuni
almennings,“ eins og hann orðaði
það. – gar
May lofar að hætta samþykki þingmenn Brexit-samning hennar
Forsætisráðherra Bretlands á leið úr þinginu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
31
7
14
21
Sun
28
1.
apríl
8
15
22
Mán
29
2
9
16
23
Þri
30
3
10
17
24
Mið
1.
maí
28
4
11
18
25
Fim
29
5
12
19
26
Fös
30
6
13
20
27
Lau
✿ Verkfallsdagar VR og Eflingar
n Verkfallsdagarn Verkfalli aflýst
Frá og með 1. maí er boðað til
ótímabundins verkfalls þar til
samningum hefur verið náð.
Bílstjórar hjá Almenningsvögnum Kynnis-
ferða leggja niður störf á virkum dögum
frá 1. apríl til 1. maí frá 7-9 og 16-18.
K JARAMÁL „Það er enn langt í
land,“ segir Viðar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Eflingar, þrátt
fyrir nýjan tón sem sleginn var hjá
ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Verk-
föllum sem hefjast áttu á miðnætti
í gærkvöldi og standa í tvo daga var
aflýst.
Viðar segir að ef boðaðar verk-
fallsaðgerðir skili auknum samn-
ingsvilja og nýjum umræðugrund-
velli, sé eðlilegt að aðgerðum sé
slegið á frest til að ræða saman.
Næstu aðgerðir VR og Ef lingar
hefjast að óbreyttu í næstu viku, og
byrja á mánudag er strætóbílstjórar
hjá Almenningsvögnum Kynnis-
ferða leggja niður störf á háanna-
tímum á morgnana og síðdegis. Þær
aðgerðir munu að óbreyttu standa
alla virka daga í apríl.
„Það hefur myndast grundvöllur
fyrir gerð kjarasamnings og við
munum láta á það reyna á næstu
dögum,“ segir Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
„Já ég skynja það þannig,“ segir
Halldór inntur eftir því hvort hann
finni aukinn samningsvilja hjá
öllum félögunum.
Aðspurður um samráð við bak-
land samningsaðila segir Halldór að
unnið verði við borð ríkissáttasemj-
Samningsvilji en langt í land
Samingaviðræður við borð ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Verkföllum sem standa
áttu í dag og á morgun
er aflýst. Leiðtogar
eru í senn bjartsýnir á
árangur og hófstilltir.
Aðkoma stjórnvalda
hefur verið dýrmæt
segir formaður VR.
Kjarasamningar gætu
verið viðspyrnan sem
samfélagið þarf segir
framkvæmdastjóri SA.
ara á næstu dögum. „Við munum
byrja á að útfæra þetta á vettvangi
ríkissáttasemjara.“
Halldór segir vinnu síðustu vikna
munu nýtast í ferlinu næstu daga.
„Aðalatriðið er að létta þeirri
óvissu sem legið hefur eins og mara
yfir samfélaginu öllu; sama hvort
við lítum til loðnubrests eða tví-
sýnnar stöðu f lugfélaga, stöðu hjá
heimilum og stjórnendum fyrir-
tækja,“ segir Halldór.
Fundum hjá ríkissáttasemjara var
frestað tvívegis í upphafi vikunnar
vegna óvissu um flugfélagið WOW.
„Það má alveg hrósa stjórnvöld-
um fyrir þann vilja sem þau hafa
sýnt til að liðka fyrir samningum,“
segir Ragnar Þór Ingólfsson, for-
maður VR. Rætt hafi verið bæði
formlega og óformlega við stjórn-
völd meðan á viðræðunum hefur
staðið. Þeirra aðkoma kunni enn að
ráða úrslitum en margt f leira þurfi
að smella saman.
Verkfallsaðgerðir Ef lingar og
VR hafa haft töluverð áhrif á þau
fyrirtæki sem þær hafa náð til en
samkvæmt útreikningum Sam-
taka ferðaþjónustunnar hefur hver
dagur í verkfalli kostað umrædd
fyrirtæki um 250 milljónir.
Efling og VR höfðu boðað herta
verkfallsvörslu vegna verkfalla sem
nú hefur verið af lýst, bæði til að
bregðast við við verkfallsbrotum og
til að auka áhrif aðgerðanna. Þrátt
fyrir að verkföllum í dag og á morg-
un hafi verið af lýst, standa aðrar
boðaðar aðgerðir þangað til annað
kemur í ljós. Viðar segir aðgerða-
áætlun félaganna þaulskipulagða
og árangursríka.
„Það er ekki bara hert verkfalls-
varsla sem hefur áhrif heldur einn-
ig sú stigvaxandi pressa sem er í
aðgerðunum. Við byrjuðum í verk-
falli í einn dag. Verkföllin sem áttu
að hefjast í dag áttu að standa í tvo
daga. Boðað verkfall á þriðjudag er í
þrjá daga,“ segir Viðar Þorsteinsson.
adalheidur@frettabladid.is
2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
D
-D
D
B
8
2
2
A
D
-D
C
7
C
2
2
A
D
-D
B
4
0
2
2
A
D
-D
A
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K