Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 46
miðjum sal. „Þessi var lítill í upp-
hafi og það tók sinn tíma að koma
honum í þetta form. Svo eru teikn-
ingar úr skissubókum, en ég er ekk-
ert að vinna þær mikið.“
Aðspurð segir hún um sex vikna
vinnu liggja að baki hverju verki, ef
hún sitji við. Hún notar bómullar-
þráð í uppistöðu og aðallega ull í
ívaf. „Svo hef ég verið að lita til að fá
rétta tóna sem mig vantaði, þannig
bætti ég aðeins meira veseni í ferl-
ið,“ segir hún kímin. „Mamma var
Arna Óttarsdóttir leik-ur sér með form og orð og í myndlistinni sem hún mótar með þráðum í vefstólum. Setningar eins og
„Allt fínt“ og „Hvað get ég svo sem
gert“ stinga sér inn á milli fígúranna
en merkinguna vill hún láta liggja
milli hluta. „Það má hver og einn
túlka verkin að eigin vild. Mín hug-
mynd er ekki niðurnjörvuð í þeim
efnum,“ segir hún óræð á svip.
Mest ber á veggverkum á sýn-
ingunni en þar eru líka ofnir púðar
og blómaborð með þurrkuðum
blómum úr Hljómskálagarðinum.
„Mig langaði að hafa þrívíð verk í
miðjum salnum, hann er svo stór og
opinn,“ segir Arna. Gulir og bleikir
bolir hanga á herðatrjám nærri
innganginum. Þó þeir líti út eins og
hverjir aðrir sumarbolir þá er meira
í þá lagt en flesta því efnið er hand-
ofið af Örnu.
Arna kveðst eiga þrjá vefstóla,
þar af einn lóðréttan og hún hafi
fengist við vefnað í níu ár. En hvar
lærði hún tökin á þessari list?
„Bara af sjálfri mér. Ég var í mynd-
list í LHÍ og eftir það tók ég til við
vefnaðinn.“
Það er ekki vandalaust að setja
upp vef en Arna kann tökin á
því. „Maðurinn minn heldur oft
í þræðina þegar ég er að vinda þá
upp á bómuna. Annars bjarga ég
mér,“ segir hún brosandi. Mynstrin
kveðst hún rissa upp áður en hún
sest við að vefa. „Ég hef verið að
vinna með litlar teikningar, varla
lófastórar – oft ómerkilegar, jafnvel
eitthvað sem maður krotar á spássí-
ur meðan maður er í símanum,“
segir hún og bendir á handofinn
innkaupalista sem hangir niður úr Hér er Arna Óttarsdóttir við verkið Allt er frábært. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fjær er Klippimynd (Hvað get ég svosem gert) og nær er verkið Kona.
Verkið Hæ. MYND/VIGFÚS BIRGISSON
Hver og einn má túlka verkin að vild
Veflistafólk er að verða sjaldgæft hér á landi en Arna Óttarsdóttir myndlistarkona syndir móti straumn-
um og velur að skapa í vefstól. Verk hennar njóta sín vel í Nýlistasafninu á Granda á sýningunni Allt fínt.
TÓNLIST
Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands
Verk eftir Dvorák, Atla Örvarsson
og Rimskí-Korsakoff.
Einleikari: Hrafnhildur Marta
Guðmundsdóttir.
Stjórnandi: Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Hof á Akureyri
sunnudaginn 24. mars
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni voru
haldnir hátíðartónleikar í Hamra-
borginni í Hofi á Akureyri um helg-
ina. Fyrir hlé var aðeins eitt verk á
efnisskránni, sellókonsertinn eftir
Dvorák. Ekki vita margir að hann er
í rauninni annar sellókonsert tón-
skáldsins. Sá fyrri er ókláraður og
hefur væntanlega verið tilraun sem
ekki heppnaðist. Seinni konsertinn
er einstaklega fallegur. Hann skartar
seiðandi laglínum og viðburða-
ríkri atburðarás með mögnuðum
hápunktum.
Hrafnhildur Marta Guðmunds-
dóttir lék einleikinn en Guðmund-
ur Óli Gunnarsson stjórnaði. Hún
spilaði af kostgæfni. Túlkun hennar
var tilfinningarík og grípandi.
Tæknilegar hliðar leiksins voru
vandaðar og fagmannlegar. Hraðar
tónarunur voru skýrar og meitl-
aðar, sönglínurnar breiðar og fagur-
hljómandi. Hljómsveitin spilaði líka
ágætlega, samspilið var yfirleitt tært
og nákvæmt. Helst mátti finna að
styrkleikajafnvæginu; blásararnir
yfirgnæfðu stundum strengina,
sem gerði heildarmyndina dálítið
einkennilega á köflum.
Á tónleikunum var verkefni sem
nefnist Sinfonia Nord formlega
hleypt af stokkunum. Þar er fram-
leiðendum kvikmynda boðið upp
á upptökur með sinfónískri tónlist.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, sviðs-
stjóri tónlistar hjá Menningarfélagi
Akureyrar, og Atli Örvarsson kvik-
myndatónskáld hafa leitt verkefnið.
Sinfonia Nord hefur reyndar þegar
hafið starfsemi, og selt upptökur
til risanna í Hollywood. Þær hafa
komið vel út. Þetta er spennandi
verkefni og frábært tækifæri fyrir
starfandi hljóðfæraleikara á Íslandi.
Atli átti einmitt eina tónsmíðina á
tónleikunum, sem bar nafnið Under
the Surface. Kvikmyndatónlist
virkar ekkert endilega á tónleikum
þegar myndefnið vantar. Hér var
myndbandi þó varpað á stóran skjá
yfir hljómsveitinni. Það sýndi vatn
í alls konar myndum. Tónlistin var
ábúðarfull og alvörugefin, óx frá
hljóðlátum hendingum upp í risa-
vaxinn hápunkt. Hún passaði full-
komlega við myndskeiðið.
Lokaverkið á tónleikunum var
Scheherazade eftir Rimskí-Korsa-
koff. Nafnið er dregið af aðalpersón-
unni í arabíska sagnabálkinum Þús-
und og ein nótt, sem segir sögurnar
til að halda lífi. Eiginmaður hennar
á harma að hefna og ætlar að ná
sér niður á eins mörgum konum og
hann getur. Fiðla konsertmeistarans
táknar Scheherazade, rödd hennar
er einmanaleg og biðjandi, og hún er
rauði þráður tónsmíðarinnar. Gréta
Salóme Stefánsdóttir var í þessu
hlutverki; leikur hennar var áleitinn
og tilfinningaþrunginn. Engu að
síður var flutningurinn á tónlistinni
ekki sérlega bitastæður. Samhljómur
strengjanna var ekki nægilega fókus-
eraður og túlkunin almennt býsna
þunglamaleg og eftir því langdregin.
Hægi kaflinn var ansi teygður og
fyrir bragðið náði hann aldrei flugi.
Vissulega voru flott augnablik í tón-
listinni, en heildarmyndin hefði
mátt vera straumlínulagaðri til að
virka sannfærandi.
Þetta kemur á óvart, því Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands er
góð hljómsveit, eins og hún hefur
sýnt aftur og aftur. Kannski voru
æfingar ónógar; undirritaður frétti
að veðrið fyrir helgi hefði sett strik
í reikninginn. Hljómsveitin stóð
sig sannarlega með ágætum á kvik-
myndatónleikunum í fyrra með
Hringadróttinssögu. Hún hefur því
alla burði til að sinna nýja verkefn-
inu sínu með miklum sóma í fram-
tíðinni. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Einleikurinn var góður
og nýtt verk eftir Atla Örvarsson var
áhrifaríkt, en túlkunin annars staðar
heppnaðist ekki sem skyldi.
Frá Akureyri til Hollywood
Tónlistin var ábúðarfull, segir gagnrýnandinn um verk Atla Örvarssonar.
í „Mynd- og hand“ á sínum tíma, í
textíldeildinni og átti ullarliti. Það
var alger heppni.“
Þegar ég giska á að hún hafi feng-
ið vefnaðargenin frá mömmu sinni
svarar hún: „Já, kannski. Henni
fannst samt aldrei neitt sérlega
gaman að vefa. Var meira í þrykki
og öðru slíku. En hún átti vefstól og
hún fór með mér á sýningar.“
Þess má geta að verkin á sýning-
unni Allt fínt eru föl og það er i8
Gallerí sem sér um sölumálin.
ÉG HEF VERIÐ AÐ
VINNA MEÐ LITLAR
TEIKNINGAR, VARLA LÓFA-
STÓRAR – OFT ÓMERKILEGAR,
JAFNVEL EITTHVAÐ SEM
MAÐUR KROTAR Á SPÁSSÍUR
MEÐAN MAÐUR ER Í SÍMANUM.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
D
-F
1
7
8
2
2
A
D
-F
0
3
C
2
2
A
D
-E
F
0
0
2
2
A
D
-E
D
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K