Fréttablaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 6
LÖGREGLUMÁL Kjartan Bergur Jóns
son og Kristján Georg Jósteinsson
eru til rannsóknar hjá lögreglu
og skattrannsóknarstjóra vegna
skattalagabrota. Þeir voru nýverið
sakfelldir fyrir innherjasvik í
Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt
fyrrverandi lykilstarfsmanni Ice
landair. Kristján Georg, eiginkona
hans og lykilstarfsmenn tengdir
Kampavínsklúbbnum Shooters
eru einnig til rannsóknar vegna
meintrar vændissölu og annarrar
brotastarfsemi.
Farið var í húsleit á átta stöðum
9. febrúar síðastliðinn; á skemmti
staðinn Shooters, á heimili Krist
jáns Georgs, eiganda Shooters,
og eiginkonu hans, á dvalarstað
starfskvenna Shooters, hjá endur
skoðanda félagsins sem rekur
staðinn, stjórnarformanni þess og
á heimili eins almenns starfsmanns
staðarins.
Grímur Sigurðarson hæstaréttar
lögmaður staðfestir að húsleit hafi
einnig verið gerð á heimili skjól
stæðings síns, Kjartans Bergs, en
segir mál hans eingöngu lúta að
hans persónulegu skattskilum og
ekki koma fyrirtæki fjölskyldu
hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt
við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sak
borningur í rannsókn á meintu
vændi á skemmtistaðnum Shoot
ers og ekkert hafi komið fram við
rannsóknina sem sýni að skatta
skil Kjartans og málefni Shooters
tengist með nokkrum hætti.
Auk húsleitar á heimili Kjartans
Bergs fór lögregla einnig að starfs
stöðvum sælgætisgerðarinnar
Kólus, sem er í eigu fjölskyldu
Kjartans, en hvarf af vettvangi
þegar henni var tilkynnt að Kjart
an væri ekki með fasta skrifstofu á
staðnum.
„Málið er enn í rannsókn hjá
lögreglu og verður eitthvað áfram
þar sem það er nokkuð umfangs
mikið,“ segir Margeir Sveinsson
hjá lögreglunni á höfuðborgar
svæðinu aðspurður um gang rann
sóknarinnar. Hann sagði ekki hægt
að gefa upp frekari upplýsingar á
þessu stigi málsins.
Í tilk y nning u lög reglu um
aðgerðirnar frá 10. febrúar kom
fram að þær tengdust grunsemdum
um umfangsmikla brotastarfsemi
og að afskipti hefðu verið höfð af
26 einstaklingum. Tíu hefðu verið
færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu
en sleppt að henni lokinni.
Húsleitirnar og yfirheyrslurnar
fóru fram tveimur vikum eftir aðal
meðferð innherjasvikamálsins og
viku áður en dómur féll í málinu
en með þeim dómi var Kjartan
Bergur dæmdur í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi en Krist
ján Georg var dæmdur til þriggja
og hálfs árs fangelsisvistar og félag
hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32
milljóna króna. Félagið hét áður
VIP Travel og tengdist Kampavíns
klúbbi með nafninu VIP Club sem
var til húsa í Austurstræti, á sama
stað og Shooters er nú.
Í fréttaskýringarþættinum Kveik
sem sýndur var á RÚV 5. mars var
fjallað um Shooters en umfjöllun
arefni þáttarins var vændi á Íslandi.
Í þættinum og fréttum tengdum
málinu kemur fram að skömmu
fyrir áramót hafi þáttagerðarmað
ur farið með falda myndavél inn á
Shooters og fullyrt er í þættinum að
honum hafi verið boðið að kaupa
bæði eiturlyf og vændi á staðnum.
Snemma í janúar hafi myndskeið af
heimsókninni á staðinn verið borið
undir lögregluna á höfuðborgar
svæðinu og í viðtali í þættinum ar
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
miðlægrar rannsóknardeildar hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð
inu, spurður hvort athæfi sem það
sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan
þurfi ekki að fara að gera eitthvað í
þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög
æskilegt, að við myndum gera það,“
sagði Karl Steinar í þættinum.
Lögreglan hafnaði því síðar í
fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um
staðinn væri ástæða rannsóknar
innar. Heimildir Fréttablaðsins
herma að í yfirheyrslum hafi verið
lögð áhersla á himinhátt verð á
kampavínsflöskum sem seldar eru
á staðnum og vikið er að í þættinum
Kveik, auk þess sem skýrslutökur af
starfskonum staðarins hafi tekið
sérstakt mið af því sem fram kom
í þættinum.
adalheidur@frettabladid.is
Húsleitir beindust að
nýdæmdum mönnum
Húsleitir á átta stöðum í febrúar beinast að mönnum er voru dæmdir í sama
mánuði fyrir innherjasvik. Báðir grunaðir um skattalagabrot. Rannsóknin
lýtur einnig að meintri vændissölu og annarri umfangsmikilli brotastarfsemi.
Skemmtistaðurinn Shooters var innsiglaður eftir húsleit árla morguns 9. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐALHEIÐUR
Málið er enn í
rannsókn hjá
lögreglu og verður eitthvað
áfram þar sem það er
nokkuð umfangsmikið.
Margeir Sveinsson, hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu
OPEL MOKKA
Raðnúmer 340546
Nýskráður: 2018 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 32.000 km.
Verð: 2.590.000 kr.
MAZDA CX–3 OPTIMUM
Raðnúmer 680025
Nýskráður: 2015 / Bensín
Beinskiptur / Ekinn: 18.000 km.
Verð: 4.390.000 kr.
SSANGYONG KORANDO HLX
Raðnúmer 740176
Nýskráður: 2018 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 30.000 km.
Verð: 3.990.000 kr.
Tilboð: 1.690.000 kr.
OPEL ASTRA NOTCHBACK
Raðnúmer 445507
Nýskráður: 2016 / Bensín
Beinskiptur / Ekinn: 39.000 km.
Verð: 1.990.000 kr.
SSANGYONG KORANDO DLX
Raðnúmer 445510
Nýskráður: 2018 / Dísel
Sjálfskiptur/ Ekinn: 9.000 km.
Verð: 4.190.000 kr.
RENAULT KADJAR INTENS
Raðnúmer 445518
Nýskráður: 2017 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 32.000 km.
Verð: 3.490.000 kr.
RENAULT CLIO SEN ST
Raðnúmer 720080
Nýskráður: 2018 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 22.000 km.
Verð: 2.580.000 kr.
Tilboð: 2.290.000 kr.
* Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl.
TOYOTA YARIS
Raðnúmer 150300
Nýskráður: 2018 / Bensín
Beinskiptur / Ekinn: 23.000 km.
Verð: 1.690.000 kr.
4X
4
4X
4
4X
4
TI
LB
OÐ
TI
LB
OÐ
SSANGYONG REXTON DLX
Nýskráður: 2017 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 62.000 km.
Raðnúmer 150329
Verð: 4.290.000 kr.
Gott úrval
notaðra bíla
benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 10-14
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
4X
4
DÝRALÍF Meðal þess sem markar
árstíðaskipti í Húsdýragarðinum
er nýtt líf í geitahúsi garðsins. Þessir
fallegu kiðlingar komu í heiminn í
garðinum í gær.
Elstu huðnurnar í garðinum, þær
Ronja, Frigg og Garún, hafa nú borið
samtals fimm kiðlingum. Allir kið
lingarnir eru samfeðra af kvæmi
hafursins Djarfs en frjálsar ástir
hafa fengið að þrífast í geitastíunni
og Djarfur hefur gengið með huðn
unum í allan vetur með þessum fína
árangri.
Þessir kiðlingar höfðu enn ekki
fengið nafn þegar ljósmyndara
Fréttablaðsins bar að garði í gær en
þá voru þeir nýstaðnir í lappirnar.
Burður gekk að óskum og móður og
afkvæmum heilsast vel. – aá
Kiðlingar boða vor í Húsdýragarðinum
Fæðing kiðlinga er meðal vorboðanna í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
D
-F
1
7
8
2
2
A
D
-F
0
3
C
2
2
A
D
-E
F
0
0
2
2
A
D
-E
D
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K