Fréttablaðið - 28.03.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 28.03.2019, Síða 6
LÖGREGLUMÁL Kjartan Bergur Jóns­ son og Kristján Georg Jósteinsson eru til rannsóknar hjá lögreglu og skattrannsóknarstjóra vegna skattalagabrota. Þeir voru nýverið sakfelldir fyrir innherjasvik í Héraðsdómi Reykjavíkur, ásamt fyrrverandi lykilstarfsmanni Ice­ landair. Kristján Georg, eiginkona hans og lykilstarfsmenn tengdir Kampavínsklúbbnum Shooters eru einnig til rannsóknar vegna meintrar vændissölu og annarrar brotastarfsemi. Farið var í húsleit á átta stöðum 9. febrúar síðastliðinn; á skemmti­ staðinn Shooters, á heimili Krist­ jáns Georgs, eiganda Shooters, og eiginkonu hans, á dvalarstað starfskvenna Shooters, hjá endur­ skoðanda félagsins sem rekur staðinn, stjórnarformanni þess og á heimili eins almenns starfsmanns staðarins. Grímur Sigurðarson hæstaréttar­ lögmaður staðfestir að húsleit hafi einnig verið gerð á heimili skjól­ stæðings síns, Kjartans Bergs, en segir mál hans eingöngu lúta að hans persónulegu skattskilum og ekki koma fyrirtæki fjölskyldu hans, sælgætisgerðinni Kólus, neitt við. Þá sé Kjartan Bergur ekki sak­ borningur í rannsókn á meintu vændi á skemmtistaðnum Shoot­ ers og ekkert hafi komið fram við rannsóknina sem sýni að skatta­ skil Kjartans og málefni Shooters tengist með nokkrum hætti. Auk húsleitar á heimili Kjartans Bergs fór lögregla einnig að starfs­ stöðvum sælgætisgerðarinnar Kólus, sem er í eigu fjölskyldu Kjartans, en hvarf af vettvangi þegar henni var tilkynnt að Kjart­ an væri ekki með fasta skrifstofu á staðnum. „Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangs­ mikið,“ segir Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu aðspurður um gang rann­ sóknarinnar. Hann sagði ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar á þessu stigi málsins. Í tilk y nning u lög reglu um aðgerðirnar frá 10. febrúar kom fram að þær tengdust grunsemdum um umfangsmikla brotastarfsemi og að afskipti hefðu verið höfð af 26 einstaklingum. Tíu hefðu verið færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni. Húsleitirnar og yfirheyrslurnar fóru fram tveimur vikum eftir aðal­ meðferð innherjasvikamálsins og viku áður en dómur féll í málinu en með þeim dómi var Kjartan Bergur dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en Krist­ ján Georg var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og félag hans, Fatrek, látið sæta upptöku 32 milljóna króna. Félagið hét áður VIP Travel og tengdist Kampavíns­ klúbbi með nafninu VIP Club sem var til húsa í Austurstræti, á sama stað og Shooters er nú. Í fréttaskýringarþættinum Kveik sem sýndur var á RÚV 5. mars var fjallað um Shooters en umfjöllun­ arefni þáttarins var vændi á Íslandi. Í þættinum og fréttum tengdum málinu kemur fram að skömmu fyrir áramót hafi þáttagerðarmað­ ur farið með falda myndavél inn á Shooters og fullyrt er í þættinum að honum hafi verið boðið að kaupa bæði eiturlyf og vændi á staðnum. Snemma í janúar hafi myndskeið af heimsókninni á staðinn verið borið undir lögregluna á höfuðborgar­ svæðinu og í viðtali í þættinum ar Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð­ inu, spurður hvort athæfi sem það sýnir sé ólöglegt og hvort lögreglan þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu. „Jú, sjálfsagt væri það mjög æskilegt, að við myndum gera það,“ sagði Karl Steinar í þættinum. Lögreglan hafnaði því síðar í fjölmiðlum að umfjöllun RÚV um staðinn væri ástæða rannsóknar­ innar. Heimildir Fréttablaðsins herma að í yfirheyrslum hafi verið lögð áhersla á himinhátt verð á kampavínsflöskum sem seldar eru á staðnum og vikið er að í þættinum Kveik, auk þess sem skýrslutökur af starfskonum staðarins hafi tekið sérstakt mið af því sem fram kom í þættinum. adalheidur@frettabladid.is Húsleitir beindust að nýdæmdum mönnum Húsleitir á átta stöðum í febrúar beinast að mönnum er voru dæmdir í sama mánuði fyrir innherjasvik. Báðir grunaðir um skattalagabrot. Rannsóknin lýtur einnig að meintri vændissölu og annarri umfangsmikilli brotastarfsemi. Skemmtistaðurinn Shooters var innsiglaður eftir húsleit árla morguns 9. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐALHEIÐUR Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og verður eitthvað áfram þar sem það er nokkuð umfangsmikið. Margeir Sveinsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu OPEL MOKKA Raðnúmer 340546 Nýskráður: 2018 / Bensín Sjálfskiptur / Ekinn: 32.000 km. Verð: 2.590.000 kr. MAZDA CX–3 OPTIMUM Raðnúmer 680025 Nýskráður: 2015 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 18.000 km. Verð: 4.390.000 kr. SSANGYONG KORANDO HLX Raðnúmer 740176 Nýskráður: 2018 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 30.000 km. Verð: 3.990.000 kr. Tilboð: 1.690.000 kr. OPEL ASTRA NOTCHBACK Raðnúmer 445507 Nýskráður: 2016 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 39.000 km. Verð: 1.990.000 kr. SSANGYONG KORANDO DLX Raðnúmer 445510 Nýskráður: 2018 / Dísel Sjálfskiptur/ Ekinn: 9.000 km. Verð: 4.190.000 kr. RENAULT KADJAR INTENS Raðnúmer 445518 Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 32.000 km. Verð: 3.490.000 kr. RENAULT CLIO SEN ST Raðnúmer 720080 Nýskráður: 2018 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 22.000 km. Verð: 2.580.000 kr. Tilboð: 2.290.000 kr. * Birt með fyrirvara um mynd og textabrengl. TOYOTA YARIS Raðnúmer 150300 Nýskráður: 2018 / Bensín Beinskiptur / Ekinn: 23.000 km. Verð: 1.690.000 kr. 4X 4 4X 4 4X 4 TI LB OÐ TI LB OÐ SSANGYONG REXTON DLX Nýskráður: 2017 / Dísel Sjálfskiptur / Ekinn: 62.000 km. Raðnúmer 150329 Verð: 4.290.000 kr. Gott úrval notaðra bíla benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 10-14 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 4X 4 DÝRALÍF Meðal þess sem markar árstíðaskipti í Húsdýragarðinum er nýtt líf í geitahúsi garðsins. Þessir fallegu kiðlingar komu í heiminn í garðinum í gær. Elstu huðnurnar í garðinum, þær Ronja, Frigg og Garún, hafa nú borið samtals fimm kiðlingum. Allir kið­ lingarnir eru samfeðra af kvæmi hafursins Djarfs en frjálsar ástir hafa fengið að þrífast í geitastíunni og Djarfur hefur gengið með huðn­ unum í allan vetur með þessum fína árangri. Þessir kiðlingar höfðu enn ekki fengið nafn þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær en þá voru þeir nýstaðnir í lappirnar. Burður gekk að óskum og móður og afkvæmum heilsast vel. – aá Kiðlingar boða vor í Húsdýragarðinum Fæðing kiðlinga er meðal vorboðanna í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A D -F 1 7 8 2 2 A D -F 0 3 C 2 2 A D -E F 0 0 2 2 A D -E D C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.