Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 2
2http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. = 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir = 55 10430 gudfragn@mr.is Ragnar Böðvarsson = 482-3728 grashraun@gmail.com Ritstjóri Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík = 55 10430 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Anna K. Kristjánsdóttir for mað ur Ætt fræði fé lags ins annakk@simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðinu berist umsjónar­ manni á rafrænu formi (tölvupóstur/viðhengi) Prentun: GuðjónÓ *** Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 450 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 500 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Hólmfríður Gísladóttir: Að vera örvhentur Það er margt sem erfist annað en sjúkdómar. Öll berum við einhver einkenni forfeðranna. Ég er örvhent og á mjög bágt með að gera nokkurn hluta nema með vinstri hendi. Ég fór fyrir stuttu að athuga hvernig þetta erfðist. Ég á fimm börn og þar af tvo syni örvhenta og eina sonardóttur. Ég hafði lengi vit- að að ég ætti afabróður sem var örvhentur og hann átti son örvhentan. Ég fór að spyrja frændfólkið um þessar erfðir og það var býsna margt fólk í föðurætt minni örvhent. Þá var að vita, kom þetta frá langafa eða langömmu? Hvernig var hægt að komast að því? Gísli langafi átti son framhjá henni langömmu, þá var að gera útilokunaraðferð. Gísli launsonur langafa átti tvær dætur, önnur þeirra er á lífi og ég spurði hana og hún sagði að systir sín hefði verið örvhent og hún sjálf ætti dótturson örvhentan. Þá vissi ég það að þetta var úr Gísla ætt. Þarna gerði hann langafi minn mér greiða með því að eiga þennan launson en svo mætti athuga hvort faðir eða móðir Gísla var örvhent eða eitthvert þeirra fólk. Ég hallast að því að örvhent fólk sé ekki síður handlagið en rétthent. Hagyrðingar Ég hef skrifað um hann Gísla langafa minn, sem átti launson með Þóru Valgerði Sæmundsdóttur. Þóra var kaupakona á Vatnabúðum eftir að hún átti soninn með afa. Um vorið var hún úti á túni að mylja áburð ofan í svörð- inn. Túnin á Vatnabúðum og Móabúð lágu saman. Þá kemur Jón í Móabúð út á hlaðið og sér Þóru og segir: Þóra út á þúfu sat með þögult sinni kalt var henni klofs í mynni. Þóra svaraði: Kaldar finndust kloflendur kætast mundi lundin prúð þær svo vermdi þýðlyndur þrekinn Jón í Móabúð. Heimild: Gísli Karel Elísson Kirkjuævintýri Það var við messu á Setbergi 1925, það var verið að messa og taka til altaris. Það var drengur á Setbergi sem hét Geirharður Jósep Antoníus Jónsson, f. 9. júlí 1912 á Garðsenda í Eyrarsveit, d. 31. desember 1990 í Reykjavík. Þegar langt var komið með altarisgönguna, fer prestur að benda meðhjálpara á Geirharð og hann tók það svo að prestur ætlaðist til að Geirharður kæmi til altaris. En strák- ur þráaðist við og varð úr þessu stímabrak milli meðhjálpara og Geirharðs. Við messu var Einar Skúlason verkamaður á Kvíabryggju, síðar í Grafarnesi, hann var vel hagmæltur og varð þessi atburður honum að yrkisefni. Hér er kominn kynjaþrár kvöldmáltíðargestur Fyrst mér tókst að togast á taktu á móti prestur. Heimild: Nói Jónsson Prestur á þessum tíma var séra Jósep Jónsson og meðhjálpari sennilega Finnur Sveinbjörnsson á Spjör í Eyrarsveit. Geirharður Jónsson varð fisk- sali í Reykjavík. Mér er Geiri minnst til gagns máltíðar hjá gestum Ég sagð‘ yður að senda hann strax að siga í burtu hestum.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.