Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 4
4http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is litla drengnum sem fæddist í sumarblíðu í Kjósinni í júlíbyrjun árið 1805. Hann elst upp, yngstur sinna systkina, í Götu húsum í Reykjavík, en þau voru ein af hjáleigum Víkurbæjarins. Sumarið 1821 létust þau bæði með fimm daga millibili Skapti Sæmundsson og Sigríður kona hans. Þá var Skapti yngri 16 ára gamall. Um lát Skapta eldra segir í Árbókum Reykjavíkur 1786-1936: Á þessu ári andaðist hér í bæ..... Skapti Sæmundsson í Götuhúsum, maður „greindur og góðviljaður, manna og dýra handlæknir og listasmiður“, 2. júlí, 53 ára. Í Klausturpóstinum stendur 1. júlí 1821 um Skapta Sæmundarson: 53 ára, ekkill í viku. 4ra lifandi barna faðir, Maður einstakur-Maður guðrækinn-Hagsmíð hönd – hjúkraði oft sjúkum-Vit var ærið-Vilji betri- Fátækra læknir-Laun þó brysti- Stöðlakot 29. október 1828, þegar Skapti er 23 ára, giftist hann Guðnýju Sigurðardóttur, ættaðri úr Flóanum. Hún er þá 28 ára, sögð yngisstúlka, ættuð að austan. Foreldrar hennar voru Sigríður Gamalíelsdóttir og Sigurður Guðmundsson sem bjuggu m.a. á Egilsstöðum í Villingaholtshreppi. Guðný var á svipuðum aldri og Skapti, fædd 1801. Þau Guðný og Skapti áttu saman átta börn. Fimm þeirra komust upp, fjórar dætur og einn sonur, Skapti. Fyrstu tíu árin, frá 1830-1840, bjuggu þau Skapti og Guðný í Stöðlakoti, sem var býli rétt sunnan við Bókhlöðustíginn. Í mt 1840 búa þau þar ásamt fjór- um börnum sínum, Sigríði, Jóhönnu, Margréti og Skapta, 11, 8, 5 og 4 ára. Hjá þeim er líka Sigríður Gamalíelsdóttir, móðir Guðnýjar, 77 ára og ekkja, komin austan úr Ölfusi. Sömuleiðis er Guðrún, systir Skapta, vinnukona hjá þeim, ógift og 36 ára. Guðríður, dóttir þeirra hjónanna, þá 11 ára, er af ein- hverjum óþekktum ástæðum komin í fóstur á biskups- setrið í Laugarnesi til Valgerðar ekkju Hannesar Finnssonar, síðasta Skáholtsbiskupsins, og ekkju Stein- gríms biskups, og er þar líka 15 ára í mt 1845. Hún er sögð eina fósturbarnið en auk hennar hefur biskups- ekkjan sex vinnukonur! Skaptabær Um 1840 byggðu þau Skapti og Guðný sér bæ í Efri- Þingholtunum, á lóð Miðbýlis, nú Bankastræti 14, sem oft var nefndur Skaptabær. Hann stóð uppi í lóðinni við Bakarabrekkuna, milli Ingólfsstrætis og Skólavörðustígs, sunnan megin. Efri-Þingholtin byrjuðu að byggjast 1820-1830. Flestir tómthúsmenn byggðu sér bæ úr torfi og grjóti meðan borgararnir bjuggu flestir í timburhúsum í Kvosinni. Athuganir Agnesar Arnórsdóttur, lektors í sagnfræði, hafa sýnt að íbúarnir í Efri-Þingholtunum voru mun betur stæðir en íbúarnir í Skuggahverfinu sem var norðan við núverandi Laugaveg og náði nið- ur að sjó og byggðist um svipað leyti. Flestir í Efri Þingholtunum áttu bát, hesta og kýr og kjörin þar voru mun tryggari en í Skuggahverfinu. Þeir gátu róið til fiskjar á eigin bátum þegar gaf á sjó. Segja má að þeir hafi verið útvegsbændur í bæj- arsamfélagi. Mun fleiri þeirra sem bjuggu í Efri- Þingholtunum voru önnur kynslóð í Reykjavík. Þeir voru þess vegna betur í stakk búnir til þess að bjarga sér í bænum heldur en þeir sem komu langt að. Þeir áttu sér bakland. Aðstoðarmaður landlæknis Auk þess að stunda sjóinn og lækningarnar fæst Skapti við járnsmíðar og tekur menn í læri. 1837 er sagt frá Bergsteini Ólafssyni „som har lært Smideprofessionen hos Smidemester Sk. Skaptason...“ Skapti var, eins og faðir hans, titlaður bæði smið- ur og læknir. Stundum smáskammtalæknir. Sagt var að ástríða hans hefði verið lækningar. Hann hafði opinbera titilinn aðstoðarmaður landlæknis, þótt ekki væri hann læknismenntaður og sendi Jón Hjaltalín landlæknir hann oft í vitjanir þegar hann var sjálfur upptekinn. Í bók Jóns Helgasonar: Þeir, sem settu svip á bæinn, segir: „Framan af hafði þá líka landlæknir einatt orð- ið að láta sér lynda aðstoð ólærðs járnsmiðs hér í bæ, Skapta Skaptasonar, sem fékkst talsvert við lækning- ar og þótti reynast svo vel að landlæknir jafnvel vís- aði til hans eða sendi hann í sinn stað, er hann sjálfur gat ekki annað störfum sínum“. Í Norðra frá 1858 segir í skemmtilegri grein um skottulækningar að þær séu orðnar svo almennar að engum dæmum gegni. Og þetta sé komið svo á veg að í Reykjvík sjálfri „hefur landlæknirinn skottulækni Skapta Skaptason fyrir aðstoðarlækni, án þess að hafa útvegað honum lækningaleyfi. En svo bætir grein- arhöfundurinn við: „Vér höfum nú reyndar heyrt að Skapti lækni meira og betur en landlæknirinn sjálfur, og þetta getur vel verið, því Skapti er eflaust með hin- um bestu skottulæknum og landlæknirinn hefur ef til vill aukið töluvert þekkingu hans með lærdómi sín- um. Skapti læknir reisti sér bæ í Miðbýli milli Ingólfsstrætis og Skólavörðustígs, þar sem nú er Bankastræti 14. Skaptabær er uppi í lóðinni, lengst til hægri á myndinni. Myndin er af málverki eftir Jón Helgason biskup.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.