Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is19 Vilmundur Jónsson bóndi í Skeiðháholti, son- arsonur Hallberu, minnist þeirra Bjarna og Guðlaugar með mikilli hlýju, sagði þau alla tíð hafa verið sér sem besti afi og amma. Kalli í Hlíð Hvort sem það var fyrir tilstilli Wilhelms eða ekki þá vill svo til að Carl Fritz, bróðir Hallberu, flytur líka austur í sveitir. Hann verður fósturbarn í Sólheimum í Hrunamannahreppi. Þar er hann árið 1870, 12 ára gamall. Hvenær hann kemur þangað veit enginn. Hann er síðan ógiftur vinnumaður víða um sveitina en oftast kenndur við Hlíð þar sem hann var bóndi á árunum 1903-1918 og síðar húsmaður þar og á Jaðri. Hann var oftast kallaður Kalli í Hlíð. Hann kom oft við hjá Hallberu þegar hann átti er- indi um Skeiðin. Hann var mikill hestamaður, hress og ræðinn. Hann var seinni hluta ævi sinnar vinnumaður á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og lést þar 1942. Carl Fritz giftist Þóreyju Eyjólfsdóttur f. 1850 d. 1932. Þau voru barnlaus. Carl átti eina dóttur sem hét Guðfinna Sigríður. Ef til vill er þar komið nafn móður hans. Hún var fædd 1885 og lést 1969 ógift og barnlaus. Móðir hennar var Þorbjörg Jónsdóttir fædd á Reykjum á Skeiðum 1858. Börnin vissu Þótt föðurforeldrunum, Tönnies Daníel Bernhöft og Marie Elisabeth Abel Bernhöft, þætti lítið til lausaleiks- barna sonar síns koma þá virðast hjónabandsbörnin fljótlega hafa vitað um tilvist lausaleikskróanna. Varla hefur sú þekking þó komið frá föður þeirra, Wilhelm, því hann féll frá aðeins 43 ára gamall, árið 1871, og skildi eftir sig níu börn, það yngsta, Vilhelmína, var ófædd og það elsta, Lucinda á tólfta árinu. Hvernig sem þeim málum er háttað þá höfðu mörg hálfsystkin Hallberu samband við hana á fullorðins- aldri og heimsóttu hana að Votamýri. Um það vitna margar myndir. Um dauða Wilhelms gengur sú saga að hann hafi verið í móflutningum fyrir bakaríið, orðið þyrstur, fengið sér vatnssopa úr polli, veikst og dáið. Dóttirin Henrietta Hver örlög Sigríðar Sigurðardóttur urðu, veit enginn með vissu. Sagan hermir að hún hafi unnið áfram sem vinnukona hjá háyfirdómaranum til ársins 1865, og horft á börn Wilhelms og Jóhönnu, í Bankastræti 2, fæðast eitt af öðru og leika sér handan við götuna. En hún er rótlaus. Eirir hvergi. 1865 fer hún heim í sinn gamla hrepp og er á Tanga í Álftanesshreppi næsta árið. Fer þá aftur til Reykjavíkur, er þar í eitt ár og fer þaðan til Ísafjarðar árið 1867. Þar kynnist hún dönskum manni, Christen Thostrup, fæddum um 1844, fimmtán árum yngri en hún, ættuðum frá Sjálandi. Hann var kaupmaður á Vatneyri á Patreksfirði 1870 og varð síðar bakari á Seyðisfirði 1880. Þann 4. mars 1869 eignast þau Christen og Sigríður dóttur sem fær nafnið Henrietta Lovise Christensen Thostrup. Ekki naut Sigríður lengi sam- vista við þessa litlu dóttur sína frekar en við önnur börn sín. Henriettu litlu er komið í fóstur að Fossum í Eyrarsókn í Skutulsfirði. Hversu lengi hún dvaldi þar er ekki vitað en 1880 er sú stutta komin til föð- ur síns og ungrar konu hans austur á Seyðisfjörð og býr þar í bakaríinu. Ekki varð hennar saga löng því hún fórst, aðeins sextán ára gömul, í mannskæðasta snjóflóði Íslandssögunnar sem féll á Seyðisfirði 18. febrúar 1885. Danskur hattamakari Sama ár og Henrietta fæðist, 1869, yfirgefur Sigríður föðurlandið, fer til Kaupmannahafnar þar sem hún er sögð hafa kynnst dönskum hattamakara. Lengi vel var til sendibréf til Hallberu á Votamýri frá mömmu henn- ar, en þetta síðasta lífsmark Sigríðar Sigurðardóttur er nú löngu glatað. Hallbera bjó á Votamýri ásamt manni sínum Eiríki Magnússyni. Carl Fritz bróðir Hallberu bjó lengst af í Hlíð í Hruna- mannahreppi. Hann var mikill hestamaður og gekk undir nafninu Kalli í Hlíð.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.