Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is21 Hann heitir Benedikt Kolbeinsson, hann er bóndi á Votamýri á Skeiðum, þar sem hann mjólk- ar daglega um 40 kýr, ásamt konu sinni Línu, sem heitir fullu nafni Sigurlín Grímsdóttir og er listmálari og hestamaður. Á haustin bregður hann sér í stóðréttir norður yfir heiðar og kaup- ir nokkur folöld sem hann elur og temur sér til gamans. Hann er áttundi ættliðurinn á bænum og á frændur á öðrum hverjum bæ á Skeiðunum. Samt ætlaði hann aldrei að verða bóndi. Það er fallegur miðsvetrardagur þegar við renn- um í hlað á Votamýri. Rennislétt Skeiðin breiða úr sér til allra átta og í háaustri gnæfir Hekla snæviþakin. Í suðaustri dormar Eyjafjallajökull og hvílir sig eft- ir síðustu átök við eldinn, sem alls staðar er nærri á þessum slóðum. Undir meirihluta Skeiðanna breiðir Þjórsárhraunið úr sér, víðast hvar hulið sléttum víð- áttumiklum túnum. Stöku hraunnibba gægist upp hér og þar með mosabreiðum og kjarri. Þau eru nýkomin úr fjósinu, þar er starfssviðið kvölds og morgna allan ársins hring. En á milli gefst næði til ýmissa annarra starfa sem eru mörg á stóru búi þar sem aðeins eru tveir til að sinna öllu. Það er af sem áður var þegar heimili voru mannmörg og oftast tveir í hverju rúmi. Bóndinn Benedikt Kolbeinsson á sér traustar rætur á Votamýri. Hann er 8. ættliðurinn á bænum. Forfeður hans hafa byggt þesa jörð samfellt í um 260 ár. Votamýri er önnur elsta ættarjörðin á Skeiðunum. Árið 1756 flutti þangað Hróbjartur, langalangalangalanga- langafi Benedikts, sonur Hannesar í Seljatungu, og síðan hafa afkomendur hans búið þar sleitulaust. Bróðir Hróbjarts var Kolbeinn sem kallaður var söguskrifari. Sólveig (1759-1846) dóttir Hróbjarts bjó á Votamýri ásamt manni sínum Guðmundi Bjarnasyni frá Blesastöðum. Bjarni Jónsson frá Blesastöðum f. 1717, var sonur Jóns Jónssonar sem kallaður var „rauður“ og bjó í Fjalli á Skeiðum 1703 og 1729. Smiður og organisti Næsta kynslóð var Sigurður, sonur Sólveigar og Guðmundar, (1789-1869). Sigurður þótti ansi drjúgur með sig Það sama var að segja um son hans Magnús (1835-1923), sem var 4. ættliðurinn á Votamýri. Hann tók við búinu ásamt konu sinni Guðrúnu, sem var dóttir Eiríks yngra dannebrogsmanns frá Reykjum á Skeiðum. Með Magnúsi bjó um tíma bróðir hans Sigurður, og sagan segir að hann hafi farið langt með að drekka út ættaróðalið. Sigurður fór síðar til Ameríku. Síðan tók við 5. ættliðurinn, sonur Magnúsar, Eiríkur, (1860-1940) ásamt konu sinni Hallberu Vilhelmsdóttur Bernhöft sem fædd var á Hólmi ofan við Reykjavík. Þau bjuggu á Votamýri 1887-1918. Sonur þeirra og afi Benedikts, Guðni Eiríksson (1888- 1977) tók þá við búinu ásamt konu sinni Guðbjörgu Kolbeinsdóttur húsfreyju og kennara. Áður hafði hann búið bæði á Álfsstöðum og Miðbýli á Skeiðum. Guðni var 6. ættliðurinn og bjuggu þau hjón- in á jörðinni frá 1918 til 1975. Eiríkur og Hallbera arfleiddu svo Eirík Guðnason, sonarson sinn, sem þau höfðu alið upp, að hálfri Votamýrinni, sem eftir það kallast Votamýri II, og varð hann því sá 7. í ættarröð- inni. Eiríkur Guðnason (1915-2002) var föðurbróð- ir Benedikts. Hann var, auk þess að vera bæði bóndi og smiður, organisti í Ólafsvallakirkju í yfir 40 ár og stjórnaði þar kirkjukórnum. Hann hafði lært á org- el hjá þeim bræðrum Sigurði og Páli Ísólfssonum og síðar hjá Hauki Guðlaugssyni. Benedikt „áttundi“ Svo rekur Benedikt sjálfur lestina, frá 1975, á gömlu Votamýrinni, tók við af afa sínum, sá 8. í ættarröð- inni. Það segir fátt af fyrstu bændunum en sögunum fjölgar þegar kemur að Magnúsi langalangafa Bene- dikts. Hann var um margt sérstakur, átti heil ósköp af börnum og var lengst af mjög fátækur en bar sig vel og var alltaf drjúgur í frásögnum. Kallaði sig oft ríka manninn á Þjórsárbökkum. Einhverju sinni var hann á leið í kaupstað, mætti ókunnum manni, og bað hann að gefa sér í staup- inu. Kvaðst vera í stökustu vandræðum því tveir vinnumenn sínir væru farnir á undan sér með lestina og ull á tólf hestum og brennivínskútinn sömuleið- Guðfinna Ragnarsdóttir: Átta ættliðir á Votamýri á Skeiðum Benedikt Kolbeinsson, Benedikt „áttundi“, bóndi á Votamýri í mjaltagryfjunni.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.