Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is13 þökk sé fjöllyndi Ásbjörns Ólafssonar langafa míns, og að pabbi og Halldór Laxness eru fjórmenningar og mamma og Steinn Steinar sömuleiðis. Það er nú allt í lagi að monta sig svolítið af því. Svo eru það frásagnir af fólkinu okkar. Annað hvort það sem við höfum heyrt eða skráð sjálf. Þar er nú oftast af nógu að taka. Það geta verið sögur af foreldrum, öfum og ömmum eða langöfum og lang- ömmum. Það þarf ekki allt að vera svo merkilegt eða háfleygt, allt eru púslbitar í ættarsöguna. Mér þyk- ir t.d. mjög vænt um litlu vísurnar tvær sem hann Guðfinnur afi minn orti rétt fyrir dauða sinn, mér finnst þær færa mig nær honum: Minn er tregi meiri en í gær má í raunum stikla einum degi er ég nær áfanganum mikla. Mín er gengin gleðitíð góðs hef lengi notið mér að þrengir mæða stríð mitt er gengi þrotið. Svo eru það ættargripirnir sem við þurfum að varðveita, skrá og mynda, segja sögu þeirra svo hún varðveitist. Skrá hverjir áttu, smíðuðu, prjónuðu, ófu o s frv. Ættargripir eru fjársjóður, hvort sem það er silfurnæla, rokkur, kambar eða svunta. Og þá er komið að myndunum og gömlu albúm- unum. Hversu oft hefur maður ekki heyrt fólk segja: „Ég vildi að ég hefði spurt, nú er enginn lengur til þess að spyrja.“ Munum að fara mjúkum höndum um gömlu albúmin, merkja allar gamlar myndir með nafni, ártali og stað ef hægt er. Myndir eru ómetanleg- ur fjársjóður. Þá eru það skjölin. Í þeim finnum við ómældan fróðleik hvort sem um er að ræða dagbækur, sendi- bréf, minnismiða, líkræður, húskveðjur eða opinber skjöl eins og skírnar-, giftingar- og dánarvottorð. Þar er okkar saga skráð. Svo er ekki úr vegi að skrá sjúkdóma og krank- leika sem fylgja ættinni. Það getur komið komandi kynslóðum til góða. Hvernig væri að taka líka saman alla sem eru þremenningar eða fjórmenningar við okkur? Já, segið þið svo að það sé ekki af nógu að taka. Munum að allt verður saga í fyllingu tímans og það er okkar að varðveita hana og færa hana kom- andi kynslóðum. Því hvað er betra en traustar rætur í ölduróti lífsins? 15. Hör ur Björnsson f. 1989 nemi í Reykjavík 14. Björn Traustason f. 1967, rafi nfræ ingur Reykjavík. 13. Trausti Björnsson f. 1943, kennari Reykjavík 12. Björn Gu finnsson f. 1905 d.1950, prófessor Reykjavík. 11. Gu finnur Jón Björnsson f. 1870 d.1942, b. Litla-Galtardal Fellstr. Dal. 10. Björn Ólafsson f. 1845 d. 1890, b. Orrahóli, Stóru-Tungu og Ytrafelli 9. Ólafur Björnsson f. 1821 d. 1898, b. Hla hamri, Kollsá, Hún. og Stóra-Galtardal, Dal. 8. Björn Björnsson f. 1780 d. 1827, b. Hrútatungu og Orrastö um, Hún. 7. Björn Ólafsson f. 1727 d. 1816, b. Hóli Sæmundarhlí , Skag. 6. Ólafur Tumason f. 1692 d. 1747, b. Sy ri-Ey 5. Tumi orleifsson f. 1659 d. eftir 1708 b. Torfalæk 4. orleifur Ólafsson f. 1605 b. og smi ur Köldukinn í Ásum nor ur. 3. Ólafur Halldórsson f. 1570 d. 1614 prestur Sta Steingrímsfir i 2. Halldór Sigur sson f. 1530 b. Eyrarlandi Eyjafir i. 1. Sigur ur Sturluson f. um 1500 b. Núpufelli Karlleggur í 500 ár Hnithögld-hornhögld Hnithagldir þessar eru úr hrútshorni og hnitaðar sam- an þannig að annar endinn gengur gegnum gat á hinum og hak hindrar að hagldirnar opnist. Á högldunum er stafurinn i. Þær eru smíðaðar af Jóhannesi Þórðarsyni b. á Einfætingsgili í Bitru. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson b. í Heydal í Hrútafirði og k.h. Lilja Dalíla Jónsdóttir frá Kollsá. Jóhannes var fæddur 1. jan. 1833, d. 4. mars 1888. Kona hans var Elín Guðmundsdóttir frá Einfætingsgili í Bitru. Þau Jóhannes og Elín fluttust árið 1860 frá Einfætingsgili að Ballará á Skarðströnd og síðar að Stakkabergi á Fellsströnd þar sem Jóhannes bjó til æviloka. Jóhannes var langafi Björnfríðar Elimundardóttur húsfreyju að Björnólfsstöðum í Langadal Húnavatnssýslu, en hún var fædd á Stakkabergi á Fellsströnd. Hún gaf mér hagldirnar árið 1971. (Guðfinna Ragnarsdóttir) Nýir félagar Jóhanna María Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri, Bergstaðastræti 76, 101 Reykjavík. Netfang: mariaj@hi.is Úlfar Antonsson, framkvæmdastjóri, Ránargötu 5, 101 Reykjavík. Egill Héðinn Bragason Barmahlíð 2, 550 Sauðárkróki, kt. 080357-4199, netfang: egillhedinn@hotmail.com Áhugasvið: Eigin ættir og almenn ættfræði. Gunnar Svavarsson, garðyrkjumaður, Engihjalla 21 200 Kópavogi, áhugamál: Saga Kópavogs, húnvetnskar ættir o. fl.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.