Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is Þau voru ung og saklaus og kynntust í hinni ungu Reykjavík, bjuggu sitt hvorum megin við Bakarabrekkuna. Þau elskuðu hvort annað en ást þeirra var forboðin. Hann var ættstór bak- arasveinn, hún óbreytt vinnukona. Þeim var ekki skapað nema skilja. En sagan geymir sorg og gleði þessara ungu elskenda. Þann 20. september 1829 fæddist á Brennistöðum í Borgarsókn á Mýrum lítil telpa að nafni Sigríður Sigurðardóttir. Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarnason, f. 1803, bóndi í Einarsnesi og kona hans Þóra Helgadóttir, f. 1805. Fram að fermingu eða þar um bil ólst Sigríður upp í Einarsnesi hjá foreldrum sín- um og systkinum, Sesselju og Bjarna, og Önnu sem dó ung. Hún fermdist frá Kvíslhöfða í Álftaneshreppi á Mýrum og er þar 17 ára vinnukona árið 1845. Hún er svo vinnukona á ýmsum bæjum þar í kring næstu árin. Óljóst er hvar Sigríður er á árunum milli 1850 og 1854, en hún mun hafa verið vinnukona í Reykjavík á árunum 1855-1865. Í mt 1850 er Sigríður nokkur Sigurðardóttir 19 ára, sem gæti nokkurn veginn átt við okkar Sigríði, sögð vinnukona hjá Hallgrími Scheving fræðimanni og latínuskólakennara í Schevingshúsi og konu hans. Þótt þess sjáist ekki merki í mt. 1855 virð- ist Sigríður vera komin til Jóns Péturssonar háyfir- dómara og þar er hún fram yfir 1860. Jón bjó þá ekkjumaður með þrjú lítil börn efst í Bakarabrekkunni norðanmegin, þar sem nú er Laugavegur 1, við Arnarhólstúnið. Það hefur ekki verið lítil upphefð og skóli fyrir unga sveitastúlku að komast inn á betri manna heimili. Athafnamaðurinn Í litlum bæ, sem telur innan við 500 manns, verða samskipti oft náin milli unga fólksins, þótt þau komi hvort úr sinni stéttinni. Svo varð einnig um vinnukon- una Sigríði og bakarasveininn Wilhelm Georg Theodor sem bjó við Bakarabrekkuna. Hann var fæddur 1828, sonur sjálfs Tönnies Daniels Bernhöfts bakara. Tönnies Bernhöft var fæddur í Neustadt í Holtsetalandi, 10. júlí 1797. Hann var þýskur bak- arameistari sem var fenginn til að sjá um rekstur nýstofnaðs bakarís, þess fyrsta á Íslandi. Fjölskyldan flutti til Íslands um miðjan september 1834. Kona Tönnies var dönsk, Marie Elisabeth Abel Bernhöft. Þau bakarahjónin áttu auk Wilhelms dótturina Kathrine Jakobine sem fædd var 1830. Guðfinna Ragnarsdóttir: Ást í meinum Sagan um Sigríði vinnukonu og Bernhöft bakara Það var Peter Cristian Knudtson kaupmaður sem hafði veg og vanda af stofnun bakarísins, sem frá árinu 1845 var í eigu Bernhöftanna og gekk undir nafn- inu Bernhöftsbakarí, og gerir enn. Tönnies Daniels Bernhöft rak bakaríið allt til dauðadags, 10. júní árið 1886, en þá tók sonarsonur hans, Daníel Gottfred Bernhöft, við rekstrinum. Tönnies var elsti borgari Reykjavíkur þegar hann lést árið sem Reykjavík hélt upp á 100 ára kaupstaðarafmæli sitt. Gamli Tönnies Bernhöft gerðist mikill athafnamaður í Reykjavík. Hann reisti kornhlöðuna á torfunni, keypti bæði Hollensku mylluna og og Hólavallamylluna og lét grafa vatnsból við Bakarastíginn. Það þurfti því ekki að velkjast í vafa um að hér var á ferðinni fólk af hærri stétt en almúginn. Beggja 1. brot Það var því hvorki einlæg ósk né ætlan hins um- svifamikla bakara eða konu hans, hinnar stórlátu Marie Elisabeth Abel Bernhöft að sonur þeirra, Wilhelm Georg Theodor Bernhöft, barnaði Sigríði Sigurðardóttur, óbreytta vinnukonu, en fyrr en varði stóðu þau andspænis þeirri staðreynd. Þann 1. júní 1855 eignaðist Sigríður Sigurðardóttir, þá 25 ára, litla dóttur og lýsti föður Wilhelm Georg Bernhöft. Hann gekkst fúslega við barninu sem fékk hið virðulega nafn Ágústa Dorothea Bernhöft. Þetta var skráð 1. lausaleiksbrot þeirra beggja. En Ágústa litla átti aðeins hálfan annan mánuð á þessari jörð, svo var hennar saga öll. Það stoðaði lítið þótt háyfirdómarinn væri tengda- sonur Friðriks Eggertz prests í Akureyjum og fyrr- um tengdasonur Boga Benediktssonar á Staðarfelli. Vinnukonan var eftir sem áður bara óbreytt vinnukona. Marie Elisabeth Abel Bernhöft ætlaði syni sínum göf- ugra kvonfang en ættlausa vinnukonu. Lesið milli línanna En það er eins og segir í vísunni góðu: Engir menn því orkað fá og aldrei heldur munu kunna að halda kvenna hjörtum frá honum sem þær vilja unna. Enda fór það svo að þau hjónaleysin, Wilhelm og Sigríður, eignuðust saman þrjú börn, ef ekki fjögur, á fimm árum. Þá sögu má lesa í gömlum og rykfölln- um kirkjubókum Reykjavíkur. Þar leynist ef til vill

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.