Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is23 og Páls Óskars. Benedikt kveðst þó alveg hafa slopp- ið við þetta tónlistargen. En var það alltaf sjálfgefið að Benedikt „áttundi“ yrði bóndi? Hann lærði vélvirkjun og starfaði við hana um tíma. Varð meira að segja meistari í sinni iðngrein. Nei, alls ekki, það var aldrei inni í myndinni að verða bóndi, segir Benedikt. En þegar Guðni afi minn fór þess á leit við okkur hjónin að við tækjum við jörðinni þá var teningnum kastað. Þá vorum við Lína líka ung og áræðin, ég 27 ára og hún bara 21 árs. Lína var auk þess alin upp í sveit, á Neðra-Apavatni í Grímsnesi, á hestbaki, og hefði sjálfsagt hvergi unað sér annars staðar en þar sem hún gæti hleypt á grænum grundum. Og hvar er þá betra að vera en á Skeiðunum. Það er svo annað mál, segir Benedikt, að vélvirkjunin er eins og sniðin fyrir búskapinn, hún kemur alls staðar að notum. Gott mannlíf Þegar borinn er saman búskapinn hjá Benedikt og forfeðrum hans er margt breytt. Allt er orðið vél- vætt, heyinu er rúllað með stórum vélum og keyrt til kúnna og þær mjólkaðar úr mjaltagryfju. Á Votamýri er einnig ræktað korn sem er súrsað og gefið kúnum. Forfeðrunum hefði sjálfsagt ekki litist á slíkt fóður. Það sem er líkt er sjálfsagt þessi náni umgangur við náttúruna og skepnurnar, tamning hestanna, ilm- urinn af heyinu, veiðin í Þjórsá og ræktun lands, þótt í meira mæli sé en hjá forfeðrunum. Og hér er margt sér til gamans gert og héðan er auðvelt að ríða út til allra átta, segir hestamaðurinn Lína, hvort sem er um sveitirnar eða inn á afréttinn. „Það er mjög þétt og gott mannlíf hér á Skeiðunum. Og því er ekki að neita að kunningsskapurinn og vin- áttan kemur mikið gegnum skyldleikann. Hér eru frændur á öðrum hverjum bæ. Í dag dreifir ættin sér á alla Hlemmiskeiðsbæina og Skeiðháholtsbæina, á Arakot og Björnskot og í Gnúpverjahreppnum, sem nú er genginn í eina sæng með Skeiðunum, eru ætt- menni á Sandlækjarkoti, Gunnbjarnarholti, Hæli og Stóru-Mástungu. En við finnum að þetta breytist með nýjum kynslóð- um. Nú erum við hjónin farin að tilheyra þeim eldri og samferðamennirnir hverfa af sjónarsviðinu einn af öðrum“. Aðspurð hvort ekki verði áframhald á ætt- arsögunni á Votamýri telja þau hjónin litlar líkur á því. Dæturnar eru báðar fluttar til Reykjavíkur og koma lít- ið að búskapnum nema til þess að leysa foreldrana af stöku sinnum. „Það er svo margt annað í boði nú til dags. Það er liðin sú tíð þegar allir menn urðu bændur og allar konur húsmæður. Hvað verður um Votamýrina eftir okkar dag er ekki gott að segja en þetta er afbragðs búskaparjörð, hver svo sem tekur við.“ Já, einhvern tíma lýkur öllum sögum, líka ættar- sögum. Hallbera og Eiríkur ásamt börnunum sínum ellefu. Guðni Eiríksson og kona hans Guðbjörg ásamt börnum sínum Kolbeini, Eiríki, Hallberu og Tryggva Karli.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.