Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 10
10http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is Ég veit fátt skemmtilegra en að leika mér að ættfræð- inni. Möguleikarnir eru óendanlegir. Það er ekki nóg með að ég gleymi mér klukkustundum saman, oft langt fram á nótt, við að rekja hina og þessa langt aftur í aldir, heldur elska ég að spá í hitt og þetta sem kem- ur forfeðrum mínum við. Hvaða nöfnum þeir skírðu börnin sín og af hverju, hvar þeir bjuggu, hvað þeir gerðu, ef þeir skyldu nú vera eitthvað annað en bænd- ur. Hvar í ættinni sé langlífi, hvar skammlífi og fleira og fleira. Mig langar til þess að deila þessum leikjum mínum að ættfræðinni með ykkur lesendur góðir. Ég er viss um að þið smitist af þessari ættfræðifíkn ef þið eruð ekki forfallnir í þessu nú þegar, alveg eins og ég. Það þarf sannarlega engum að leiðast sem á ættfræð- ina að áhugamáli. Að rekja í kvenlegg. Það er oft mun erfiðara en að rekja í karllegg, en þeim mun öruggara ef það tekst. Þeir voru nú ekki alltaf að hafa fyrir því að setja kon- urnar á blað hér áður fyrr, blessaðir ættfræðingarnir. Ekki er heldur verra að hafa myndir af ættmæðrunum. Að rekja í karllegg. Þar hef ég komist lengst aftur til 1500 eða um 500 ár. Að rekja frá „landnámsmönnum“. Ætt mannsins míns, Magnúsar Grímssonar, rakti ég með hjálp Íslendingabókar til Höskuldar Dala- Kollssonar og Melkorku Mýrkjartansdóttur sem eru talin fædd um 910. Hann er 26 ættliðurinn. Þar komst ég að því að hann og systir hans, Guðrún Ása Grímsdóttir, sagnfræðingur sem lauk einmitt við bók um Vatnsfjörðinn fyrir ári síðan, eru ættuð úr Vatnsfirðinum í 11 kynslóðir í 450 ár! Rakið eftir nöfnum. Þar rakti ég nafn dótturdótt- ur minnar, Ragnhildar, aftur um 700 ár. Slær mér ein- hver við?? Rakið eftir ljósmyndum. Það er mjög skemmtilegt að rekja eftir myndum. Maður kemst auðvitað ekki langt aftur þar sem almenn myndataka kemur ekki til sögunnar fyrr en upp úr miðri næst síðustu öld. Mér tókst þó að komast yfir myndir sænskra for- feðra barnanna minna, sem fæddir voru um 1820, og Guðfinna Ragnarsdóttir: Leikur að ættfræði Ætt Magnúsar Grímssonar rakin til Höskuldar Dala-Kollssonar og Melkorku Mýrkjartansdóttur sem eru talin fædd um 910 1. Ólafur „pá“ Höskuldsson, Hjarðarholti Laxárdal, 930 2. Þorbjörg „digra“ Ólafsdóttir, Vatnsfirði, 960 3. Kjartan Ásgeirsson, Vatnsfirði, 1000 4. Þorvaldur Kjartansson, Vatnsfirði, 1055 5. Þórður Þorvaldsson, Vatnsfirði, 1075-1143 6. Snorri Þórðarson, Vatnsfirði, 1125-1194 7. Þorvaldur Snorrason, Vatnsfirði, 1160-1228 8. Einar Þorvaldsson, Vatnsfirði, 1227-1286 9. Ónefnd Einarsdóttir, Vatnsfirði, 1250- 10. Eiríkur Sveinbjarnarson, Vatnsfirði, 1277-1342 11. Einar Eiríksson, Vatnsfirði, 1320-1382 12. Björn „Jórsalafari“ Einarsson, Vatnsfirði,1350-1415 13. Kristín Björnsdóttir, Hvammi Dölum, (Vatnsfjarðar- Kristín), 1374-1468 14. Sólveig Þorleifsdóttir, Víðidalstungu Hún., systir Björns „ríka“ Þorleifssonar, 1415-1479 15. Jón Sigmundsson, Víðidalstungu Hún., 1455-1520 16. Helga Jónsdóttir, Auðunarstöðum og Melstað, Hún., 1511-1600 17. Jón Kráksson, prestur í Sauðlauksdal og Görðum á Álftanesi, 1533-1622 18. Sturli Jónsson, bóndi Laugarnesi Reykjavík, þótti ættleri, 1590- 19. Jón Sturluson, bóndi Ingunnarstöðum í Kjós, 1625-1700 20. Einar Jónsson, bóndi Ingunnarstöðum í Kjós, 1676-1745 21. Guðríður Einarsdóttir, Neðra-Hálsi í Kjós, 1726-1772 22. Gunnar Guðmundsson, bóndi Gilstreymi, Englandi og Þverfelli Lundareykjadal, 1760-1836 23. Gunnar Gunnarsson, bóndi Krossi og Gullberastaðaseli, 1824-1876 24. Ingibjörg Gunnarsdóttir, húsmóðir Lindargötu 10, Reykjavík, 1857-1938 25. Sigurlína Ebenezersdóttir, húsmóðir Lambhól við Skerjafjörð, 1893-1981 26. Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir, húsmóðir Neðra-Apavatni Grímsnesi, 1923-2008 27. Magnús Grímsson, kennari og bóndi Neðra-Apavatni Grímsnesi, 1946-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.