Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is17 meira og fleira milli línanna en á þeim. Fordómar og stéttaskipting, ást og átök, sorg og gleði ungra elsk- enda sem komu úr gjörólíkum stéttum og fengu því ekki að eigast, aðeins að njótast í felum. Elsta barn þeirra Sigríðar og Wilhelms var eins og áður sagði Ágústa Dorothea Bernhöft. Tveim árum seinna fæðir Sigríður son sem hún segist hafa átt með frönskum offiser, Launay, af skipinu L´Artemise. Sá sór fyrir að eiga nokkuð í barninu sem var drengur og hlaut nafnið Sigurður Theodor Nóason. Hann fædd- ist 22. apríl 1857, var tveggja ára kominn „á sveit“ til vandalausra í Sigvaldabæ í Reykjavík, varð svo nið- ursetningur á Klöpp í Reykjavík 1870 og lést þar úr holdsveiki aðeins 22 ára gamall. Skilaboðin Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að for- eldrum Wilhelms hafi þótt nóg um þegar Sigurður Theodor fæddist og því tekið í taumana. Ef svo er, að hann hafi í raun verið barnabarn bakarahjónanna, er sorglegt og hræðilegt að hugsa til þess lífs sem þetta vesalings barn átti, holdsveikur niðursetningur, búandi í næsta nágrenni við auð föður síns og föð- urforeldra. Og hvaða skilaboð sendir blessuð móðirin með því að skíra litla drenginn sinn Sigurð, í höfuðið á sjálfri sér, og Theodor, nafni ástmanns síns? En enginn er lengur til frásagnar og enginn veit svarið með vissu. Með hjónabandsbörnum Wilhelms lifði þó sú skoðun að Sigurður litli Theodor hefði verið hálfbróðir þeirra. En víst er að þau Sigríður og Wilhelm héldu áfram að hittast og fundir þeirra báru ávöxt, foreldrum hans til mikillar armæðu og skelfingar. Aðeins fimm mán- uðum eftir að Sigurður Theodor fæddist er Sigríður orðin ófrísk aftur. 5. júlí 1858 fæðist þeim Sigríði og Wilhelm sonur sem skírður er Carl Fritz Bernhöft. Það er vandlega skráð sem hennar þriðja brot, hans annað. Fimm mánuðum síðar er Sigríður orðin ófrísk á ný. Nóg boðið Og nú hefur foreldrunum sjálfsagt þótt nóg um því nokkrum mánuðum seinna er Wilhelm giftur danskri konu, Johanne Louise Bertelsen. Meðan þau spáss- era nýgift um Bakarabrekkuna gengur vinnukonan Sigríður sömu brekku með bumbuna út í loftið, ófrísk að enn einu barni þeirra Wilhelms. 3. september 1859 fæðist svo litla Hallbera, yngsta barn þeirra Wilhelms. Faðir hennar er þá titlaður bak- ari og sagður giftur fyrir þrem mánuðum. Þetta er 4. brot Sigríðar en 3. brot hins nýgifta Wilhelms. Og milli fyrsta hjónabandsbarnsins Lucinde og Hallberu litlu eru aðeins rúmir þrír mánuðir. Lífið hefur varla verið Sigríði auðvelt þegar hér er komið sögu, hún er enn vinnukona hjá háyfirdóm- aranum, nánast handan við heimili ástmanns síns í Bakarabrekkunni, hann giftur annarri konu, eitt barn í gröfinni, annað niðursetningur hjá vandalausum og Carl litli Fritz tökubarn í Bygggörðum á Seltjarnarnesi, aðeins ársgamall. Hallbera á Hólmi En Wilhelm virðist hafa gert sitt til þess að hjálpa Sigríði sinni, þótt hann réði ekki við ofríki foreldranna. Þegar kom að fæðingu telpunnar kemur hann Sigríði fyrir hjá kunningjakonu sinni, Hallberu Jónsdóttur, nýfráskilinni húsfreyju á Hólmi ofan við Reykjavík. Þar fæddist svo litla telpan og hlýtur nafn fóstru sinn- ar Hallberu. Ekki er vitað hvernig litlu telpunni leið í fóstrinu en í umfjöllun um Egil Gunnlaugsson, son Hallberu á Hólmi, í Söguþáttum landpóstanna, segir að Gunnlaugur hafi með engu móti viljað fara aftur til móður sinnar eftir að hann hafði verið hjá föður sín- um, sökum þess hve hörð hún hafi verið við hann og óvægin, „enda var bæði geð og gerð í þeirri konu.“ Fóstran Hallbera reisti síðar nýbýli í Lækjarbotnum þar sem hún rak greiðasölu og þótti bæði hjálpsöm og hugulsöm við langferðamenn. Gæfusporið Í manntalinu 1860 er Hallbera litla sögð tveggja ára, en er í raun bara eins árs, tökubarn á Hólmi, fjarri hlýjum móðurfaðmi. Ekkert barna sinna megnaði þessi fátæka stúlka, hún Sigríður, að ala sér við brjóst eða annast um, öll hurfu þau henni, ef ekki í gröfina þá út í hinn harða heim. En Wilhelm hefur sjálfsagt borið hlýjar tilfinningar til barnsmóður sinnar þótt hann væri kominn í hlýju hjónasængurinnar og far- inn að eiga börn með sinni konu. Hann vill gera vel við Hallberu litlu. Hann hafði í Reykjavík kynnst borgfirskum manni, Jóni Jónssyni sem ættaður var frá Bóndhól á Mýrum, sonur Jóns Illugasonar silfursmiðs. Jón þessi fluttist austur á Skeið um 1845, að Kílhrauni til prestsekkj- unnar Þórdísar Björnsdóttur. Hann giftist fósturdóttur Marie Elisabeth Abel Bernhöft hafði ekki hugs- að sér að sonur þeirra, Wilhelm Georg Theodor Bernhöft, barnaði Sigríði Sigurðardóttur, óbreytta vinnukonu. Tönnies Bernhöft bakarameistari var umsvifamikill athafnamaður í hinni upprennandi Reykjavík.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.