Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is7 frá Árbæ í Ölfusi, kvinna Skapta dannebrogsmanns Skaptasonar og var þetta hinn þriðji ástvinamissir er hann hefur mátt bíða síðan um síðastliðnar vetur- nætur, því þau hjónin í Reykholti, síra Jón prófastur Þorvarðarson og húsfrú Guðríður elsta dóttir Skapta, dóu í vetur. Þessi mörgu áföll ganga nærri Skapta lækni sem nú er orðinn veikur sjálfur. Þótt hann líkni og lækni aðra fær hann ekki ráðið við þau veikindi sem að honum og fjölskyldu hans steðja heima fyrir. Það læðist að manni sá grunur að þeir mörgu sjúklingar sem komu og bjuggu í Skaptabæ lengur eða skemur hafi borið með sér smit og sjúkdóma sem ekki allir á heimilinu þoldu. Um það er þó ekkert hægt að fullyrða. Skapti deyr Þegar Þórdís lést fékk Skapti Guðrúnu Klængsdóttur, 34 ára systkinabarn við hana, til að koma til Reykja- víkur, til þess að hugsa um börnin, en hún var frá Kirkjuferju í Arnarbælissókn. Sjálfur var hann þá farinn að heilsu. Guðrún var systir Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Guðrún var, segir Halldór Laxness, kona mikil að burðum, sköruleg og gamansöm, rétt- sýn og úrræðagóð. Skapti var 62 ára þegar Þórdís lést og lést sjálfur 14. ágúst árið 1869, aðeins tveim árum á eftir konu sinni, eftir langvarandi veikindi. Í tímaritinu Baldri sem kom út í Reykjavík í ágúst sama ár segir: 14. þ. m. ljezt dannebrogsmaður Skapti Skaptason hjer í bænum eptir margra ára veikindi, 64 ára að aldri; hann var alkunnur sem heppinn læknir í mörg- um greinum, og sóttu hann eigi allfáir, meðan hann var við heilsu. Í Þjóðólfi 17. ágúst stendur: 14. þ.m. dó hér eft- ir margra ára sjúkdómskröm merkismaðurinn Skapti Skaptason, dannebrogsmaður almennt nefndur Skapti læknir, rúmra 64 ára... Í Þjóðólfi 28. ágúst 1869 stendur um jarðarför Skapta Skaptasonar læknis og dannebrogsmanns þann 25. ágúst: Var mikil líkfylgd og sóttu nálega all- ir embættismenn, borgarar og alþingismenn jarðar- förina. Af þessu má sjá að Skapti Skaptason var mikils metinn hvort sem var hjá ríkum eða snauðum. Guðrún amma kemur Ári seinna, 1870, sést að Guðrún Einarsdóttir, móðir Þórdísar, ekkja 74 ára að aldri, er komin í Skaptabæ, austan úr Ölfusi, til þess að halda utan um litlu barnabörnin sín, trúlega þau einu sem hún á, ásamt Guðrúnu Klængsdóttur sem titluð er bústýra. Stóru systurnar eru fluttar að heiman, hafa trúlega farið þegar Þórdís kom. Margrét er fráskilin vinnukona á Vegamótum, hjá langafa mínum og langömmu, og Jóhanna Kristjana er rétt ófarin til Ameríku, Sigríði elstu systurina sé ég hvergi. Guðríður er dáin og og sömuleiðis sonurinn Skapti. Þegar hér er komið sögu, árið 1870 er Eyjólfur litli átta ára, Guðrún 5 ára og Guðný aðeins fjögurra ára. Lítill munaðarlaus barnahópur. Það eina góða er að það eru til nógir peningar, peningar sem koma frá Árbæ með ömmu Guðrúnu. Guðrún og Guðný, dætur Skapta og seinni konu hans, Þórdísar frá Árbæ. Þegar Þórdís lést fékk Skapti Guðrúnu Klængsdóttur, 34 ára systkinabarn við hana, til að koma til Reykjavíkur, til þess að hugsa um börnin. Hér er Guðrún ásamt manni sínum Magnúsi í Melkoti.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.