Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 20
20http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is En ástarsaga elskendanna tveggja, Sigríðar og Wilhelms, er ekki gleymd þótt þoka fortíðarinnar hafi breiðst yfir spor þessarar ógæfusömu konu sem ung naut ástar í meinum, var stíað frá elskhuga sínum og horfði á eftir börnunum sínum fimm nýfæddum í gröfina eða til vandalausra. Og á Skeiðunum óx upp lítil Sigríður og lít- il Vilhelmína sem minntu í nöfnum sínum á ungu elskendurna forðum og báru ásamt systkinum sínum þessa sorglegu en hugljúfu ástarsögu til framtíðarinn- ar. Um þá litlu anga vissi Sigríður aldrei. Heimildir við samningu greinanna Ást í meinum og Átta ættliðir á Votamýri: Kirkjubækur og manntöl; Sunnlenskar byggð- ir; Söguþættir landpóstanna I. bindi; Niðjatal Votamýrarhjónanna Hallberu og Eiríks; Vinnukonan á Laugavegi 1 (grein Péturs Péturssonar í Mbl. 11. júlí 2004); minningargreinar um Hallberu Guðnadóttur, Eirík Guðnason, og Eirík Eiríksson; Borgfirskar æviskrár; Íslendingabók; Búskaparsaga Skeiðháholts I frá 1828-1999 (óbirt grein eftir Vilmund Jónsson); Reykvíkingar Fólkið sem breytti borg í bæ, Þorsteinn Jónsson; ættrakningar frá Hólmfríði Gísladóttur; Þjóðólfur, Austri og Ísafold frá 1885; Reykjavík fyrri tíma I-III, Árni Óla; Íslandssaga Bernhöftshjónanna grein í Mbl. 4. nóv. 2007. Hljóðritaðar heimildir: ÍSMÚS Tónlistarsafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Hallfreður Örn Eiríksson ræðir við Hinrik A Þórðarson um ýkjusögur af Magnúsi Sigurðssyni.). Munnlegar heimildir: Benedikt Kolbeinsson, Sigurlín Grímsdóttir, Vilmundur Jónsson, Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Aðstoð við öflun myndanna sem flestar eru fengnar úr fjölskyldualbúmum ættarinnar: Hjálmtýr Heiðdal, Hallbera Eiríksdóttir og Benedikt Kolbeinsson. Mörg systkin Hallberu heimsóttu hana að Votamýri. Hér er Hallbera ásamt Marie systur sinni. 1872 á Selskerjum. Þau búa á Selskerjum 1870 en ég finn ekki Jón dáinn, en hann hefur látist rétt eftir 1870, því Sólbjört giftist 1872 Guðmundi Sigfússyni og þau eignast son, Jón Thorberg f. 1973. Jón Jóhannesson var fæddur um 1816 í Neshreppi. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson, f. 18 september 1784 á Staðarfelli, Hálfdánarsonar í Þurranesi. Jóhannes dó 25. janúar 1839 í Flatey og móðir Jóns var Ingibjörg Ólafsdóttir, f. um 1781 í Dagverðanesseli, Sigurðssonar á Ormsstöðum, hún dó 24. mars 1844 í Tómasarbúð á Rifi. Hvort sem hann Jón Jóhannesson er forfaðir minn eða ekki ætla ég að láta þetta á blað, því mér finnst þetta svo líklegt. Þess skal getið að Kristín Þórðardóttir lést 16. maí 1884 á Harrastöðum í Miðdal. Það eiga allir sína sögu, sigurljóð og raunabögu. Nágrannakritur Séra Jens Hjaltalín á Setbergi og Skúli Sveinsson á Spjör voru í réttum. Þá segir séra Jens við Skúla: „Ég get sagt yður það Skúli á Spjör, að ég ræð yfir þeim anda sem getur þurrkað yður út og allt yðar hyski.“ Skúli sat hinn rólegasti á réttarveggnum og sagði: „Ég veit ekki til, séra Jens, að þér ráðið yfir öðrum anda en þeim hinum illa, sem út gengur af yðar lendapotti.“ Þá snéri séra Jens í hann bakinu og hló. Heimild: Nói Jónsson, bóndi í Vindási Hólmfríður Gísladóttir: Jón Jónsson Hann Jón langafi minn á engan föður. Ég hef mikið leitað en það hefur ekki borið árangur. Því það vantar blað í Jöklu, bók úr Ingjaldshólssókn. Hann var fædd- ur 9. september 1849 í Hlíðarkoti í Fróðárhreppi. Jón var útvegsbóndi í Móabúð í Eyrarsveit. Móðir hans var Kristín Þórðardóttir, fædd um 1822 í Húsanesi í Breiðuvík, dóttir Þórðar Þórarinssonar og Guðrúnar Þórarinsdóttur. Kristín var gift Gunnlaugi Gíslasyni og þau eiga Herdísi, f. í janúar 1845 í Staðarsveit, ég veit ekki hvað varð af henni, og Gunnlaug, f. 24. október 1846 í Fróðárkoti, hann ólst upp hjá afa sín- um og ömmu í Hlíðarkoti í Fróðárhreppi. Síðar átti hún Guðmund, f. 7. júní 1857 í Einarsbúð á Sandi, með Magnúsi Þorsteinssyni. (sjá Guðríðarætt) Kristín fer út í Flatey 1847 og um svipað leyti fer maður að nafni Jón Jóhannesson út í eyjar, þau hafa eflaust þekkst úr Fróðárhreppi. Þau fara bæði úr eyj- um 1849, hann úr Hergilsey í mars að Látrum en hún fer úr Flatey í Neshrepp í apríl. Jón er á Látrum í Rauðasandshreppi 1850, svo giftist hann Sólbjörtu Einarsdóttur, hún var mikið yngri en hann. Þau eignuðust dætur, sennilega Vilborgu, f. 1853 á Brjánslæk, hún dó 16. júlí 1865 í Holti, Kristínu Elínborgu, f. um 1857 á Brjánslæk, hún dó 15. júní 1923, var lengi vinnukona á Skálmarnesmúla, Petru Maríu, f. 20. júlí 1863 í Flatey, dó 20. mars

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.