Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 22
22http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is is. Hann fékk vænan sopa og þakkaði fyrir sig með þeim orðum að maðurinn væri velkominn til sín heim á Votamýri hvenær sem hann ætti leið hjá, „Og þá skal ég gefa þér hvaða sort af áfengi sem þig lang- ar í.“ Hvort maðurinn kom nokkurn tíma í heimsókn fylgir ekki sögunni. Einhverju sinni þegar Magnús leggur af stað heim úr kaupstað með mat á tveim horuðum truntum þá verður honum að orði við nærstadda: „Ekki veit ég hvern fjandann sjálfan ég á að gera við allan gamla matinn þegar þetta allt er komið heim í bæ.“ Klukka og kamar Á Hlemmiskeiði hitti Magnús einhverju sinni nokkra reisendur sem spurðu hvaðan hann væri. „Þetta er bær- inn minn“, sagði Magnús og benti suður á Votamýri, „og hann er á Skeiðum. Það er timburhús að framan og heyhlaða að aftan og skúrar allt í kring og svo er klæðaskápur, klukka og kamar og kjallari undir hreint öllu saman.“ Magnús átti jarpan hest og montaði sig af því hvað hann væri fljótur að hlaupa. En heldur var hesturinn hæggengur því skepnurnar voru oftast vanfóðraðar þar sem Magnús var alltaf heylaus. „Einu sinni,“ sagði Magnús, „hleypti ég honum Jarp mínum í Dyradæl, á móti spóa, og hafði betur!“ En það komu ekki allir forfeður Benedikts af Skeiðunum. Hingað slæddist, ef svo má segja, sem barn, stórættuð kona að sunnan, en það var tengda- dóttir ofannefnds Magnúsar. Hún hét Hallbera Vilhelms dóttir Bernhöft og var langamma Benedikts. Hún hafði þó aldrei notið ætternisins eða ættarauðs- ins, en samt fylgdu henni framandi straumar og óræð- ar spurningar. Bara ættarnafnið Bernhöft vakti athygli. Um hana má lesa í greininni hér á undan. Fimm Skeiðabændur Votamýrarættin dreifist mjög víða um Skeiðin. Þau Eiríkur og Hallbera áttu ellefu börn sem öll komust til þroska, sex syni og fimm dætur. Um tíma voru fimm synir þeirra bændur á Skeiðunum: Eiríkur var bóndi í Fjalli og í Borgarkoti og síðar á Hlemmiskeiði, Guðni á ættaróðalinu Votamýri, Jón hreppstjóri í Skeiðháholti, Magnús á Syðri- Brúnavöllum, síðar á Skúfslæk í Flóa og Guðbjörn í Arakoti. Systir þeirra Vilhelmína var heldur ekki langt undan, hún var húsfreyja á Hnausi í Flóa, og Þórdís systir þeirra var húsfreyja á Stóru-Mástungu í Gnúp- verja hreppi. Þar var Ingunn systir hennar líka vinnu- kona. Votamýri er ekki stór jörð en ræktunarskilyrði eru mjög góð. Þar skiptist á heiðlendi og djúpar dælar en austur við Þjórsá eru þurrir valllendisbakkar. Þjórsá hefur oft verið mjög ágeng við bakkana og hafa þar orðið veruleg landsspjöll. All nokkur hlunnindi eru af veiði í Þjórsá. Ung og djörf Það hefur lengi verið á orði haft um þá Votamýrarmenn að þeir séu góðir búmenn og starfsamir, dugleg- ir og verklagnir, margir smiðir ágætir, léttir í fasi og hestamenn. Tónlistin er mörgum í blóð borin, marg- ir organistar, og má þar nefna að þeir Benedikt á Votamýri og Bogomil Font, öðru nafni Sigtryggur Baldursson eru þremenningar frá Hallberu og Eiríki og Hallbera var hvorki meira né minna en ömmusystir þeirra systkinanna Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddúar, Sigurlín Grímsdóttir húsfreyja og listmálari við uppáhald siðjuna sína, hestana. Fjórir ættliðir á Votamýri. Í fremri röð frá vinstri er Magnús Sigurðsson f. 1835, aftan við hann Eiríkur son- ur hans f. 1860, við hlið hans Guðni f. 1888 og framan við hann Kolbeinn, f. 1914 faðir Benedikts „áttunda“. Ljósmynd Haraldur Blöndal.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.