Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is3 Hann hét Skapti Skaptason. Hann var titlaður aðstoðarmaður landlæknis. Hann opnaði heimili sitt fyrir ótal sjúklingum, jafnt holdsveikum sem berklaveikum og hlaut Dannebrogsorðuna fyrir vel unnin störf. Hann tengdist fyrir tilviljun inn í Evrópusöguna og Napoleon Bonaparte. Efri árin voru honum erfið. Hann missti seinni konu sína frá þrem ungum börnum. Þá kom til sög- unnar Guðrún nokkur Klængsdóttir og amman með Árbæjarauðinn. Sjálfur lést hann skömmu síðar, eftir langvarandi veikindi. Fimm ef ekki sex af átta börnum hans af fyrra hjónabandi lágu þá í gröfinni. Þannig mætti í hnotskurn segja frá lækninum og mannvininum Skapta Skaptasyni. Skapti Skaptason var lærður járnsmiður. Foreldrar hans voru Sigríður dóttir Jóns Magnússonar útvegs- bónda á Eiði á Seltjarnarnesi og konu hans Guðnýjar Jónsdóttur frá Syðra-Fljóti í Biskupstungum og Skapti Sæmundsson, sonur Sæmundar Björnssonar b. Síðumúla í Hvítársíðu og konu hans Guðríðar Skaptadóttur. Skapti Sæmundsson var afar vel menntaður á þeirra tíma vísu. Hann er sagður hafa farið til náms í Kaupmannahöfn og lært járn-, silfur og trésmíði. Hann stundaði einnig lækningar. Hann flutti til Reykjavíkur 1786 og giftist Sigríði 1792. Þau Skapti og Sigríður bjuggu á Eiði á Seltjarnarnesi 1793 til 1799, þegar Bátsendaflóðið gerði bæ þeirra óbyggilegan, síðan í Skaptholti rétt við Eiði fram til 1802, þegar þau fluttu í Kjósina. Skapti fékk 15 rík- isdala styrk úr jarðabókarsjóði til þess að flytja bæj- arhúsin eftir flóðið. Í mt. 1801 er Skapti titlaður haandverksmand af sölv, jern og træarbeyde. Á Sandi í Kjós fæddist Skapti sonur þeirra 1805. Þau Skapti og Sigríður áttu fimm börn auk Skapta yngri. Þau fluttu svo í Götuhús í Reykjavík árið 1809, þar sem Skapti var húsmaður og þar bjuggu þau til dánardags 1821. Í mt. 1816 eru þau í Götuhúsum ásamt dætrunum Guðríði 23 ára, og Guðrúnu 14 ára og syninum Skapta 11 ára, en þar er þá tvíbýli. Hjá þeim hjónunum er einnig 36 ára kona sögð „til lækninga“. Margir „læknar“ Í ættinni var óvenju margt fólk sem stundaði lækning- ar eða var yfirsetukonur. Auk Skapta Sæmundssonar og Skapta yngri, sem báðir voru mikils metnir fyr- Guðfinna Ragnarsdóttir: Skapti Skaptason aðstoðarmaður landlæknis ir lækningar sínar, var Ingibjörg systir Skapta yngri ljósmóðir á Suðurnesjum í 50 ár, tók á móti 580 börnum og stundaði einnig lækningar. Hún var, seg- ir í samtíma blöðum, einhver merkasta sómakona á Suðurnesjum um sína tíð og var gefið einstakt sálar- og líkamsfjör. Hún hafði mjög gott vit á læknisdóm- um eins og faðir hennar og bróðir. Jóhann sonur Ingibjargar, fæddur 1833, var blóðtökumaður og fékkst við lækningar og Margrét, systurdóttir Skapta Sæmundssonar, var yfirsetukona á Eiði á Seltjarnarnesi. Guðrún, dóttir Skapta yngri, varð einnig ljósmóðir. Reykjavík um 1800 En lítum þá á það umhverfi sem Skapti Skaptason fæðist inn í. Hann var fæddur 1. júlí 1805 á Sandi í Kjós. Í lok 18. aldarinnar og upphafi þeirrar 19. hafði losnað um viðjar íslenska bændasamfélagsins og kringum innréttingar Skúla fógeta varð til lítið þorp í kvosinni við Tjörnina þar sem Ingólfur forðum byggði sér bæ. Danskir kaupmenn hösluðu sér völl í þorpinu og smámsaman færðist stjórnsýslan, embætt- ismennirnir, kirkjan og skólinn þangað líka. Það var til þessa litla upprennandi bæjar, með rúmlega 300 íbúum, sem Skapti Skaptason fluttist í upphafi nýrrar aldar, þegar aðeins voru liðin 19 ár frá því Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Hægt og bít- andi fjölgaði tómthúsfólkinu, sem komið var úr sveit- um landsins, þar sem lítið var að hafa annað en vinnu- mennsku. Jarðnæði var af skornum skammti og fólk- inu fjölgaði ört. Á mölinni voru fleiri möguleikar, þótt tómthúsmennskan yrði mörgum erfið. Tómthúsmönnum fjölgaði mjög ört og 1816 þeg- ar Skapti litli er 11 ára búa 56% bæjarbúanna, sem þá töldu 506, á heimilum tómthúsmanna. Aukin útgerð við Faxaflóa og vaxandi umsvif kaupmanna styrkti mjög stöðu tómthúsmanna er leið á 19. öldina. Götuhús Vorið og sumarið 1805, þegar Skapti fæddist var með eindæmum gott og grasvöxtur sá allra besti. Úti í heimi dró brátt til tíðinda með Napóleon í broddi fylk- ingar. Nafn sem síðar átti eftir að koma við sögu hjá Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri Fréttabréfsins hélt meðfylgjandi erindi um Skapta Skaptason á félagsfundi Ættfræðifélagsins í nóvember sl.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.