Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 http://www.ætt.is aett@aett.is9 virðist ógift og barnlaus. Margrét systir hennar fær líka nóg af baslinu og 51 árs, árið 1886, flytur hún líka vestur yfir hafið. Ekki fór veröldin mjúkum höndum um hana þar vestra því í Heimskringlu árið 1896 skrifar hún átak- anlegt bréf þar sem hún segir m.a.: „Ég er búin að liggja í rúminu í meira en misseri. Ég er bláfátæk og á engan að hér nema Jóhönnu systur mína, sem einnig er þrotin að heilsu og kröftum, en hefur tekið mig að sér og annast um mig“. Guðrún Skaptadóttir, varð ljósmóðir. Hún gift- ist Davíð Jóhannessyni. Þau bjuggu á Vegamótastíg 9, á Grettisgötuhorninu. Dagný Ágústsdóttir, dótt- urdóttir hennar, telur að þau Guðrún og Davíð hafi keypt Vegamótastíg 9, nýbyggðan, fyrir ágóðann af jarðasölu, sem kom í hlut Guðrúnar eftir foreldra hennar, en hún var þá ein lifandi sinna alsystkina. Mikið af arfinum frá Árbæ til barnanna mun hafa skilað sér illa, segir Dagný, eftir móður sinni, Þórdísi Davíðsdóttur. Vegamótastígur 9 Þórdís Eyjólfsdóttir, seinni kona Skapta, og Guðný Klængsdóttir, amma Halldórs Laxness, voru systkina- börn og Guðrún Skaptadóttir og Sigríður móðir Halldórs Laxness voru því þremenningar. Halldór bjó hjá Guðrúnu og Davíð manni hennar á Vegamótastíg 9 fyrsta veturinn sinn í Reykjavík, 1915-1916, þegar hann var í Iðnskólanum. Þá var hann 13 ára gamall. Eyjólfur, t.v. sonur Skapta og Þórdísar seinni konu hans, ásamt félaga sínum. Eyjólfur var um tíma í Lærða skólanum. Guðrún Skaptadóttir og Davíð maður hennar fengu alla tíð leigugjald af Úteynni í Laugardal, sem Guðrún fékk í arf eftir ömmu sína. Gjaldið var 5 lömb hvert haust, og þau saltaði Davíð ofan í tunnu. Það er gaman að geta þess að enn búa afkomendur Guðrúnar og Davíðs á Vegamótstíg 9. Þar bjó Þórdís dóttir þeirra langa ævi (1902-1998), ásamt Ágústi manni sínum, síðan Dagný dóttir þeirra, þá Trausti Þór Sverrisson, sonur Dagnýjar, og börn hans, Júlía og Ólafur, búa þar í dag. Þau eru 5. ættliðurinn á Vegamótastíg 9. Guðrún Klængsdóttir hélt alla tíð góðu sambandi við Guðrúnu Skaptadóttur. Þórdís, dóttir Guðrúnar, minntist þess að þau Melkotshjónin komu alltaf í jólaboð á Vegamótastíginn á jóladag, þegar hún var barn. Á gamlárskvöld fór hún svo með foreldrum sín- um í Melkot og þar spiluðu þau alla nóttina ásamt Sigríði, Guðjóni og Dóra sem komu ofan úr Laxnesi. Þau Guðrún Skaptadóttir og Davíð maður henn- ar fengu alla tíð leigugjald af Úteynni í Laugardal, sem Guðrún fékk í arf eftir ömmu sína. Gjaldið var 5 lömb hvert haust, og þau saltaði Davíð ofan í tunnu. Guðrún Skaptadóttir lést 18. maí 1937 síðust syst kina sinna. Afkomendur Alls sýnist mér Skapti hafa átt ellefu börn, átta kom- ust upp. Ég hef aðeins getað rakið afkomendur frá tveim þeirra. Það eru Guðríður af fyrra hjónabandi og Guðrún af seinna hjónabandi. Guðríður gift- ist Jóni Þorvarðarsyni presti og prófasti í Hvammi og Reykholti. Öll þrjú börn þeirra Anna, Skapti og Guðný, áttu afkomendur og eru margir frá þeim kom- in, m.a margir Skaptar. Tvö börn Guðrúnar komust upp, Skapti og Þórdís. Frá þeim er einnig kominn stór hópur afkomenda. Hér með lýkur þessari samantekt minni á þeim merka manni Skapta Skaptasyni sem auk þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vexti hins stækk- andi bæjar, Reykjavíkur, á næstliðinni öld, var ann- álað góðmenni og þekktur fyrir háttprýði og ein- staka mannúð og góðsemi við hina mörgu bágstöddu og lagði sínar líknandi og læknandi hendur á þá sem sjúkir voru.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.