Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Blaðsíða 14
14http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is Hjónin Jón Jónsson og Ástríður Bjarnadóttir bjuggu í Hvammsdalskoti í Saurbæjarsveit á of- anverðri átjándu öld og þar gæti Jón hafa andast um 1792. Víst er um það að hann var látinn mann- talsárið 1801, því þá var Ástríður Bjarnadóttir í húsmennsku á Þverdal í Saurbæjarsveit, sögð 48 ára, ekkja. Hún átti heima á Brekku í Gilsfirði frá 1823 eða fyrr til æviloka 19. okt. 1834. Mun hún þá að einhverju leyti hafa verið í skjóli yngsta sonar síns sem var þar í vinnumennsku á þess- um árum. Ættatölur tilfæra Jóni auknefnið ,,á báðum fót- um“ sem væntanlega verður best skýrt með því, að hann hafi þótt mikill á lofti. Ástríður er sögð ,,fróm og guðhrædd, vel [að sér] í andlegu“ við húsvitjun í Garpsdalssókn í mars og apríl 1827. Annars fer litlum sögum af þeim hjónum. Börn áttu þau ekki færri en fimm sem nafngreind eru í ættatölum. Þessi voru börn Jóns og Ástríðar: 1) Guðrún Jónsdóttir, f. um 1777, d. 19. des. 1838 í Skarðsþingum í Dalasýslu, gift Þórði Péturssyni bónda í Miklagarði í Saurbæjarsveit. (Sjá Dalamenn II, bls. 416). - Hér mun vera um að ræða Guðrúnu Jónsdóttur sem var í vinnumennsku í Hvammsdal í Saurbæjarsveit 1801, sögð 24 ára. 2) Jónas Jónsson, f. um 1778, d. 28. maí 1840 í Litlu-Ávík í Árneshreppi, bóndi í Litlu-Ávík, kvænt- ur fyrr (18. júlí 1802) Sesselju Jónsdóttur, síðar (18. júlí 1813) Jóhönnu Gottfreðlínu Jónsdóttur, átti einnig barn með Ingibjörgu Guðmundsdóttur. (Sjá Dalamenn III, bls. 139 og Strandamenn, bls. 482-483). - Jónas var vinnumaður í Árnesi í Trékyllisvík 1801. Hann var einn af lífvörðum Jörundar hundadagakonungs. Um Jónas og afkomendur hans er fjallað ítarlega í tiltölulega nýútkominni bók sem nefnist Lífvörður Jörundar hundadagakóngs - Sagan af Jónasi Jónssyni bónda í Litlu-Ávík á Ströndum konum hans og börn- um (Vestfirska forlagið Brekku í Dýrafirði, 2008). Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Um börn hjónanna Jóns Jónssonar og Ástríðar Bjarnadóttur í Hvammsdalskoti í Saurbæjarsveit 3) Anna Margrét Jónsdóttir, f. um 1782, d. 10. júlí 1846 á Staðarhöfða á Akranesi, gift (24. okt. 1819) Jónasi Pálssyni húsmanni á Eyri í Svínadal 1840. Átti áður barn með Nikulási Sigurðssyni bónda Orrahóli á Fellsströnd. (Sjá Borgfirzkar æviskrár VI, bls. 384 og Dalamenn II, bls. 157-158). - Anna Margrét var vinnukona í Galtardalstungu á Fellsströnd 1801. 4) Guðrún Jónsdóttir, f. um 1788, d. 9. ágúst 1862 í Teinahring á Hellissandi, gift (20. sept. 1809) Þórði Bjarnasyni húsmanni á Hellissandi. (Sjá Dalamenn III, bls. 244). - Hér mun vera um að ræða Guðrúnu Jónsdóttur sem var í fóstri á Akri í Hvammssveit 1801, sögð 13 ára. 5) Jón Jónsson, f. um 1793, d. 1. nóv. 1862 í Gautsdal í Geiradal, bóndi á Ingunnarstöðum í Geiradal, kvæntur (10. ágúst 1844) Geirlaugu Jónsdóttur, átti áður börn með Guðrúnu Jónsdóttur, Kristínu Bjarnadóttur og Valgerði Magnúsdóttur, eitt með hverri. (Sjá Skyggir skuld fyrir sjón I, bls. 57). - Jón var hjá móður sinni á Þverdal 1801. Ætt hans er rangt rakin í Skyggir skuld fyrir sjón I, bls. 57 og í Ættum Austur-Húnvetninga III, bls. 812-813, en í báðum þessum ritum er honum ruglað saman við aðra menn. (Sjá Fréttabréf Ættfræðifélagsins 5. tbl. 18. árg., í okt. 2000, bls. 21). Helstu heimildir: Borgfirzkar æviskrár VI, bls. 384; Dalamenn II, bls. 157-158 og 408 og 416 og III, bls. 131-132, 139 og 244; Strandamenn, bls. 482- 483; Skyggir skuld fyrir sjón I, bls. 57; Lífvörður Jörundar hundadagakóngs - Sagan af Jónasi Jónssyni bónda í Litlu-Ávík á Ströndum konum hans og börn- um, 1-80; Ættir Austur-Húnvetninga III, bls. 812- 813; Fréttabréf Ættfræðifélagsins 5. tbl. 18. árg., í okt. 2000, bls. 21; Ættatölub. Jóns Espólíns, 404 og 3100-3101; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 18, 162 og 310; kirkjubækur og manntöl; umsögn Þorgerðar Sigurgeirsdóttur húsfreyju í Kópavogi. Munið aðalfundinn fimmtudaginn 27. febrúar! Allir velkomnir! Finnið nýja félaga! Ættfræðifélagið hvetur félaga sína til þess að safna nýjum félögum. Meðalaldur félagsmanna hækkar stöðugt og margir falla frá. Við þufum nýja félaga og áhugasama, sem eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til þess að halda Ættfræðifélaginu gang- andi og virku.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.